Á mánudaginn kláruðum við hlekkinn. Við töluðum um það sem við lærðum og í seinni tímanum fórum við í alías með orðum tengdum hlekknum.

Á fimmtudaginn vorum við í stöðuvavinnu og unnum með þurrís. Ég vann með Selmu á stöðvunum.

Þurrís:
Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíð með því að fella þrýsting og hitastig við stjórnaðar aðstæður. Þetta breytist fljótandi koldíoxíði í hreinan, hvítan koldíoxíð snjó. Það er hægt að þjappa snjónum saman í kubba eða perlur.
Við eina loftþrýstings einingu er hiti þurrís -79°C. Þegar hitastigið eykst breytist þurrísinn beint í gas án þess að breytast í vökva.
Þurrís hefur marga eiginleika. Hann er bragð- og lyktarlaus og hann skilur ekki eftir sig leifar, vegna þurrgufunar. Þurrís er laus við gerla og sýkla og er ekki eitraður. Þurrís er ekki eldfimur og það er mjög auðvelt að meðhöndla hann vegna þess að þurrgufa hans er þyngri en andrúmsloftið. Þurrís þarf ekki rafmagn þegar hann er notaður til þess að kæla eitthvað og han kælri þrisvar sinnum meira en vatnsís
Þurrís er notaður á marga vegu við kælingu á mjólkurvörum, kjöti, frystivörum og öðrum matvælum á meðan á flutningi stendur. Hann er líka notaður sem kæliefni í ýmsum iðnaðarferlum t.d. mölun á hitaviðkvæmum efnum, skreppsamsettningu tengja og undirþrýstings átöppun með kælingu. Þurrísperlur eru notaðar í blásturshreinsun á ýmsum vélum og tækjabúnaði. Það er líka hægt að nota þurrís til að búa til þoku til að ná fram leikrænum áhrifum.

Þurrís í blöðru:

Efni og áhöld: Þurrís, blaðra, töng.
Framkvæmd: Einn þurrís kubbur er settur ofaní blöðru með töng og síðan er bundið fyrir blöðruna.
Niðurstöður: Þegar við vorum búinar að loka blöðrunni fór hún að blásast út hægt og rólega. Blaðran blés út vegna þess að koldvíoxíð í þurrísnum breytist í gas. Blaðran var þyngri en önnur blaðra sem var blásið í súrefni. Það er vegna þess að koldvíoxíð í þurrísnum er eðlis þyngra en súrefnið.
þurrisogblaðra

Sápuband og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, sápa, heitt vatn, band, glas
Framkvæmd: Þurrís settur í glas og heitu vatni hellt útí glasið. Sápa sett á blautt þykkt band og bandinu er strokið yfir glasið.
Niðurstöður: Við vorum í svolitlum vandræðum með þessa tilraun en okkur tókst ekki að framkvæma hana allveg. Það sem átti að gerast var að það átti að myndast loftbóla yfir glasinu sem átti að stækka þangað til að hún myndi springa. Okkur tókst ekki að ná að gera loftbólu yfir allt glasið en það kom smá loftbóla á glasið en hún náði ekki alla leið yfir. Loftbólan myndast vegna þess að sápan helst saman og myndar einskonar loftbólu sem stækkar vegna þess að koldvíoxið stækkar hana.
þurrisogsapuband1
þurrisogsapubandÞað var komin of mikil sápa í glasið okkar svo að það fór að flæða sápubúblum…

Matarlitur og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, heitt vatn, matarlitur, glas
Framkvæmd: Þurrís er settur í glas og heitu vatni helt útí. Rauður matarlitur er settur útí.
Niðurstöður: Matarliturinn blandaðist mjög hratt við vatnið sem var á mikilli hreyfingu. Gufan breytti ekki um lit.
þurrisogmatarliturþurrisogmatarlitur1

Heitt vatn og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, heit vatn, glas
Framkvæmd: Þurrís er settur í glas og heitu vatni helt útí.
Niðurstöður: Þegar heita vatnið blandaðist við þurrísinn kemur svo mikil hreyfing á sameindirnar að gufan flæðir útum allt.
þurrisogheittvatn þurris1

Eldur og þurrís:

Efni og áhöld: Þurrís, sprittkerti, eldspítur, eldspítustokkur, skál
Framkvæmd: Þurrísinn er settur í skál og eitt sprittkerti líka. Næst er kveikt á eldspítu og reynt að kveikja á kertinu ofaní skálinni.
Niðurstöður: Þegar við vorum búnar að kveikja á eldspítunni og settum hana ofaní skálina og ætluðum að kveikja á kertinu slökknaðist á eldspítunni. Við reyndum nokkrum sinnum en okkur tókst aldrei að kveikja á kertinu. Það slokknar altaf á kertinu vegna þess að það er ekkert súrefni í þurrísnum og eldurinn þarf súrefni til þess að geta logað.

Heitt og kalt vatn, þurrís og blaðra

Efni og áhöld: Þurrís, heitt vatn, kalt vatn, blöðrur, mæliglös, glasahaldari, glös
Framkvæmd: 
Þurrís er settur í tvö mæliglös og heitu vatni helt í annað mæliglasið og köldu í hitt. Síðan eru blöðrur settar utan um mæliglösin.
Niðurstöður: Þegar blöðrurnar voru komnar á sáum við að blaðran sem var yfir mæliglasinu með heita vatninu í blés hraðar upp. Það er vegna þess að í því mæliglasi eru sameindirnar á meiri hreyfingu.þurrisogheittogkaltGrænablaðran er yfir heita vatninu og rauða blaðran kalda.

Heimild af texta um þurrís

Þetta var seinasta bloggið á þessu ári! Gleðileg jól og farsælt komandi ár! 😀

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *