Í þessum hlekk lærðum við um rafmagn og orku og fleira.
Við fengum glærur og unnum á stöðvum í stöðvavinnu.

Það sem ég lærði í þeim hlekk var:
Myndir orkunnar eru 6, Stöðuorka, hreyfiorka, efnaorka, kjarnorka og rafsegulorka.
Spenna er mæld í voltum (V) , Straumur er mældur í amper (I), Viðnám er mældur í óm (R) og Afl er mælt í vöttum (W).
Óm (það sem viðnám er mælt í) er lögmál Ohms sem er: I=V/R, Vött=volt*amper.
Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut.
Til að koma rafeindum af stað þarf orku. Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreifa rafeind.
Rafstraumur er streymi rafeinda eftir vír. Fjöldi rafeinda sem fer um vír á ákveðnum tíma. Því fleiri rafeindir, því hærri straumur.
Viðnám er mótstaða efnis gegn streymi rafmagns. Efni hafa mismikið viðnám
Jafnstraumur er þegar rafeindir hreyfast alltaf í sömu stefnu. Dæmi um jafnstraum er t.d. í rafhlöðum og rafgeymum.
Riðstraumur er þegar stefna rafeinda breytist reglulega. Dæmi um riðstraum er t.d. rafmagn á heimilum.
Raðtenging er þegar rafeindir komast aðeins eina leið. Ef einn hlekkur í tengingunni rofnar opnast öll straumrásin.
Hliðtenging er þegar rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir. Þó að einn hlekkurinn rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar.
Vör er öryggi í raflögnum. Það eru til tvær tegundir af þessu öryggi, en það er bræðivör, sem hefur silfurþráð sem bræðist í sundur og slær út öllu rafmagni ef of mikið álag er á raflögninni, og svo er líka til sjálfsvör sem opnar straumrásina ef of mikill straumur fer um hana. Sjálfvör er algengust í dag.
Rafhlöður hafa já-skaut og nei-skaut. Í rafhlöðum er efnaorka úr efnahvörfum breytt í raforku. Spenna milli já- og nei- skautanna ýtir rafeindunum af stað.
Rafgeymar mynda meiri spennu en rafhlöður. Bæði skautin í rafgeymum eru gerð úr blýi og það er hægt að endurhlaða þá.

Í lokin á þessum hlekk tókum við stórt heimapróf sem var frekar þungt.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *