Á mánudaginn fórum við í stutta könnun. Í henni áttum við að stilla efnajöfnur og svara krossaspurningum.

Á fimmtudaginn gerðum við sýrustigs tilraun. Við vorum þrjár eða tvær saman í hópum og ég gerði tilraunina með Selmu. Við eigum að vinna skýrslu úr þessari tilraun og hún kemur inná bloggið þegar hún verður tilbúin.

Hvað er sýra?

Sýra eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því sterkari sem sýran er því meria af H+ því rammari.

Hvað er basi?

Basar eru efni sem geta tekið til sín H+ í vatnslausn.

Hvað er jón?

Jón er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu. Jákvætt hlaðin jón hefur færri rafeindir en róteindir. Neikvætt hlaðin jón hefur fleiri rafeindir en róteindir. Plús eða mínus gefur til kynna hleðslu og fjölda gefnar eða teknar. Jónir taka eða gef róteindir.

Hvað er sýrustig?

Sýrustig er stirkur af jónum í vökva. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar lausnirnar eru. Sýrustig ákvarðast af fjölda hlaðinna vetnisjóna, H+, í vatnslausninni.

Á þessari mynd sést nánast það sem við gerðum í okkar tilraun. En við settum spjöld ofaní vökva og áttum að greina pH gildi þess og ákvarða hvaða efni þetta væri og hvort það væri basíst eða súrt.
nátttilraun

Heimild af mynd

Heimild af texta og glósur frá kennara.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *