Kynsjúkdómar

0

Á þriðjudaginn vorum við að gera plakat um kynsjúkdóma. Okkur var skipt í hópa tveir saman ég var með Erlu í hóp. Við vorum að gera plakat um flatlús.

Punktar um flatlús

  • Flatlús er lítið sníkjudýr sem lifir aðallega á kynfærahárum og veldur miklum kláða
  • Er gulgrá að lit, um 2-3 mm að stærð og sést með berum augum
  • Flatlúsin fer á milli einstaklinga við nána snertingu en getur líka smitast með nærfötum og sængurfötum
  • Getur smitast á milli þó notaður sé smokkur
  • Greinist við skoðun hjá lækni
  • Til er áburður gegn lúsinni og einnig þarf að þvo föt, rúmföt og handklæði
  • Hægt að fara á göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða á heilsugæslustöðina í hverfinu í skoðun.

Heimild: Punktar+mynd

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *