Á mánudaginn var ég ekki í fyrri tímanum en í honum var Gyða að fara yfir áheyrslur fyrir próf sem var á fimmtudaginn uppúr 1,2 og 3 kafla. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og blogguðum eða undirbjuggum okkur fyrir prófið með því að taka sjálfspróf á netinu.

Á fimmtudaginn var svo prófið. Ég hélt að mér hefði gengið miklu verr en mér gekk sem er gott. Í seinni tímanum fengum við nýtt hugtakakort. Við erum enþá í hlekk 1 en erum núna að fara að fjalla um erfðafræði. Gyða rifjaði aðeins upp með okkur um erfðafræðina, sérstaklega um frumur.

 • Við rifjuðum upp:
  Frumuveggur, safabóla og grænukorn eru einkenni plöntufrumu
  Heilkjörnungar hafa fastann kjarna
  Dreifkjörnungar hafa ekki fastann kjarna og er erfðaefninu dreyft
 • Hvað er erfðafræði?
  Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma
  Erfðafræði tengist t.d. frumulíffræði, þroskunarfræði og þróunarfræði
  Erfðafræði nýtist í flokkunarfræði
 • Gregor Mendel er kallaður faðir efnafræðinnar
  Hann var munkur sem gerði tilraunir með ræktun baunagrasa

Tígrishvolpur

Fæddist með auka höfuðkúpu

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *