Á mánudaginn var annar í páskum, þannig að það var ekki skóli.

Á fimmtudaginn var sumardagurinn fyrsti, svo það var ekk heldur skóli.

En við byrjuðum á mánudaginn 28. apríl að gera nearpod kynningar sem við bekkurinn vorum að gera í hópum. En við náðum ekki að klára allar kyningarnar. Á fimmtudaginn 1. maí var ekki skóli útaf verkalýðsdagsins.

 

vetnisferli_111201

Á mánudaginn fjölluðum við um virkjanir og fengum glósur. Við gerðum nearpod verkefni um vatnsafls virkjanir og hvað þær gera fyrir umhverfið og svo framvegis.

 

Á fimmtudaginn vorum við að vinna við nemendakynningu í Nearpod. Ég vann með Krístínu og við erum að skrifa um vetni.

Hvað er Vetni?

 

 

 

 

 

 

Heimild mynd

 

 

Hvítbók

Við áttum að velja okkur hugtak úr nýju Hvítbókinni til að skrifa um. Ég valdi mér Þjóðlenda til að skrifa um. Hvítbókinn er bók sem er um að ríkisstjórnin gefur út til að sýna skoðununar sínar á einhverjum málum, og hvernig ætti að leysa það mál eða vandamál. Þessi Hvítbók sem ég er að skrifa upp úr er löggjöf til verndar náttúru Íslands.

Þjóðlenda

Þjóðlenda er landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma. Svo er líka er notað í náttúruverndarlögum í tengslum við almannaréttinn. Almenningi er t.d. heimilt við að setja niður hefðbundin viðlegutjöld við að alfaraleið í óbyggðum, hvort sem það er á eignarlandi eða þjóðlendu, og að setja niður göngutjöld utan alfaraleiðar.

Á mánudaginn vorum við í nýju forriti sem heitir Nearpod. Sem er forrit sem virkar í tölvu, Ipad og snjallsíma. Við vorum með Ipada, og Nearpod virkar þannig að hann er tengdur við Ipad sem Gyða er með. Þar sendir Gyða glærur, glósu, myndbönd og svo er hægt að svara spurningum, teikna á myndir, útskýra og eitthvað þannig. í þessum tíma var fjallað um lífríki Íslands.

Á fimmtudaginn héldum við áfram að vinna með Nearpod um lífríki Íslands og fleira.

Fréttir

Breyttu plastflösku í hleðslutæki

Náttúruhamfarir af mannavöldum

,,Kjúklingur frá helvíti“ var fáranlegur

Á mánudaginn var fyrirlestur um Hrunamannahrepp, svo í seinni tímanum fórum við niður í ritgerðavinnu.

Á fimmtudaginn var stöðvavinna. Ég set stöðvarnar fyrir neðan og þær sem ég gerði.

 1. Tölva – náttúrufræði og jarðfræði
 2. Google earth
 3. Myndir – loftmyndir af jörðinni – umræður
 4. Hrafntinna
 5. Lifandi vísindi
 6. Bók – Jörðin – bls. 119 – Hvar er mest hætta af jarðskjálftum á Íslandi og hver er ástæðan?
 7. Baggalútur
 8. Steinasafn – skoða og greina
 9. Teikna – Jörðin bls. 201 – vatns og gosherir – skoða, teikna, útskýra
 10. Padda – jarðhræningar um allan heim – Hvar voru … í nótt? Síðustu viku? Síðasta mánuð?
 11. Steindir – eðalsteinarný íslensk steind
 12. Friðlýstir steinarNáttúrufræðistofnun
 13. Silfurberghvað er svona merkilegt við það?

Fréttir

Fundu tvær nýjar tegundir

Íslendingur rannsakar Miklahvell

Gerðu keisaraskurð á górillu

Á mánudaginn var Gyða ekki svo flestir notuðu tíman til að læra fyrir samfélagspróf sem var á fimmtudaginn, nokkrir að vinna í ritgerðavinnu og aðrir að sitja í sofanum og spjalla.

Á fimttudaginn töluðum við um Jörðina t.d. Pangea og lög Jarðar samsagt möttul, kjarni og jarðskorpa.

220px-Pangaea_continents

Pangea

Var þegar öll löndin á Jörðinni voru saman eða risameginland, sem myndaðist seint á fornlífsöld fyrir um 300 milljónum árum og byrjaði að brotna upp á miðlífsöld fyrir um 175 árum síðan. Hafið í kringum Pangea er Panþalassa.

 

 

 

 

 

Fréttir

Fílar bera kannsl á mannsraddir

Var fyrsti bíllinn kanadískur?

Fimmti hver yfir fertugu með lungnateppu

,,Eins og Ísland hafi orðið til í gær“

Búa til hárteygjur úr notuðum smokkum

Á mánudaginn var ekki skóli að því það var vetrafrí.

Á fimmtudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk og fengum heimaprófið okkar til baka. Svo fjölluðum við um næstu viku og helstu atriðin voru um náttúru, jarðfræði, eðlisfræði, samfélag, líffræði, umhverfið, skipulag, tækni, hamfarir og orku.

Eftir það fórum við í svona umræðuleik, sem við áttum að velja okkur spurningar sem Gyða hefur set upp fyrir okkur og þau voru…

hvað er umhverfi?

hvað er náttúra?

er íslenskt vatn íslenskt?

hvernig mótar maður landið?

menningarlandslag, hvað er það?

hver á Dettifoss?

á ég að hreinsa fjöruna?

hver á tunglið?

og ég var með afh er refur ekki talinn sem gæludýr?

Fréttir

Nýburi læknast af HIV

Harður jarðskjálfti í Kaliforníu

Jafn hættulegt og að reykja

 

Á mánudaginn fengum við heimapróf svo töluðum við aðeins saman. Svo var okkur skipt í 4 lið og fórum í alías. Við lentum í þriðjasæti.

Á fimmtudaginn vorum við að spajlla og skoðuðum fréttir.

Fréttir sem við skoðuðum í tímanum

Meðlimir Pussy Riot beittir ofbeldi

10 vegir sem þú verður að prófa að keyra

Hlupu upp 120 hæðir og klifruðu á toppinn

Fréttir sem ég fann

Fundu 719 nýjar plánetur

Loftsteinn skall á tunglið

Íþróttafötin mæla hjartsláttinn

Á mánudaginn fór Gyða veik heim. Þá vorum við að gera verkefni úr bókinni Orka úr kafla 3, við áttum að gera 3-1, 3-2, 3-3, 3-4, 3-5, 3-6, 3-7, ég náði að gera 3-1 til 3-4 við vorum í tvö tíma (80 mín) að vinna þessi verkefni.

Á fimmtudaginn var hálfur dagur að því 8 til 10 bekkur var að fara í skíðaferð í Bláfjöllum eftir hádegi, strákarnir fóru bara í náttútufræði að því það er kynjaskipt.

Rafmagnstafla

Þetta er rafmagnstaflan heima hjá mér.
20140219_184836 (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

Inn í rauða hringnum er lekaliðinn, og hann nemur útleiðslu í straumrásinn og rýfur strauminn inn á hana frá rafveitunni.

 

 

20140219_184827123456

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af hvaða rofi gerir hvað.

20140219_184843

Á mánudaginn fórum við yfir nokkrar glærur, svo fórum við í tölvuver í phet sem er vefsíða með fullt af leikum um eðlisfræði og orku.

Á fimmtudaginn var könnun með aðalega satt og ósatt spurningum.

Rafmagn

Rafmagn var fundið af förnum heimildum um forngrískum heimspekinginn Þales frá Míletos (um 600 f.Kr.) þá þekktu Forn-Grikkir stöðurafmagn. Þeir fundu það út með því að nudda skinni á ákveðin efni til dæmis raf, þá drógust efnin hvort að öðru.

Bagdad-rafhlaðan sem fannst í Írak 1938 er talin vera síðan 250 fyrir Krist en er talin af mörgum hafa verið notuð til að gullhúða skartgripi.

Rafmagn er almennt fyrirbæri, sem verða vegna rafhleðslu hvort sem þær eru kyrrstæðar (stöðurafmagn) eða á hreyfingu, en þá myndast rafstraumur.

Heimild: Rafmagn

1 2 3 4 5 7