Á mánudaginn var Gyða ekki í skólanum og við horfðum á danska mynd.

Á fimmtudaginn byrjuðum við tíman á að skoða blogg, spjalla og skoða fréttir. Í seinni tímanum tóku þær sem áttu eftir að taka könnunina könnunina. Á meðan var ég í efnafræði leikjum í ipadinum. Það var mjög gaman og sérstaklega í einum leik þar sem maður átti að raða efnunum inní lotukerfið og maður var að keppa við tímann. Ég var ekki að fara að hætta í þessum leik og ekki Sesselja heldur, við vorum allveg límdar við leikinn haha :) Þegar allar stelpurnar voru búnar með prófið var tíminn búinn.

Helíum

Helíum er eðalgastegund sem er bragð, lyktar og lit laus. Helíum er annað léttasta frumefnið. Helíum leysist ekki upp í vatni og sprengist ekki né brennur. Helíum er kaldasti þekti vökvinn en það er -269°C. Það er erfitt að fá helíum vegna þess að það er unnið úr jarðgasi sem hefur aðeins 1-7% af helíum og þannig uppsprettur er að finna á fáum stöðum. Helíum er mest notað í vinnslu sem nýtir kuldann, óvirknina eða hve létt það er. Sem kæliefni er helíum notað í rannsóknir, segulómmyndatökur og ýmsa greiningar- eða framleiðsluferla. Helíum er líka notuð við suðu, skurð eða lasertækni. Það er einnig notað við köfun, lekaleit og í blöðrur eru eiginleikar helíums nýttir. Helíum hefur efnatáknið He.

Heimild:

Vetni

Vetni er frumefni sem hefur efnatáknið H. Sætistala vetnis er 1 og það er léttasta frumefnið. Þegar vetni binst súrefni myndar það vatn sem er táknað H2O. Eingöngu 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunnar eru 0,9% vetni, að mestu bundið í efnasamböndum. Vetni er algengasta frumefnið í geimnum.

Heimild

Helíum rödd

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *