Í þessum hlekk sem við vorum í vikuna 24 febrúar til 28 apríl var áheirslan lögð á Ísland.

Við fórum í jarðfræði Íslands og töluðum aðeins um jarðfræði jarðarinnar, einnig fórum við í lífríki Íslands og eðlisfræði sem tengist Íslandi.

Jarðfræði Íslands
Það sem tengist jarðvísindunum er veðurfræði, haffræði, jarðfræði, jarðefnafræði og jarðeðlisfræði.
Í kringum jörðina höfum við lofthjúp. Samsetnings ljofthjúps er nitur, súrefni, argon, ofl. Eðalloftegundir, óson, koldvíoxíð, vatn.
Lofthjúpur jarðar gegnir svipuðu hlutverki og glerið í gróðurhúsum. Hann hleypir greiðlega í gegnum sig sýnilegri sólargeislun en gleypir eða heldur inni miklum hluta varmageislunarinnar sem berst frá yfirborði jarðar. Þannig takmarkar lofthjúpurinn varmatap frá jörðunni. Þessi áhrif lofthjúpsins á hitastig og loftslag á jörðinni eru nefnd gróðurhúsaáhrif. Gróðurhúsaáhrif er ekki það sama og óson-lagið. Ósonlagið efur þrjár súrefnis sameindir. Óson lagið verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum. Óson lagið er í 20 til 30 kílómetra hæð. Talað er um að það sé gat á ósonlaginu.

Innræn öfl jarðarinnar eru hreyfingar á jörðinni, eða flekahreyfingar, eldvirkni, Jarðskjálftar og jarðhiti.
Útræn öfl jarðarinnar eru haf, vindar, ár, frost, jöklar, veðrun, rof og set.

Jörðin hefur verið til í margar aldir. Þær aldir eru upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld sem skiptist í tertíer og kvarter.

Bergtegundir jarðar eru storkuberg, setberg og myndbreytt berg.
Storkuberg er frumberg jarðar og myndast við storknun bergkviku.
Setberg er orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vinda.
Myndbreytt berg er orðið til þegar storkuberg eða setberg grófast undir fargi jarðlaga og pressast eða umkristallas, eða ef það bráðnar alveg upp mjög dúpt í iðrum jarðar.

Ísland er eiginlega allt úr blágríti. Ísland er mjög ungt lanf en elsta berg Íslands er rúmlega 1,5 millj. ára. Ísland er á þverhrygg og liggja flekaskilin í gegnum landið. Mikil hreyfing er á landinu vegna þess og þess vegnar eru eldgos og jarðskálftar nokkuð þekktir hér á landi. Möttulstrókurinn undir Íslandi virðist öflugasti möttulstrókur jarðar. Flekaskilin liggja á land á Reykjanesi og ganga þaðan um Þingvelli upp í Langjökul. Síðan ganga þau austur eftir mið-hálendinu í slitróttum bútum. Þar sameinast þau flekaskil sem liggja frá Heklu norður í Öxnafjörð. Ísland er á mörkum Evrópu og Ameríku en vegna þess að bil verður á þessum flekum þar sem þeir mætast ekki er sagt að við búum á hreppaflekanum sem er sérstakur fleki.

Lífríki Íslands.
Ísland er í kaldtempraðabeltinu, á milli kuldabetisins og tempraðabetlisins. Ísland er á mörkum barrskógarbeltisins og heimskautabeltisins. Í heimskautabeltinu er mikið um freðmýri.
Á Íslandi eru ekki strandhöf. Sjávarföllin við Ísland eru mikil. Austur-grænlenski straumurinn og goldtraumurinn blandast saman við Ísland. Strandlengjan okkar hér á Íslandi er mjög löng og með mikið af svo kölluðum leirum.
Sérstaða fyrir ísland í vatnalífríkinu er að þó að það sé ekki mjög fjölbreytt lífríki hér eru mörg afbrygði af tegundum.
Flóra Íslands inniheldur 490 tegundir af háplöntutegundum, sem eru fjölbreystar á Austfjörðum og Vestfjörðum. 600 mosategundir, 700 tegundir af fléttum(sambýli svepps og þörungs) og 2100 tegundir af sveppum.
Fána Íslands-smádýr inniheldur 1400 tegundir smádýra sem eru flest af evrópskum uppruna. Fána Íslands er þó tegundafá. 3/4 hluti af þessum 1400 tegundum eru skordýr. Önnur smádýr eru áttfætlur, kabbadýr, liðdýr, liðormar, flatormar og þráðormar.
Fána íslands-fuglar inniheldur 75 tegundir fugla sem verpa að jafnaði. Hér eru fáar tegundir er mjög margir fuglar.
Fána Íslands-spendýr inniheldur 8 tegundir af dýrum sem hafa öll verið flutt inn til landsins af manninum viljandi eða óviljandi nema refurinn. Hann er eina villta upprunalega þurrlendis spendýrið.

Eðlisfræði
Orku jarðar má rekja til sólarinnar. Orka eyðist aldrei hún breytir aðeins um form.
Þegar vatnsafl er virkjað er stöðuorku breytt í hreyfiorku. Fallhæð og þungi vatnsins er notaður til að snúa túrbínum og framleiða rafmagn. Meiri fallhæð og meira vatnsmagn gefa meira afl.
Uppistöðulón geyma orkuna. Helstu ókostirnir við uppitöðulónin eru að land fer á kaf í vatni, eyðing verður á gróðri, vatnsborðið sveiflast og fleria.
Við unnum verkefni í þessum kafla hlekksins þar sem við unnum tvö og tvö saman og áttum að kynna mögulega orku kosti framtíðarinnar. Ég vann með Júlíu og við kynntum vetni.
Vetni er frumefni sem hefur efnatáknið H. 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunnar er 0,9%vetni. Vetni er algengasta frumefnið í geiminum og vetni hefur verið notað í áratugi til þess að geimfarar geti drukkið vatni sem myndast í efnahvarfinu. Þegar vetni er búið til úr lind sem endurnýjast er framleiðska þess og notkun liður í umhverfisvænu ferli sem gengur í hring. Vetnisvæðingu á íslandi gæti verið lokið um 2030-2050. 2000 tonn á hverju ári hafa verið framleidd á Íslandi. Helstu kostirnir við vetnið er að það er vistvænt, mengar lítið og það þarf ekki stóra staði fyrir ferlið. Það sem eru hinsvegar gallarnir við vetni er að það er dýrt, í vetni er lakari orkunýting en í rafhlöðum, það er flókið ferli sem þarf að vinna að og ef maður á vetnisbíl er aðeins hægt að filla hann á höfuðborgarsvæðinu.
Þessum kynningum byrjuðum við á seinasta mánudag (28.apríl) og við klárum þær líklega næsta mánudag (5.maí).

Fréttir
Ísjaki á stærð við Chicago

Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafinu

Myrtur vegna sambands við stúlku af æðri stétt

vetniÁ þessari mynd má sjá hringrás vetnisins.

Leave a comment

Í þessum hlekk lærðum við um rafmagn og orku og fleira.
Við fengum glærur og unnum á stöðvum í stöðvavinnu.

Það sem ég lærði í þeim hlekk var:
Myndir orkunnar eru 6, Stöðuorka, hreyfiorka, efnaorka, kjarnorka og rafsegulorka.
Spenna er mæld í voltum (V) , Straumur er mældur í amper (I), Viðnám er mældur í óm (R) og Afl er mælt í vöttum (W).
Óm (það sem viðnám er mælt í) er lögmál Ohms sem er: I=V/R, Vött=volt*amper.
Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut.
Til að koma rafeindum af stað þarf orku. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreifa rafeind.
Rafstraumur er streymi rafeinda eftir vír. Fjöldi rafeinda sem fer um vír á ákveðnum tíma. Því fleiri rafeindir, því hærri straumur.
Viðnám er mótstaða efnis gegn streymi rafmagns. Efni hafa mismikið viðnám
Jafnstraumur er þegar rafeindir hreyfast alltaf í sömu stefnu. Dæmi um jafnstraum er t.d. í rafhlöðum og rafgeymum.
Riðstraumur er þegar stefna rafeinda breytist reglulega. Dæmi um riðstraum er t.d. rafmagn á heimilum.
Raðtenging er þegar rafeindir komast aðeins eina leið. Ef einn hlekkur í tengingunni rofnar opnast öll straumrásin.
Hliðtenging er þegar rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir. Þó að einn hlekkurinn rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar.
Vör er öryggi í raflögnum. Það eru til tvær tegundir af þessu öryggi, en það er bræðivör, sem hefur silfurþráð sem bræðist í sundur og slær út öllu rafmagni ef of mikið álag er á raflögninni, og svo er líka til sjálfsvör sem opnar straumrásina ef of mikill straumur fer um hana. Sjálfvör er algengust í dag.
Rafhlöður hafa já-skaut og nei-skaut. Í rafhlöðum er efnaorka úr efnahvörfum breytt í raforku. Spenna milli já- og nei- skautanna ýtir rafeindunum af stað.
Rafgeymar mynda meiri spennu en rafhlöður. Bæði skautin í rafgeymum eru gerð úr blýi og það er hægt að endurhlaða þá.

Í lokin á þessum hlekk tókum við stórt heimapróf sem var frekar þungt.

Leave a comment

Vísindavakan er löngu búin og ég er ekki fyrirmyndar nemandi og gleymdi að blogga en núna loksins kemur mitt blogg.

Á vísindavökunni vann ég með Stefaníu og Sesselju. Við vildum gera einhverja skemmtilega tilraun og skoðuðum mikið, á endanum völdum við að  við ætluðum að sprengja melónu með póstteygjum, eða athuga hvort við gætum það.

Það sem þurfti í þá tilraun var melóna, póstteygjur, málband, hlífðargleraugu og hjálmar.
Við byrjuðum á því að mæla ummál melónunnar og síðan byrjuðum við að setja póstteygjur utan um hana. Með vissu millibili mældum við ummál melónunnar aftur og það kom í ljós að ummál hennar hafði minkað. Eftir langa og erfiða bið var loksins komið að því. Við vorum farnar að vonast til að melónan myndi springa þegar það loksins gerðist, og okkur brá ekkert smá mikið. Eftir að við vorum búnar að ná okkur niður, af hlátrinum og sjokkinu, fórum við inn og fórum að vinna í myndbandinu sem við tókum upp við þetta.
Því miður klikkaðist eitthvað við myndbandið og hljóðið datt útaf því þegar það var búið að vera inna Youtube í einhverntíma, en við náðum samt að sýna það.
Þetta verkefni fannst mér mjög skemmtilegt að vinna og ég á eftir að sakna svona verkefna. Ég var mjög áhugasöm og vann nokkuð vel. Okkur fannst við hafa staðið okkur vel og vorum sáttar með þetta verkefni.

Hér er myndbandið, án hljóðs :(

Leave a comment
 1. Guðmundur Kjartansson. Árið 1960
 2. Jarðfræðikort sýna aldur og gerð þeirra jarðlaga sem Ísland er gert úr ásamt atriðum sem tengjast uppbyggingu landsins s.s. gígum og brotalínum auk annarra þátta s.s. jarðhita, steingervinga, halla og fl.
 3. Guli táknar súrt gosberg og fjólublái táknar basísk og ísúr hraun.
 4. Steind er efnisleitt, fast efni með ákveðna efnasamsetningu og skipulega röðun frumeinda, yfurleitt myndað í ólífrænu ferli. Steindir má flokka á ýmsa vegu. Þannig má skipta steindum í frumsteindir og síðsteindir.
 5. Cavansít.
 6. Surtsey, syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanun, myndaðist við eldgos 1963-1967. Sprengigos einkenndu Surtseyjarelda fyrst í stað og mikið magn af gjósku (gosösku) myndaðist, en síðan tóku við hraungos.
 7. Berg flokkast í þrjá megin hópa, storkuberg, setberg og myndbreytt berg.
 8. Storkuberg.
 9. Jarðfræðilegar minjar (geosite) eða jarðminjar eru myndanir sem eru á einhvern hátt sérstakar eða aðgreinanlegar vegna aldurs, efnasamsetnignar o.fl.
 10. Fjölbreytni og fágæti, stærð, samfella og tengsl við myndunarhátt eða myndunarsögu, sjónrænt gildi og fegurð.
 • Alþjóðlegt mikilvægi s.s. upplýsingagildi, vísinda- og rannsóknargildi.
 • Fágætt dæmi um jarðfræðilega myndun, atburð eða tímabil.
 • Gildi vegna umhverfisbreytinga og loftslagssögu.
 • Gildi vegna þróunar lífsins.
 • Menningargildi, t.d. vegna trúar eða sögu.
Leave a comment

image

Leave a comment

Á mánudaginn fórum við yfir glærur og reiknuðum ýmis dæmi. Við lærðum um lögmál Ohms. Rafstraumur á vír er jafn spennunni deilt með viðnáminu. Rafstraumur= spenna/viðnámi eða I = V / R

Á fimmtudaginn var stöðvavinna sem má lesa um í seinustu blogg færslu!

Leave a comment

Stöðvavinna fimmtudaginn 30 janúar.

Stöð 1. Fyrsta stöðin sem ég fór á var phet forrit. Þar var ég að skoða hringrás batterís. Ég gat ráðið hvað voru mörg volt og hversu mikið af kúlum voru á hreyfingu.
Næst fór ég í annað forrit þar sem var peysa sem var með plús og mínus hleðslu. Síðan nuddaði ég blöðru við peysuna og þá fóru mínusarnir í blöðruna. Síðan tók ég blöðruna frá en hún fór aftur að peysunni vegna þess að plús og mínus vilja vera saman. Ég prófaði líka að hafa tvær blöðrur og þegar það var lítil hleðsla í annari blöðrnunni fór hún ekki að peysunni ef hún var komin langt frá.

Stöð 2. Á stöð tvö var ég í leik frá BBC. Þar átti ég að setja vír, korktappa, batterí, krónu, krít, gúmmí, lykil eða ljósaperu. Maður átti að reyna að láta kveikna á ljósaperu. Síðan gat maður sett aðra ljósaperu og þá dofnaði ljósið.

Ég fór næst á stöð þar sem ég var að leika mér að búa til straumrásir. Mér fannst mjög gaman að fikta við það. Fyrst vissi ég ekkert hvað ég var að gera en ég hélt bara áfram að fikta og svo allt í einu kveiknaði á perunni og ég var mjög glöð og hélt áfram að fikta við þetta. Ég vildi ekki hætta í þessu og var að þessu það sem eftir var að tímanum. Ég prófaði að raðtengja og sá þá að ef ein peran rofnaði þá slokknaðist líka á hinni. Ég prófaði líka að hliðartengja og þá sá ég að ég gat skrúfað eina peruna úr en hin per

 

 

 

Leave a comment

Á mánudaginn kláruðum við hlekkinn. Við töluðum um það sem við lærðum og í seinni tímanum fórum við í alías með orðum tengdum hlekknum.

Á fimmtudaginn vorum við í stöðuvavinnu og unnum með þurrís. Ég vann með Selmu á stöðvunum.

Þurrís:
Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð með því að fella þrýsting og hitastig við stjórnaðar aðstæður. Þetta breytist fljótandi koldíoxíði í hreinan, hvítan koldíoxíð snjó. Það er hægt að þjappa snjónum saman í kubba eða perlur.
Við eina loftþrýstings einingu er hiti þurrís -79°C. Þegar hitastigið eykst breytist þurrísinn beint í gas án þess að breytast í vökva.
Þurrís hefur marga eiginleika. Hann er bragð- og lyktarlaus og hann skilur ekki eftir sig leifar, vegna þurrgufunar. Þurrís er laus við gerla og sýkla og er ekki eitraður. Þurrís er ekki eldfimur og það er mjög auðvelt að meðhöndla hann vegna þess að þurrgufa hans er þyngri en andrúmsloftið. Þurrís þarf ekki rafmagn þegar hann er notaður til þess að kæla eitthvað og han kælri þrisvar sinnum meira en vatnsís
Þurrís er notaður á marga vegu við kælingu á mjólkurvörum, kjöti, frystivörum og öðrum matvælum á meðan á flutningi stendur. Hann er líka notaður sem kæliefni í ýmsum iðnaðarferlum t.d. mölun á hitaviðkvæmum efnum, skreppsamsettningu tengja og undirþrýstings átöppun með kælingu. Þurrísperlur eru notaðar í blásturshreinsun á ýmsum vélum og tækjabúnaði. Það er líka hægt að nota þurrís til að búa til þoku til að ná fram leikrænum áhrifum.

Þurrís í blöðru:

Efni og áhöld: Þurrís, blaðra, töng.
Framkvæmd: Einn þurrís kubbur er settur ofaní blöðru með töng og síðan er bundið fyrir blöðruna.
Niðurstöður: Þegar við vorum búinar að loka blöðrunni fór hún að blásast út hægt og rólega. Blaðran blés út vegna þess að koldvíoxíð í þurrísnum breytist í gas. Blaðran var þyngri en önnur blaðra sem var blásið í súrefni. Það er vegna þess að koldvíoxíð í þurrísnum er eðlis þyngra en súrefnið.
þurrisogblaðra

Sápuband og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, sápa, heitt vatn, band, glas
Framkvæmd: Þurrís settur í glas og heitu vatni hellt útí glasið. Sápa sett á blautt þykkt band og bandinu er strokið yfir glasið.
Niðurstöður: Við vorum í svolitlum vandræðum með þessa tilraun en okkur tókst ekki að framkvæma hana allveg. Það sem átti að gerast var að það átti að myndast loftbóla yfir glasinu sem átti að stækka þangað til að hún myndi springa. Okkur tókst ekki að ná að gera loftbólu yfir allt glasið en það kom smá loftbóla á glasið en hún náði ekki alla leið yfir. Loftbólan myndast vegna þess að sápan helst saman og myndar einskonar loftbólu sem stækkar vegna þess að koldvíoxið stækkar hana.
þurrisogsapuband1
þurrisogsapubandÞað var komin of mikil sápa í glasið okkar svo að það fór að flæða sápubúblum…

Matarlitur og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, heitt vatn, matarlitur, glas
Framkvæmd: Þurrís er settur í glas og heitu vatni helt útí. Rauður matarlitur er settur útí.
Niðurstöður: Matarliturinn blandaðist mjög hratt við vatnið sem var á mikilli hreyfingu. Gufan breytti ekki um lit.
þurrisogmatarliturþurrisogmatarlitur1

Heitt vatn og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, heit vatn, glas
Framkvæmd: Þurrís er settur í glas og heitu vatni helt útí.
Niðurstöður: Þegar heita vatnið blandaðist við þurrísinn kemur svo mikil hreyfing á sameindirnar að gufan flæðir útum allt.
þurrisogheittvatn þurris1

Eldur og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, sprittkerti, eldspítur, eldspítustokkur, skál
Framkvæmd: Þurrísinn er settur í skál og eitt sprittkerti líka. Næst er kveikt á eldspítu og reynt að kveikja á kertinu ofaní skálinni.
Niðurstöður: Þegar við vorum búnar að kveikja á eldspítunni og settum hana ofaní skálina og ætluðum að kveikja á kertinu slökknaðist á eldspítunni. Við reyndum nokkrum sinnum en okkur tókst aldrei að kveikja á kertinu. Það slokknar altaf á kertinu vegna þess að það er ekkert súrefni í þurrísnum og eldurinn þarf súrefni til þess að geta logað.

Heitt og kalt vatn, þurrís og blaðra

Efni og áhöld: Þurrís, heitt vatn, kalt vatn, blöðrur, mæliglös, glasahaldari, glös
Framkvæmd: 
Þurrís er settur í tvö mæliglös og heitu vatni helt í annað mæliglasið og köldu í hitt. Síðan eru blöðrur settar utan um mæliglösin.
Niðurstöður: Þegar blöðrurnar voru komnar á sáum við að blaðran sem var yfir mæliglasinu með heita vatninu í blés hraðar upp. Það er vegna þess að í því mæliglasi eru sameindirnar á meiri hreyfingu.þurrisogheittogkaltGrænablaðran er yfir heita vatninu og rauða blaðran kalda.

Heimild af texta um þurrís

Þetta var seinasta bloggið á þessu ári! Gleðileg jól og farsælt komandi ár! 😀

Leave a comment

Á mánudaginn var Gyða ekki í skólanum og við horfðum á danska mynd.

Á fimmtudaginn byrjuðum við tíman á að skoða blogg, spjalla og skoða fréttir. Í seinni tímanum tóku þær sem áttu eftir að taka könnunina könnunina. Á meðan var ég í efnafræði leikjum í ipadinum. Það var mjög gaman og sérstaklega í einum leik þar sem maður átti að raða efnunum inní lotukerfið og maður var að keppa við tímann. Ég var ekki að fara að hætta í þessum leik og ekki Sesselja heldur, við vorum allveg límdar við leikinn haha :) Þegar allar stelpurnar voru búnar með prófið var tíminn búinn.

Helíum

Helíum er eðalgastegund sem er bragð, lyktar og lit laus. Helíum er annað léttasta frumefnið. Helíum leysist ekki upp í vatni og sprengist ekki né brennur. Helíum er kaldasti þekti vökvinn en það er -269°C. Það er erfitt að fá helíum vegna þess að það er unnið úr jarðgasi sem hefur aðeins 1-7% af helíum og þannig uppsprettur er að finna á fáum stöðum. Helíum er mest notað í vinnslu sem nýtir kuldann, óvirknina eða hve létt það er. Sem kæliefni er helíum notað í rannsóknir, segulómmyndatökur og ýmsa greiningar- eða framleiðsluferla. Helíum er líka notuð við suðu, skurð eða lasertækni. Það er einnig notað við köfun, lekaleit og í blöðrur eru eiginleikar helíums nýttir. Helíum hefur efnatáknið He.

Heimild:

Vetni

Vetni er frumefni sem hefur efnatáknið H. Sætistala vetnis er 1 og það er léttasta frumefnið. Þegar vetni binst súrefni myndar það vatn sem er táknað H2O. Eingöngu 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunnar eru 0,9% vetni, að mestu bundið í efnasamböndum. Vetni er algengasta frumefnið í geimnum.

Heimild

Helíum rödd

Leave a comment

Á mánudaginn fórum við í stutta könnun. Í henni áttum við að stilla efnajöfnur og svara krossaspurningum.

Á fimmtudaginn gerðum við sýrustigs tilraun. Við vorum þrjár eða tvær saman í hópum og ég gerði tilraunina með Selmu. Við eigum að vinna skýrslu úr þessari tilraun og hún kemur inná bloggið þegar hún verður tilbúin.

Hvað er sýra?

Sýra eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því sterkari sem sýran er því meria af H+ því rammari.

Hvað er basi?

Basar eru efni sem geta tekið til sín H+ í vatnslausn.

Hvað er jón?

Jón er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu. Jákvætt hlaðin jón hefur færri rafeindir en róteindir. Neikvætt hlaðin jón hefur fleiri rafeindir en róteindir. Plús eða mínus gefur til kynna hleðslu og fjölda gefnar eða teknar. Jónir taka eða gef róteindir.

Hvað er sýrustig?

Sýrustig er stirkur af jónum í vökva. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar lausnirnar eru. Sýrustig ákvarðast af fjölda hlaðinna vetnisjóna, H+, í vatnslausninni.

Á þessari mynd sést nánast það sem við gerðum í okkar tilraun. En við settum spjöld ofaní vökva og áttum að greina pH gildi þess og ákvarða hvaða efni þetta væri og hvort það væri basíst eða súrt.
nátttilraun

Heimild af mynd

Heimild af texta og glósur frá kennara.

Leave a comment