Á mánudaginn töluðum við um vistkerfið og hvernig lífverur vinna saman í umhverfinu, svo skoðuðum helstu skógar og stöðuvötn.

Vistkerfi 

 • Hugtak í vistfræði vísar til safns af ferlum.
 • Getur verið risavaxið (t.d. Atlantshafið) eða agnarlítið (t.d. fiskibúr).
 • Sumir líta á að vistkerfi stjórnast af lögmálum kerfisfræðinnar og stýrifræðinnar (líkt og önnur kerfi)
 • Aðrir halda að vistkerfi stjórnast fyrst og fremst af tilviljunarkenndum atvikum.

Heimild

Á fimmtudaginn fórum við stelpurnar ekki í náttúrufræði bara strákarnir(það var kynjaskipti). Það var frí eftir hádegi útaf réttum og þannig.

Þessi hlekkur heitir Maður og Náttúra, og er um umhverfisfræði og erfðafræði.

Í dag var um ljóstillifun og bruna og skrifa í hugtakakort.

Svo vorum við skipt í hópa til að gera stöðvar. Ég var með Jóhönnu og Guðleifu í hóp.

Stöðvar (feitletruðu sem við gerðum)

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun/bruna….og stillum af. (náðum ekki að klára alveg)
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftauga og varafrumur – smásjárvinna.
 3. Hringrás kolefnis – teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar.
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferil.
 6. Fæðukeðja – fæðuvefur.
 7. Orkusparnaður – stærðfræði.
 8. Flatarmál laufblaða – Lífið bls. 243.
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð.
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð.

Stöð 1

Mólekúl – Á að byggja ljóstillifun/bruna formúlu.

20130905_142813

 

 

 

 

 

 

 

Mólekúl (náði ekki að klára)

 

Stöð 5

Krossgáta

 1. Grænt litarefni – Svar Blaðgræna
 2. Lofttegund sem er nauðsynleg plöntum – Svar Koltvioxið
 3. Næringarefni sem myndast við ljóstillífun – Svar Glúkósi
 4. Orkuríkt efni í kartöflum – Svar Mjölvi
 5. Frumulíffæri þar sem ljóstillífuj fer fram – Svar Grænukorn
 6. Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkósa – Svar Súrefni
 7. Op í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út – Svar Loftaugu
 8. Aðalefni í viði – Svar Beðni
 9. Það sem umlykur okkur og inniheldur lofttegundir – Svar Loft
 10. Sogað upp af rótum plantna – Svar Vatn
 11. Umlykur loftaugu – Svar Varafrumur
 12. Uppspretta ljósorku – Svar Sólin 

Stöð 9

Yrkjuvefurinn er vefur um trégerðir, skóga og trjá ræktun.
lauftre

 

 

 

 

 

 

 

 

Lauftré (mynd frá Yrkjuvefur)

 

 

Stöð 10

Þar átti að gera sjálfspróf um litróf náttúrunar í tölvunni. Við náðum 100% rétt svör :)

Sjálfspróf

Ég ætla að bera saman munn á vistkerfinu á milli Íslands og Danmörk.

Danmörk

 • Það eru fleiri hættulegri dýr sem geta valdið sjúdómum.
 • Villidýr sem eru ekki á Íslandi – Krónhjörtur – evrópskur héri – evrópst dádýr – rauðrefur – villisvín.
 • Svo eru fleiri skordýr t.d engisprettur, maurar, skógarmítil og drekafluga eða bara skordýr sem lifa í hita.
 • Það eru fleiri plöntur sem eru ekki á Íslandi.
 • Svo eru trén stærri og þykkari.

Ísland

 • Svona aðal villidýrin er tófa – minkur – hreindýr – hagamús – húsamús – brúnrotta.
 • Það er ekki eins mikið af hættulegum skordýrum.
 • Það er líka minna af skordýrum útaf kulda.
 • Það er meiri mosi og gróður.
 • Svo eru fleiri fjöll.

Hér eru tvö verkefni sem við gerðum í mannréttindafræði :)

Taktu skrefið áfram

Við fórum í svona leik sem heitir „Taktu skrefið áfram“. Þá fengu við hlutverkaspjöld t.d Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Malí. Svo við stilltum okkur upp og síðan voru lesnar spurningar og ef spurning tengjist persónuni á spjaldinu þá átti maður að taka skref áfram, og ef passar ekki þá er maður kyrr. Mér fannst hann mjög skemtilegur og ég var ólöglegur innflytjandi frá Malí minnir mig.

Bully

Við líka hörfðum á heimildamyndinni sem heitir Bully. Myndin er um börn í Bandaríkjunum sem hafa verið lögð í einelti, t.d gert grín af þeim sem eru hommar eða eru aðeins örðuvísi. Í skólabílunum er alveg hræðinlegt, t.d það var opnað svona sætið og settu hausinn á einum stráknum á milli og settust svo oná hann það er líka stjúkið hann með plýanti og er alltaf að kalla hann möðgandi orðum.

Í þessari viku horfðum við á fræðslumyndband, myndin hét Frosen Planet (eftir David Attenborough). Myndin er um Suður og Norður heimskautið þegar það er vetur. Sum dýr fara suður um veturinn þar sem er ekki eins kalt það er dimmt þar næstum allan veturinn eina sem kemur ljós er frá norðurljósunum. 

Gleraugnaæður eru fuglar sem koma 1000 saman á heimskautið.

ÍsbirnirÍsbjörn

Ísbirnir eru á N-suðskautlandinu. Sumar kvenkynsbirnir fara og leita af skjóli í snjónum með því að grafa holu ofan í snjónum, svo um miðjan vetur fæða þær húna, húnarnir eru blindir þegar þeir fæðast. Mjólk í birnum er 10 sinnum næringaríkari en brjóstamjólk og þeir tvöfalda þygnd sína á nokkrum vikum. Karl birnir eru á hafísnum að leita sér mat hann finnur stundum dauð hræ til að borða.

Vísundar og úlfar

Vísundar geta lifað af harðan vetur útaf feldinum þeirra og geta farið í gegnum þykkan snjó. Úlfar geta líka lifað af harðan vetur. Þeir veiða oftast í hópum og eina sem þeir geta borðað um veturin eru vísundar, vísundar eru 10 sinnum stærri en þeir. Í myndinni var sýnd þegar úlfar voru að veiða vísunda, úlfarnir voru bara tveir svo það verður miklu erfiðara að veiða það þarf að velja nógu litlan svo þeir geta drepið hann, þeir náðu í ein kálf sem er 1 vetra gamal en var samt tvö fallt þyngri en þeir. En úlfarnir náðu að drepa hann og borða.

Hrafn og jarfi

Þeir vinna saman að finna sér að borða um vetur með því að hrafninn kallar á jarfinn og lætur hann vita ef hann sér mat. Jarfinn borðar fyrst og ef hann nær ekki að klára hann þá settur hann matinn í frystir (grefur hann undir snjónum) á meðan hrafninn kroppar svo í hræið.

Stúfmýs

Er undir snjónum og er búin að grafa göng undir snjónum, þar borðar hún trágreinar en stundum verður músin að fara á yfirborðið til að finna sér að borða en verður að passa sig á lappuglu hún er rándýr sem borðar mýs. Snjórinn einangrar vel svo músin verður ekki kalt.

Písla

Er löng og grön og er hvít og svipuð stór við mús. Hún borðar mýs sem hún finnur í gögunum sem músin var búin að búa til, þegar hún nær músinni þá tekur hún feldinn af músinni til að hlýja sér að því að hún er ekki með góðan feld fyrir vetur.

Ískristalar

Þeir koma þegar það er mikið frost. Þegar ískristalar eru á plöntum þá drepur kristallinn plöntuna að innan, en ekki barrtrén þau tré geta þolað mikið frost en ekki önnur tré.

Keisaramörgæs

Karlarnir passa eggin um veturinn á milli fótanna ef eggið dettur þá er mjög mikilar líkur að unginn deyr, og þeir fá ekki að borða í nokkra mánuði. Konurnar eru út á hafi að veiða í matinn þær koma um vetur lok. Þá þurfa þær að ferðast 110 km til að koma til kallana, þegar þær koma þá koma ungarnir úr eggunum en ekki allir ungar lifa af. Ef ungi fer frá mömmu sinni þá reyna aðrar mörgæsir að stela honum.

BrimlarnirBrimari

Er selur. Þegar hann syngur þá þýðir það að sé að koma sumar og söngurinn heyrist í 25 km. Ef einhver annar brimi ætlar að stela svæði frá öðrum verða þeir reiðir. Þeir sem hafa svona göt á yfirborðið fá meiri möguleka að fá maka.

Undir sjónum

Vatnið er 2 stigum undir frostmark. Vatnið hefur ekki breyst í 20 milljóna ára og sumar plöntur eru yfir 1000 ára gamlar. Það eru svampar sem eru það stórir að maður getur falið sig inni þeim.

Ískerti

Er salt vatn sem fór í vatnið og frosnaði fer svo ofan í vatnið og þegar ískertið snertir botninn þá dreyfist hann og frystir allt sem nær ekki að sleppa.

öll dýrin á suðurlandskautinu

Heimildir á myndum : Ísbjörn  Vísindi  Úlfur  Hrafn  Stúfmýs  Písla  Keisaramörgæs  Brimlarnir  FrozenPlanet

Á mánudaginn þá fengum við nýjar glósur um frumverur frá kennaranum.

Hér fyrir neðan er smá úr glósunum :)

Frumþörungar

 • eru frumbjarga, einfruma og lífvera
 • nýta sér orku ljóss til þess að búa til eigin fæðu úr einföldum ólífrænum hráefnum
 • framleiða 60-70% alls súrefni með ljóstillífun
 • er kallast oft plöntusvið

Augnglenna

 • með einskonar sekklaga dæld eða gróp þar sem eru tveir svipur
 • þær eru allar með rauðleitan augndíl sem greinir ljós
 • fjölda ljóstillífandi frumlíffæra sem nefnast grænukorn

Frumdýr – bifdýr

 • bifdýr einkennast af fíngerðum hárum sem nefnast bifhár og eru eins konar árar sem dýrin nota til þess að hreyfa sig úr stað
 • bifdýr geta líka sópað til sín fæðu með bifhárunum

Heimild mánudag: Upplýsingar= glósur frá kennara. Mynd af frumþörungar Mynd af augnglenna Mynd af bifdýr

Þriðjudagur vorum við skipt í tvö hópa A hóp og B hóp, ég lenti í A hóp þá vorum við að skoða sýni úr Litlu-Laxá og Hellisholtalæk. Auk þess eru sýni úr gróðurhúsum. Svo se, voru í hóp A voru skipt saman tvö og tvö saman, og ég vann með Elísi.

Munband um frumdýr

Á þriðjudaginn vorum við að gera plakat um kynsjúkdóma. Okkur var skipt í hópa tveir saman ég var með Erlu í hóp. Við vorum að gera plakat um flatlús.

Punktar um flatlús

 • Flatlús er lítið sníkjudýr sem lifir aðallega á kynfærahárum og veldur miklum kláða
 • Er gulgrá að lit, um 2-3 mm að stærð og sést með berum augum
 • Flatlúsin fer á milli einstaklinga við nána snertingu en getur líka smitast með nærfötum og sængurfötum
 • Getur smitast á milli þó notaður sé smokkur
 • Greinist við skoðun hjá lækni
 • Til er áburður gegn lúsinni og einnig þarf að þvo föt, rúmföt og handklæði
 • Hægt að fara á göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða á heilsugæslustöðina í hverfinu í skoðun.

Heimild: Punktar+mynd

Í dag byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir líffræði og í þessum hlekk ætlum við að læra um flokkun lífvera, bakteríur, veirur, sveppi, frumverur og svo á endanum eru fuglar og jurtir.

Svo í tímanum í dag gerðum við hugtakakort um upprifjun um frumur.

Á mánudaginn vorum við að tala um kellingarfjöll um hvaða frumbjarga og ófumbjarga eru þar.

Á þriðjudaginn vorum við að tala um Þingvellir. Svo ætluðum við að vinna stöðvar en í staðinn fórum við í tölvur og skoðuðum verkefnin og blogguðum.

Þingvellir: Er á heimsminjaskrá að því að hin tengsl á milli vistkerfis Þingvallavatns og jarðsögunnar skapa Þingvallavatni sérstöðu meðal vatna heimsins. Meirihluti vatnasviðsins er þakið hrauni og vatn hripar þar auðveldlega í gegn.

Gróður á Þingvöllum:  Birkiskógur er einkennandi fyrir Þingvallasvæðið enda er eitt elsta nafn svæðisins Bláskógar. Í þjóðgarðinum hafa verið greindar 172 tegundir háplantna. Á síðustu öld var mikið af trjám gróðursett í þjóðgarðrinum. Trjálundi sjá á nokkrum stöðum innan þjóðgarðsins allt frá Almannagjá að Hrafnagjá.

Fiskurinn á Þingvöllum: Þingvallavatn er engin undantekning frá þessu en í vatninu finnast 3 tegundir ferskvatnsfiska af þeim 5 sem finnast á Íslandi, urriði bleikja, og hornsíli. Talið er að þessar þrjár tegundir fiska hafi allar lokast í vatninu í kjölfar síðustu ísaldar þegar land lyftist við suðurenda Þingvallavatns.

Heimildir : Upplýsingar og mynd

Vísindavakan byrjaði 7. janúar 2013 þá vorum við í hópum eða gátum verið ein ef við vildum. Ég vildi vera í hóp og var með Önnu Marý og Jóhönnu. Við vorum með tilraun um hvað erum við lengi að sjóða egg í hver, þá vorum við með 3 egg og gáðum hvað þau voru lengi að sjóða. Við tókum eggin eftir 5 mín fresti hvar eitt í 5.mín annað í 10 mín ig það þriðja í 15 mín. Hér er myndband til að sjá niðustöður :)

Heimild: Mynd