Í þessum hlekk sem við vorum í vikuna 24 febrúar til 28 apríl var áheirslan lögð á Ísland.

Við fórum í jarðfræði Íslands og töluðum aðeins um jarðfræði jarðarinnar, einnig fórum við í lífríki Íslands og eðlisfræði sem tengist Íslandi.

Jarðfræði Íslands
Það sem tengist jarðvísindunum er veðurfræði, haffræði, jarðfræði, jarðefnafræði og jarðeðlisfræði.
Í kringum jörðina höfum við lofthjúp. Samsetnings ljofthjúps er nitur, súrefni, argon, ofl. Eðalloftegundir, óson, koldvíoxíð, vatn.
Lofthjúpur jarðar gegnir svipuðu hlutverki og glerið í gróðurhúsum. Hann hleypir greiðlega í gegnum sig sýnilegri sólargeislun en gleypir eða heldur inni miklum hluta varmageislunarinnar sem berst frá yfirborði jarðar. Þannig takmarkar lofthjúpurinn varmatap frá jörðunni. Þessi áhrif lofthjúpsins á hitastig og loftslag á jörðinni eru nefnd gróðurhúsaáhrif. Gróðurhúsaáhrif er ekki það sama og óson-lagið. Ósonlagið efur þrjár súrefnis sameindir. Óson lagið verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum. Óson lagið er í 20 til 30 kílómetra hæð. Talað er um að það sé gat á ósonlaginu.

Innræn öfl jarðarinnar eru hreyfingar á jörðinni, eða flekahreyfingar, eldvirkni, Jarðskjálftar og jarðhiti.
Útræn öfl jarðarinnar eru haf, vindar, ár, frost, jöklar, veðrun, rof og set.

Jörðin hefur verið til í margar aldir. Þær aldir eru upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld sem skiptist í tertíer og kvarter.

Bergtegundir jarðar eru storkuberg, setberg og myndbreytt berg.
Storkuberg er frumberg jarðar og myndast við storknun bergkviku.
Setberg er orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vinda.
Myndbreytt berg er orðið til þegar storkuberg eða setberg grófast undir fargi jarðlaga og pressast eða umkristallas, eða ef það bráðnar alveg upp mjög dúpt í iðrum jarðar.

Ísland er eiginlega allt úr blágríti. Ísland er mjög ungt lanf en elsta berg Íslands er rúmlega 1,5 millj. ára. Ísland er á þverhrygg og liggja flekaskilin í gegnum landið. Mikil hreyfing er á landinu vegna þess og þess vegnar eru eldgos og jarðskálftar nokkuð þekktir hér á landi. Möttulstrókurinn undir Íslandi virðist öflugasti möttulstrókur jarðar. Flekaskilin liggja á land á Reykjanesi og ganga þaðan um Þingvelli upp í Langjökul. Síðan ganga þau austur eftir mið-hálendinu í slitróttum bútum. Þar sameinast þau flekaskil sem liggja frá Heklu norður í Öxnafjörð. Ísland er á mörkum Evrópu og Ameríku en vegna þess að bil verður á þessum flekum þar sem þeir mætast ekki er sagt að við búum á hreppaflekanum sem er sérstakur fleki.

Lífríki Íslands.
Ísland er í kaldtempraðabeltinu, á milli kuldabetisins og tempraðabetlisins. Ísland er á mörkum barrskógarbeltisins og heimskautabeltisins. Í heimskautabeltinu er mikið um freðmýri.
Á Íslandi eru ekki strandhöf. Sjávarföllin við Ísland eru mikil. Austur-grænlenski straumurinn og goldtraumurinn blandast saman við Ísland. Strandlengjan okkar hér á Íslandi er mjög löng og með mikið af svo kölluðum leirum.
Sérstaða fyrir ísland í vatnalífríkinu er að þó að það sé ekki mjög fjölbreytt lífríki hér eru mörg afbrygði af tegundum.
Flóra Íslands inniheldur 490 tegundir af háplöntutegundum, sem eru fjölbreystar á Austfjörðum og Vestfjörðum. 600 mosategundir, 700 tegundir af fléttum(sambýli svepps og þörungs) og 2100 tegundir af sveppum.
Fána Íslands-smádýr inniheldur 1400 tegundir smádýra sem eru flest af evrópskum uppruna. Fána Íslands er þó tegundafá. 3/4 hluti af þessum 1400 tegundum eru skordýr. Önnur smádýr eru áttfætlur, kabbadýr, liðdýr, liðormar, flatormar og þráðormar.
Fána íslands-fuglar inniheldur 75 tegundir fugla sem verpa að jafnaði. Hér eru fáar tegundir er mjög margir fuglar.
Fána Íslands-spendýr inniheldur 8 tegundir af dýrum sem hafa öll verið flutt inn til landsins af manninum viljandi eða óviljandi nema refurinn. Hann er eina villta upprunalega þurrlendis spendýrið.

Eðlisfræði
Orku jarðar má rekja til sólarinnar. Orka eyðist aldrei hún breytir aðeins um form.
Þegar vatnsafl er virkjað er stöðuorku breytt í hreyfiorku. Fallhæð og þungi vatnsins er notaður til að snúa túrbínum og framleiða rafmagn. Meiri fallhæð og meira vatnsmagn gefa meira afl.
Uppistöðulón geyma orkuna. Helstu ókostirnir við uppitöðulónin eru að land fer á kaf í vatni, eyðing verður á gróðri, vatnsborðið sveiflast og fleria.
Við unnum verkefni í þessum kafla hlekksins þar sem við unnum tvö og tvö saman og áttum að kynna mögulega orku kosti framtíðarinnar. Ég vann með Júlíu og við kynntum vetni.
Vetni er frumefni sem hefur efnatáknið H. 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunnar er 0,9%vetni. Vetni er algengasta frumefnið í geiminum og vetni hefur verið notað í áratugi til þess að geimfarar geti drukkið vatni sem myndast í efnahvarfinu. Þegar vetni er búið til úr lind sem endurnýjast er framleiðska þess og notkun liður í umhverfisvænu ferli sem gengur í hring. Vetnisvæðingu á íslandi gæti verið lokið um 2030-2050. 2000 tonn á hverju ári hafa verið framleidd á Íslandi. Helstu kostirnir við vetnið er að það er vistvænt, mengar lítið og það þarf ekki stóra staði fyrir ferlið. Það sem eru hinsvegar gallarnir við vetni er að það er dýrt, í vetni er lakari orkunýting en í rafhlöðum, það er flókið ferli sem þarf að vinna að og ef maður á vetnisbíl er aðeins hægt að filla hann á höfuðborgarsvæðinu.
Þessum kynningum byrjuðum við á seinasta mánudag (28.apríl) og við klárum þær líklega næsta mánudag (5.maí).

Fréttir
Ísjaki á stærð við Chicago

Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafinu

Myrtur vegna sambands við stúlku af æðri stétt

vetniÁ þessari mynd má sjá hringrás vetnisins.

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *