Vísindavaka !

Á mánudeginum og þriðjudeiginum sem sagt 7 og 8 janúar var Gyða veik svo við vorum ekki að neitt.

Á mánudaginn 14 janúar vorum við að ákveða hvað við ætluðum að gera á vísindavökunni. Ég, Anna og Júlía vorum saman að gera tilraun. við ákvöðum að hafa egg í hver.

Á þriðjudaginn 15 janúar vorum við bara að undirbúa myndbandið í tölvunni svo eftir skóla fórum við til Önnu og framkvæmdum tilraunina.

Á mánudaginn 21 janúar voru nokkrar tilraunir sýndar. Það voru tilraunir hjá Selmu, Sesselju, Ninnu og Ylfu og svo voru það líka Kristín, Erla, Andrea og Stefanía.

Þetta var vísindavakn min, Önnu og Júlíu. Takk fyrir mig 😀 

hlekkur 4 vika 4

mánudaginn vorum að kynna ppt (power point) verkefnið okkar enn það náðu ekki allir að kynna í þeim tíma svo það gerðu bara svona 5-6 nemendu.

Á þriðjudaginn kláruðum við að kynna ppt verkefnin okkar sem sagt þau sem áttu eftir að kynna þá kynnti ég plánetuna neptúnus. 😀

hlekkur 4 vika 4

Á mánudaginn 10. desember vorum við að skoða mundband, umræður, blogg og fréttir.

Fréttir úr tíma

Fiskur veiðir fugla

Landakort Apple

Umræður

Ljósmengun

Mynd

 

Heimild: http://nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=e68bb211-ed7a-4007-ba6e-ffb17f4d818d#videofile

Á þriðjudaginn 11. desember voru flest okkar að klára power point (ppt) verkefnið okkar sem við eigum svo að kynna í næstu viku. ég er að skrifa um neptúnus 😀 .

Neptúnus…

…er áttunda og yrsta reikistjarnan frá sólu og næst seinasta reikistjarnan í röðinni

…heitir eftir rómverskum sjávarguði

…geymir 7 sinnum meiri massa en jörðin

…líkist úranusi

…fer einn hring í kringum sólina á sirka 165 árum

…er blá reykistjarna og dauflega beltaskiptur 

 

 

 

Hlekkur 4 vika 2

Á mánudaginn byruðum við a umfjöllun um stjörnur vetrabrautir og stærðir, ræddum sérstaklega um myndum, ævi og þróun stjarna.

Á þriðjudaginn var upplestra tími í fyrri tímanum og svo tölvuver í seinni. í fyrri tímanum ræddum við hvað són okkar getur verið stór miðað við aðraar miklu stærri sólir og aðrar plánetur gætu verið stórar og við vorum að líkja því við litla bolta og punkta. Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og vorum að vinna i stöðvavinu og gera pínu í glæronum okkar sem við eigum svo að kynna eftir tvær vikur.

Fréttir

vatn á merkúríusi

Hafísinn og Grænland

Svarthol og dulstrini

Rússar hreinsa geimrusl

Ný jörð?

 

Mannréttindi :D

Verkefnið spilaðu með var þannig að við vorum að spila ólsen ólsen. Kennarinn var búinn að tala við 3 nemendur og enginn vissi af því í tímanum nema þeir sem voru búnir að tala við kennarann. Fyrsta þeirra átti að vera reglusmiður og sú manneskjan var Sesselja. Önnur manneskjan átti að að svindla og það var Andrea… auðvitað og svo þriðja manneskjan átti að ákæra aðra sem voru að spila spilið.

Mannréttindi og Forréttindi er ekki allveg það sama. Mannréttindi er þannig að allir eiga rétt á öllu eins og fatlaðir eiga jafnmikinn rétt á að komast inná skemmtistaði. Forrétindi eru þannig að maður er byrjaður að gera allt reglulega eins og að fá sér nammi á laugardögum.

 

hlekkur 3 vika 3

Á mánudaginn var Gyða ekki en við fengum tölvuverið til að klára skýrslu 😀

Á þriðjudaginn vorum við að gera tilraun um hröðun. Markmiðin í þeirri tilraun var að við mundum kynnast mæliingum og framsetningu gagna, að fjalla um hugtökin og reikni út meðalhraða og hröðun. Framkvæmdin var þannig að við unnum 4 saman í hóp, ég var með Helga, Håkoni, Júlíu og Ágústi. áttum að velja okkur svæði sem var a.m.k. 20 m langt og svo merkja við 5 m, 10 m, 15 m og 20 m. áhöldin sem við notuðum var tennisbolti og skeiðklukka til að taka tímann hvað boltinn renni lengi yfir þessa 20 metra. 

Spurningar frá tilrauninni

 • Hver var meðalhraðinn á hverju tímabili?
 • Hvenær er hröðun mest?
 • Getur hröðun orðið neikvæð?
 • Hvers vegna stöðvast boltinn að lokum?
 • Hvað getur haft áhrif á hvenær boltinn stöðvast?
 • Hvað skekkjuvaldat gera verið í þessati tilraun?

síðan áttum við að búa til skýrslu eftir þessa tilraun :) .

hlekkur 2 vika 7

Á mánudaginn vorum við að fúnpússa hugtakakortið okkar fyrir próf fyrir næsta tíma, gerðum stutt verkefni og fórum svo niður í tölvuver í ritgerðarvinnu.

Á þriðjudaginn tókum við próf úr hlekknum og máttum hafa hugtakakortið okkar með okkur sem við vorum búin að skrifa í og undirbua okkur vel fyrir. 

Fréttir

ótrúleg björgun 

jólagjöfin í ár

afhverju?

líf á öðrum hnöttum

hlekkur 2 vika 6 :)

Á mánudaginn var fyrirlestur og fróðleikur um fiska, froskdýr og skriðdýr og við kíktum á fréttir.

Á þriðjudaginn annann tímann fórum við yfir glósur og þurftum að glósa niður á hugtakakortið okkar fyrir próf á þriðjudaginn í næstu viku, hinn tíminn var niðri í tölvuveri og við vorum að skrifa í ritgerðinni okkar.

Fréttir

norðurljósaspá

júpíter

ofurhugi

Fiskar

 • Elstu hryggdýr jarðar. Flestir hafa uggasem eru hálfgerðir stýritæki sundsins.
 • stirtlan og sporðurinn er helsta sundfæri fisksins.
 • Flestir anda með tálkum. Lifa í fersku og söltu vatni en fáeinir geta lifar hvort sem er í söltu eða fersku t.d. laxinn.
 • stærstu flokkar fiska eru brjóstfiskar og beinfiskar

Froskdýr

 • Froskdýr eru hryggdýr sem á unga aldri líkjast fiskum, lifa í vatni og anda með tálknum en þegar þau eldast skríða þau flest upp á land og anda þá með lungum og húðinni
 • Tveir helstu hópar froskdýra eru froska og salamöndur.
 • froskar: Fara i vetrardvala t.d. með því að grafa sig í jörð. lirfur froska kallast halakörtur (fótlausar og með langan hala). Rándýr sem veiða með tungunni.
 • Salamöndrur: Búklengri og fótastyttri en froskar og með hala. háðari vatni.

Skriðdýr

 • Skriðdýr eru með misheitt blóð, anda með lungum og hafa þurra, hreisturkennda húð og verpa eggjum eða ala upp unga á landi
 • Egg skriðdýra eru  með leðurkenndri skurn sem kemur í veg fyrir ofþornun.
 • Slöngur og eðlur: slöngur hafa afar næm skynfæri. Í grópum á haus þeirra skynfæri sem skynja varma. Tunga þeirra synjar t.d. bragð í loftinu. Heyrnarsljóar og hafa lélega sjón. Alsettar hreisturplötum sem veita þeim spyrnu. Eðlur hafa lappir og sæmilega heyrn. Margar eðlur eru meistarar í að verja sig t.d. kamelljónið. Sumar eðlur losa sig við halann til að sleppa, síðan vex hann aftur.

hlekkur 2 vika 4

Á mánudaginn 1.október vorum við að skoða glærur og svara spurningum upp úr þeim, skoðuðum síðan blogg nemanda og síður. :)

Á þriðjudaginn 2.október vorum við í stöðvavinnu og ég og Júlía vorum saman við unnum þrjár stöðvar og okkur gekk bara mjög vel og þetta var bara skemmtilegt. :) við gerðum samt bara verkefni í tölvu, í henni skoðuðum við  íslensk skordýr, skoðuðum myndir af nyjum tegundum skordýra og gerðum krossapróf úr kafla 6.

Stöðvarnar sem voru í boði :)

 • teikning – fullkomin og ófullkomin mynbreyting
 • tölva – borneo leiðangur nýjar tegundir
 • sjálfspróf 6-5 krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur
 • verkefni – hvað ræður útbreiðslu skordýra?
 • tölva – sjálfspróg úr 6.kafli
 • sjálfspróg 6-6 liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera
 • víðsjá/smásjá – hvernig eru skordýr byggð?
 • tölva – íslensk skordýr
 • verkefni – skordýr – frá eggi til fullorðins dýrs
 • krossgát – dyr með sex fætur

Fréttir sem við skoðuðum í vikunni 😀

bleikt vatn

dunaliella salina

raft spiders

tegundir í hættu

diptera gallery

 

 

hlekkur 2 vika 2

Á mánudaginn var fyrirlestrartimi, vorum áfram með dýrafræði og svo komu ormar og fleira. Skoðuðum likar ýmsra fréttir…

kóralrif hverfa

Magnaðar myndir

Zebroid

Myndband um stól úti í geim

Tsunamni og meira

Risasniglar í flugi

himnasýningu

Á þriðjudaginn vorum við úti, byrjuðum á því að ræða fjölbreytileika lífvera og sjálfbærni svo fórum við að sagna birki fræum fyrir Hekluskóa, fórum svo í leik um dýra fjölskyldur t.d. hrútur, kind og lamb :D. !