Vísindavakan er löngu búin og ég er ekki fyrirmyndar nemandi og gleymdi að blogga en núna loksins kemur mitt blogg.

Á vísindavökunni vann ég með Stefaníu og Sesselju. Við vildum gera einhverja skemmtilega tilraun og skoðuðum mikið, á endanum völdum við að  við ætluðum að sprengja melónu með póstteygjum, eða athuga hvort við gætum það.

Það sem þurfti í þá tilraun var melóna, póstteygjur, málband, hlífðargleraugu og hjálmar.
Við byrjuðum á því að mæla ummál melónunnar og síðan byrjuðum við að setja póstteygjur utan um hana. Með vissu millibili mældum við ummál melónunnar aftur og það kom í ljós að ummál hennar hafði minkað. Eftir langa og erfiða bið var loksins komið að því. Við vorum farnar að vonast til að melónan myndi springa þegar það loksins gerðist, og okkur brá ekkert smá mikið. Eftir að við vorum búnar að ná okkur niður, af hlátrinum og sjokkinu, fórum við inn og fórum að vinna í myndbandinu sem við tókum upp við þetta.
Því miður klikkaðist eitthvað við myndbandið og hljóðið datt útaf því þegar það var búið að vera inna Youtube í einhverntíma, en við náðum samt að sýna það.
Þetta verkefni fannst mér mjög skemmtilegt að vinna og ég á eftir að sakna svona verkefna. Ég var mjög áhugasöm og vann nokkuð vel. Okkur fannst við hafa staðið okkur vel og vorum sáttar með þetta verkefni.

Hér er myndbandið, án hljóðs :(

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *