Á mánudaginn fór Gyða yfir fullt af glærum og við lærðum mjög mikið nýtt. Við lærðum um ríkjandi og víkjandi gen, arfheinn og arfblendinn, reitatöfluna, svipgerð og afgerð og líka um DNA, gen og litninga.

Ríkjandi gen eru táknuð með stórum staf.
Víkjandi ger eru táknuð með litlum staf.
Arfhreinn þýðir að hafa báða stafina litla eða báða stafina stóra (HH, hh).
Arfblendinn er ef maður er með einn lítinn staf og einn stórann (Hh).
Ef að foreldrar sem er bæði hávaxin (HH) geta þau bara eignast hávaxin börn (HH).
Ef mamman er arfblendin (Hh) en pabbinn arfhreinn (HH) þá verður barnið hávaxið vegna þess að stórt H er ríkjandi.
Lávaxnir forledrar (hh) geta bara eignast lávaxin börn (hh).
Svipgerð er það sem við sjáum.
Arfgerð eru bókstafirnir.
DNA er grunnefni erfða og geymir allar upplýsingar um okkur
Gen sitja á litningum, gen og DNA raðast saman.
Við höfum 46 litninga í okkur og 23 litningapör.

Í seinni tímanum fengum við verkefni teingd því sem við vorum að læra.

Á fimmtudaginn vorum við að krifja rottu. Ég var með Selmu og Andreu í því. Við fengum hvíta tilraunarottu og áttum að mæla hana fyrst á alla kanta og síðan áttum við að krifja hana. Ég vildi ekkert snerta hana svo ég horfði bara á og tók myndir. Rottur eru mjög líkar okkur að innan, nema bara miklu minni náttúrulega. Við skoðuðum líffærin vel og komumst að ýmsu sem ég vissi ekki áður en við fórum að krifja rottuna. Ég vissi t.d. ekki að lifrin væru stærsta líffærið og að þarmarnir væru svona rosalega langir. Við tókum þarmana og greiddum úr þeim og þeir voru öruglega svona 1,5 metri.
Ég var ekki viss hvort ég gæti verið með að krifja en ég var mjög ánægð með það að hafa fylgst með þessu.

Rottan

krufning15

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *