Á mánudaginn var ekki tími vegna þess að við vorum í menningarferð í Reykjavík.

Á fimmtudaginn fengum við stelpurnar að fara í tíma en strákarnir misstu af tíma vegna þess að við vorum á skáld í skóla. Í tímanum skoðuðum við glærur og lærðum ýmislegt um efnafræðina.

 • Posted on 20. nóvember 2013
 • Written by kristin98
 • Categories: Náttúrufræði
Leave a comment

Á mánudaginn fór Gyða með okkur í smá erfðatækni og síðan fórum við í alías uppúr efninu sem við höfum verið að læra.

Á fimmtudaginn var könnun og eftir hana skoðuðum við fréttir og spjölluðum saman.
Prófið sem við fórum í var mjög samgjarnt og mér gekk bara vel í því.
Á fimmtudaginn kláraðist fyrsti hlekkurinn.

Í þessum fyrsta hlekk hef ég lært ýmislegt. Ég hef tildæmis lært ýmislegt um birkiskóga á Íslandi og mikið um erfðir. Þegar við byrjuðum fyrst að læra um erfðir þá skildi ég ekki neitt og hélt ég myndi aldrei skilja neitt í því að það kom og ég var farin að skilja þetta allt nokkuð vel. Við lærðum mjög mikið um erfðafræði í þessum hlekk. Við lærðum um tilraunir Mendels, gen og litninga, klónanir og margt fleira.

 

Leave a comment

Á mánudaginn var fyrirlestur um erfðir, aðaega kynbundnar erfðir og blóðflokka.

Vissir þú að…

…það er algengara að strákar séu með litblindu vegna þess að þeir eru ekki með tvo x litninga heldur einn x og einn y
…algengasti blóðflokkurinn á Íslandi er O-flokkur
…O-flokkurinn er víkjandi en A og B ríkjandi
…gen ákvarða blóðflokkana
…svipgerðir blóðflokkanna eru A,B,O og AB
…arfgerðirnar geta verið AA*, BB*, OO*, AO**, BO**, AB**
…hjá konum ríkir heilbrygða x-ið yfir hinu veika

*=arfhreinn
**=arfblendinn
O blóðflokkurÁ myndinni sést hlutfall í O blóðflokki í heiminum.

Á fimmtudaginn var Gyða ekki í skólanum en þá átti að vera stöðvavinna en við fórum ekki í hana.

Leave a comment

Á mánudaginn fór Gyða yfir fullt af glærum og við lærðum mjög mikið nýtt. Við lærðum um ríkjandi og víkjandi gen, arfheinn og arfblendinn, reitatöfluna, svipgerð og afgerð og líka um DNA, gen og litninga.

Ríkjandi gen eru táknuð með stórum staf.
Víkjandi ger eru táknuð með litlum staf.
Arfhreinn þýðir að hafa báða stafina litla eða báða stafina stóra (HH, hh).
Arfblendinn er ef maður er með einn lítinn staf og einn stórann (Hh).
Ef að foreldrar sem er bæði hávaxin (HH) geta þau bara eignast hávaxin börn (HH).
Ef mamman er arfblendin (Hh) en pabbinn arfhreinn (HH) þá verður barnið hávaxið vegna þess að stórt H er ríkjandi.
Lávaxnir forledrar (hh) geta bara eignast lávaxin börn (hh).
Svipgerð er það sem við sjáum.
Arfgerð eru bókstafirnir.
DNA er grunnefni erfða og geymir allar upplýsingar um okkur
Gen sitja á litningum, gen og DNA raðast saman.
Við höfum 46 litninga í okkur og 23 litningapör.

Í seinni tímanum fengum við verkefni teingd því sem við vorum að læra.

Á fimmtudaginn vorum við að krifja rottu. Ég var með Selmu og Andreu í því. Við fengum hvíta tilraunarottu og áttum að mæla hana fyrst á alla kanta og síðan áttum við að krifja hana. Ég vildi ekkert snerta hana svo ég horfði bara á og tók myndir. Rottur eru mjög líkar okkur að innan, nema bara miklu minni náttúrulega. Við skoðuðum líffærin vel og komumst að ýmsu sem ég vissi ekki áður en við fórum að krifja rottuna. Ég vissi t.d. ekki að lifrin væru stærsta líffærið og að þarmarnir væru svona rosalega langir. Við tókum þarmana og greiddum úr þeim og þeir voru öruglega svona 1,5 metri.
Ég var ekki viss hvort ég gæti verið með að krifja en ég var mjög ánægð með það að hafa fylgst með þessu.

Rottan

krufning15

Leave a comment

Á mánudaginn var ég ekki í fyrri tímanum en í honum var Gyða að fara yfir áheyrslur fyrir próf sem var á fimmtudaginn uppúr 1,2 og 3 kafla. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og blogguðum eða undirbjuggum okkur fyrir prófið með því að taka sjálfspróf á netinu.

Á fimmtudaginn var svo prófið. Ég hélt að mér hefði gengið miklu verr en mér gekk sem er gott. Í seinni tímanum fengum við nýtt hugtakakort. Við erum enþá í hlekk 1 en erum núna að fara að fjalla um erfðafræði. Gyða rifjaði aðeins upp með okkur um erfðafræðina, sérstaklega um frumur.

 • Við rifjuðum upp:
  Frumuveggur, safabóla og grænukorn eru einkenni plöntufrumu
  Heilkjörnungar hafa fastann kjarna
  Dreifkjörnungar hafa ekki fastann kjarna og er erfðaefninu dreyft
 • Hvað er erfðafræði?
  Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma
  Erfðafræði tengist t.d. frumulíffræði, þroskunarfræði og þróunarfræði
  Erfðafræði nýtist í flokkunarfræði
 • Gregor Mendel er kallaður faðir efnafræðinnar
  Hann var munkur sem gerði tilraunir með ræktun baunagrasa

Tígrishvolpur

Fæddist með auka höfuðkúpu

Leave a comment

Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru og við ræddum saman í byrjum tímans aðalega um birkitré. Í seinni tímanum fórum við út að týna birkifræ. Við vigtuðum fræin og við í 10.bekk unnum keppnina um það hver var með mest af fræum, við söfnuðum eitthvað í kringum 500gr. Þegar við komum inn horfðum við á myndband um gróðurhúsaáhrif.

birkifræÞetta er birkifræ eins og við týndum.

Á fimmtudaginn var plagat vinna. Ég var ekki í fyrri tímanum en í seinni tímanum var ég með Jóhönnu, Andreu og Selmu að vinna plagat um veðurfarsveiflur.
Veðurfarsveiflur eru miklar hérna á Íslandi. Mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi eru 38 gráður.

 • Posted on 23. september 2013
 • Written by kristin98
 • Categories: Náttúrufræði
Leave a comment

Á mánudaginn fórum við yfir mikilvæg hugtök og skrifuðum á hutakakortið. Við töluðum um viskerfi. Við ræddum sérstaklega um skóga á Íslandi.

 • Ísland er í barrskógarbeltinu
 • Birki og Víðir lifði af ísöldina
 • 1/4 af Íslandi var skógur eða um 25%
 • Núna er um 1% skógur
 • Upprunnalegur skógur er t.d. í Tungufellsdal
 • Menn skemmdu skógana með því að ryðja þá fyrir ræktunarland, höggva tré niður fyrir eldivið og útaf búfé
 • Annars var það líka eldgos og vindar sem skemmdu skógana
 • Birkitré verða 70-80 ára.

Á fimmtudaginn var ekki tími hjá stelpunum vegna rétta.

 • Posted on 18. september 2013
 • Written by kristin98
 • Categories: Náttúrufræði
Leave a comment

Í þessari viku byrjuðum við í náttúrufræði og fyrsti hlekkurinn sem við förum í heitir Maður og náttúra.

Á mánudaginn hittum við Gyðu og hún fór yfir það hvernig veturinn ætti að vera. Við fengum glærur og rifjuðum aðeins upp frá því í fyrra en við fórum lítið í glærurnar sem hún lét okkur fá. Í seinni tímannum fórum við í tölvurnar og blogguðum um viskerfið í Danmörku og á Íslandi og gerðum okkur grein fyrir muninum á þessum viskerfum.

Á fimmtudaginn var kynjaskift í tímunum. Við fórum hratt yfir glærurnar sem Gyða lét okkur fá á mánudaginn og fengum hugtakakort. Við byrjuðum að skrifa á hugtakakortið og rifjuðum upp frá því í fyrra. Við töluðum aðalega um vistkerfi og ljóstilífun og bruna.
Í seinni tímanum var stöðvavinna. Ég vann með Selmu. Við fórum á þrjár stöðvar.
Stöð 9 – Yrkjuvefurinn

 • Við skoðuðum mynd sem sýnir ljóstillífun í laufblaði
 • Við skoðuðum plöntulíffæri og lásum um frævun.
 • Við skoðuðum gerð trjáa
 • Við lásum um köngulinn
 • Köngull-þegar fræið þroskast þornar kvenblómið upp og verður að könglu en karlblómið visnar og deyr
 • Við lásum um laufblöð
 • Flest laufblöð skiftast í blaðfót, stilk og blöðku
 • Hlutverk laufblaðanna er að beysla orku sólarinnar og búa til næringu fyrir plöntuna,

Stöð 10: Litróf náttúrunnar kafli 1 – sjálfspróf

 • Við tókum sjálfsprófið og vorum með allt rétt þrátt fyrir að hafa giskað á sumt

Það sem við lærðum á sjálfsprófinu:

 • Varafrumur stjórna stærð loftauga og jafnframt útgufun vatns úr frumunum
 • Kartöflur innihalda mikinn mjölva
 • Bruni fer fram við 37°C
 • Maísplanta er dæmi um frumframleiðanda

Stöð 5 – Krossgáta

 • Á stöðinni gerðum við krossgátu um lífsnauðsynlegt efnaferli og áttum að fá út orð.

Það sem við lærðum á krossgátunni:

 • Uppsretta ljósorku er sólin
 • Koltvíoxið er nauðsynleg lofttegund
 • Varfrumur umlykja loftaugu
 • Blaðgrænan er grænt litarefni

Orðið sem kom var ljóstilífun.

Fréttir:

Útstreymi díoxíns dregst saman um 90%

Sendu ómannað geimfar til tunglsins

Heyra með munninum

 

 

Leave a comment

Vistkerfi
Skógar

Lífverur:
Ísland: Köngulær, fuglar, járnsmiðir, margfætlur, býflugur, geitungar, mýflugur, maríuhænur
Danmörk: Köngulær, fuglar, skógarmýtlar, vespur, dádýr, froskar, engisprettur, maurar, maríuhænur

Plöntur:
Ísland:
 Grenitré, Furur, Birki og fl. tegundir af trjám, Sóleyjar, Baldursbrár og fl. tegudir af blómum, mosi, gras
Danmörk: Stór tré, ávaxtatré, blóm, vatnagróður, gras,

Annað:
Ísland: 
 
Danmörk:
 Mikið af stöðuvötnum

Munurinn á millið vistkerfanna á Íslandi og í Danmörku er mjög mikill en samt er líka ýmislegt sameiginlegt.
Trén í Danmörku er miklu stærri og breiðari en á Íslandi en ég held að trén á Íslandi séu þéttari vaxin og þessvegna séu þau minni. Skordýrin eru öruglega miklu fleiri en á Íslandi og líka hættulegri. Gróðurinn held ég að sé ólíkur í þessum tveimur löndum en ég veit ekki afhverju.

 

Leave a comment

Í vetur höfum við verið í mannréttindafræðslu hjá Kolbrúnu.

Tímarnir voru fjölbreyttir. Við komum alltaf mjög seint í tímana og mjög oft fórum við bara að spjalla við hana fröken Haraldsdóttir.

Mér fannst skemmtilegast þegar við horfðum á myndina Bully sem fjallar um einelti í bandaríkjunum. Ég missti af einum tíma í myndinni eða það var allt í lagi. Mér fannst myndin bæði sorgleg og skemmtileg og fræðandi. Mér fannst allveg stórfurðulegt hvað skólayfirvöld tóku lítið á eineltinu og eiginlega bara ekki neitt. Mér fannst sorglegt að sjá allar fjölskyldurnar sem höfðu misst börnin sín vegna eineltis þjást svona mikið og einnig börnin sem lentu í eineltinu. Eftir að ég sá þessa mynd langaði mig að fara og knúsa alla sem eru lagðir í einelti.

Það sem mér fannst líka skemmtilegt var þegar við fórum í leik þar sem við áttum að draga manneskju t.d. einstæð móðir og atvinnulaus, skósmiður á eftirlaunum og fleira. Síðan las fröken Haraldsdóttir upp einhvað sem hægt var að gera t.d. fara í bíó í hverri viku, notað sjónvarp og síma og fleira. Þá áttum við að stíga eitt skref áfram ef við gætum gert það. Sumir voru búnir að taka öll skrefin sumir bara nokkur og aðrir eingin.

Í vetur fannst mér ég læra betur hvað mannréttindi eru og hvað mannréttinda brot eru alvarlegt mál.

Takk fyrir veturinn fröken Haraldsdóttir! :)

Leave a comment