Síðasta færslan

Jæja, þá líður að lokum hér í fluðaskóla. Þetta er meira að segja síðasta bloggfærslan mín! Við erum búin að vera í upprifjun fyrir HIÐ MIKLA LOKAPRÓF!!! Við erum líka búin að vera mikið í tölvuverinu í sjálfsprófum og skoða fréttir og svoleiðis. Við fórum í fuglahljóðatest, eða réttar sagt leik okkur til skemmtunar. Þá heyrðum við hljóð frá einhverjum fuglum og áttum að segja hvaða fugl það var.

Heimild myndar: http://schools.cuip.net/mollison/?p=33

Við sáum frétt þar sem kom fram að Ísland væri með mesta ferskvatnið á einstakling í öllum HEIMINUM! Svo sagði Gyða okkur að það hefði nýlega komið fram samkvæmt einhverri könnun að það væri best að vera barn á Íslandi. Við spáðum svolítið í því, og hugsuðum af hverju það væri, og komumst að líklegri niðurstöðu: Allir krakkar ganga í a.m.k. grunnskóla, gott heilbrigðiseftirlit, ferskt loft og jú svo þetta góða vatn sem við höfum.

Bæ, bæ blogg!

Síðasta vika

Í síðustu viku vorum við í allskonar upprifjun og sjálfsprófum. Við byrjuðum líka á verkefnum sem við unnum í tölvum. Þau voru þannig að við áttum að velja okkur einn þátt úr annaðhvort líffræði eða eðlisfræði og fjalla um hann og búa til 2-3 spurningar uppúr því efni. Ég var með Eyþóri í hóp og við fjölluðum um málma.

Við fengum annan tíma á mánudafinn síðastliðinn til að klára verkefnið, en þá ætluðum við að nota lenovo fartölvu. Það voru mistök. Hún kveikti á sér og fraus. Við reyndum að re-starta henni, og það tókst, en eftir það var hún hægari en tjaah, segjum bara snigill! Við re-störtuðum henni svo aftur, en þá fraus hún endanlega. Við þurftum að taka batteríið úr henni og setja það aftur í, en eftir það virkaði hún fínt.

Sæææææællllll hvað það er skrítin tilfinning að fara að vera búinn með grunnskólann!!!!

Síðasta vika

Í síðustu  viku fórum við í gömul samrænd próf og fengum eitthvað hefti sem var frekar MIKIÐ erfitt! Já,,,,, einhverra hluta vegna man ég ekkert hvað við gerðum meira, svo ég ætla bara að koma með einhver sniðug myndbönd:

http://www.youtube.com/watch?v=XsbfsHj8ec0 hvernig á að kveikja eld með batterý úr síma

Síðasta vika

Í síðustu viku byrjuðum við að læra um alskonar tengt rafmagni. T.d. hvernig eldingavarar virka, hvernig hlutir geta orðið rafhlaðnir o.fl. Gyða bað okkur líka um að taka mynd af rafmagnstöflunni okkar og merkja inná myndina hvar lekaliðinn er (ég merkti hann með rauðum hring).

Hér er sú mynd:

Við fórum líka í stöðvavinnu á mánudaginn. Ég var með Sólveigu í hóp. Þá fórum við í tvö phet forrit, reyndum að gera batterý úr appelsínu (sem mistókst) og bjuggum svo til rafsjá. Rafsjá er einfalt tæki sem sýnir manni hvernig rafmagn verkar á hluti. Hún virkaði ekkert voðalega vel, en virkaði þó.

Síðan ætla ég að sýna ykkur svolítið sniðugt. MUST SEE!

http://www.youtube.com/watch?v=aC-KOYQsIvU

 

 

Tölvutími

Í dag (föstudag) vorum við í tölvuveri og fórum í leik sem heitir energy skatepark. Slóð inná leikinn :  http://phet.colorado.edu/en/simulation/energy-skate-park

Leikurinn er svosem ekki sem verstur, en hann snýst um að búa til skatepark fyrir kall í mismunandi aðstæðum, td. á tunglinu og á Júpíter. Maður getur skoðað töflu um orku, þ.a.s. hvaða orka er að verkum á hverjum tíma og maður sér td. greinilega að orka hverfur aldrei, hún breytir bara um mynd.

Heimild myndar: http://www.bing.com/images/search?q=energy+skate+park&view=detail&id=4B94C9C14486756C14999CD19F480CBBD2488DEB&first=0&FORM=IDFRIR

Vísindavaka

Nú er vísindavakan búin og við erum búnir að kynna myndbandið sem er hér að neðan. Við erum bara búnir að vera að vinna í vísindavökuni í síðustu viku. Ég hef svosem ekki mikið að segja, en það má sjá meira um vísindavökuna í þarsíðustu færslu.

Vísindavaka!!!

Nú erum við í hlekk sem heitir vísindavaka. Þá gerum við tilraunir og skrifum skýrslu, gerum plagat eða tökum myndband. Það er mjög gaman. Ég, Haukur og Eyþór erum að gera reyksprengju. Við erum búnir að gera hana þrisvar og hún hefur altaf virkað sæmilega. Við eigum bara eftir að kaupa lífrænt litarefni í duftformi til að fá lit í reyksprengjuna. Ransóknarspurningin okkar er nefninlega svona: Er nauðsynlegt að hafa litarefni í reyksprengju, verður hún mikið betri með litarefni? Við ætlum að gera myndband um þetta.

Uppskriptin er einföld:

40 gr sykur

60gr. saltpétur

1msk. matarsóti

Leiðbeiningar:

Blanda sykri og saltpétri saman í pott og bræða á lágum hita. Þegar það er bráðið þá á að setja matarsóta útí. Muna að hræra allan tímann. Svo setur maður blönduna í td. klósettrúllu og teipar fyrir.

Hér eru myndbönd af samskonar reyksprengjum(en þær eru flestar með litarefnum)

http://www.youtube.com/watch?v=zgc_Y_wK66Q&feature=g-vrec&context=G2885ea8RVAAAAAAAABw

http://www.youtube.com/watch?v=Qj05BZZVZgE

Fyrirlestur um vatn

Á mánudaginn kom Elsa mamma Hildar Guðbjargar í heimsókn og hélt fyrirlestur um vatn. Hún er framkvæmdarstjóri heilsueftirlits suðurlands. Hún sagði okkur frá alskonar reglur um vatn. Hún sagði okkur að leiði íslenska vatnsins væru undir 100µS (micro sensive), en því minni leiðni sem vatnið hefur, því betra er það. Neysluvatn má vera upp í 4.000µS sem er svipað og saltvatn. Svo skiptir sýrustigið líka máli. Íslenska vatnið er fremur basískt, en það er í kringum 8,5 pH, sem er bara mjög gott! Neysluvatn má vera með sýrustig allt niður í 6,5 pH. Í vatninu eru líka allskonar örverur sem eru misvondar. Sumar valda niðurgangi og aðrar sundmannakláða Hún leyfði okkur líka að smakka mismunandi vatn. Hún var með tvær flöskur sem voru merktar með 1 og 2. Þegar við vorum búin að smakka úr báðum flöskunum og allir vour sammála að vatnið úr flösku 2 var betra sagði Elsa okkur að vatnið úr flösku 2 væri úr uppsprettu við Ingólfsfjall, en vatnið úr flösku 1 væri hveravatn.

Aukaefni:

Hér, hér og hér má sjá að íslenskt vatn er ertirsóknarvert!

Hér er grein um sundmannakláða í Landmannalaugum.

 Heimild fyrri myndar: http://www.icelandnaturally.com/media/article-images//large/waterdrop.jpeg

Heimild seinni myndar: http://multiply.com/mu/nantkai/image/2/photos/71/600×600/1/Iceland-Spring-009.jpg?et=t1L8RZf99zvw9xcfhJRVUg&nmid=360384702