Hugtak

mars 31st, 2016

Ég valdi mér hugtakið Umhverfi.

Umhverfi getur meint nokkra hluti eins og t.d hvernig útsýnið er þá segir maður stundum „vá hvað þetta er flott umhverfi „, það getur líka meint ef maður býr á góðum stað þá

alast maður upp í góðu umhverfi. Og ef maður vinnur á leiðinlegum stað vinnur maður í leiðinlegu umhverfi. Og umhverfi er skipt í þrjá flokka.

Félagslegt umhverfi, það er menningin sem hann býr í og stofnanir og fólk sem hann hefur samband við.

Manngert umhverfið, umhverfið sem mennirnir byggja.

Náttúru umhverfi, náttúran á jörðinni.

vika 4 hlekkur 5

febrúar 24th, 2016

Mánudagur

þá var venjulegur ánudagur og með vejulegum mánudag meina ég að það var fyrirlestur eins og á flestum mánudögum, í þetta sinn var hann um segulmagn. Og við fengum líka glósur eins og á flestum mánudögum. Svo var minnt okkur á að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja allt á hana. Svo var líka talað smá um heima prófið sem hún ætlaði að láta okkur hafa næsta mánudag.

Miðvikudagur

Þá byrjuðum við að horfa á gamla fræðslumynd um rafmagn og svoleiðis. Við fengum blað með fullt af spurningum sem við áttum að svara og svo komst það í ljós að Gyða þolir ekki þessa mynd henni finnst hún leiðinleg og ég get sammþykkt það. Þessi mynd var gömul og það þarf að endur gera myndina. En ég náði að svara flestum og svo fórum við yfir svörin og flestir voru með flest rétt en sumir gátu ekki svarað. Síðan var skoðað fréttir og blogg og talað um það.

 

Fimmtudagur

Þá var mjög skemmtilegur tími. Gyða gat ekki verið með okkur allan tímann svo hún setti okkur í hópa og leyfði okkur að fara út í þessu góða veðri og við áttum að taka fimm myndir af einhverjum hugtökum sem við vorum búin að læra í. Ég var með Filip og Eydísi í hóp og við tókum myndir og settum svo í loks tíma inná facebook.

 

Fréttir

Nasa þarf á konum að halda 

Nasa gefur út geim tónlist

 

 

 

 

 

Rafmagstafla

febrúar 22nd, 2016

1456178251614388271529

Þetta er rafmagstaflan heima hjá mér og þetta er allt um hana.

Rofar: þeir eru út af öryggis ástæðum og svo það er hægt að taka rafmagnið

létt af herbergjum bara með því að ýta á einn rofa. Svo er lekaliður og hann er

stóri grái rofinn og með honum getur maður tekið allt rafmagnið af húsinu.

Mælir: við erum líka með rafmagnsmæli sem mælir hve mikið rafmagn við notum og hvað á að rukka okkur mikið fyrir mánuðinn.

 

vika 3 hlekkur 5

febrúar 22nd, 2016

Mánudagur

þá byrjuðum við tímann á að tala aðeins um skíðaferðina. Svo var skoðað blogg og talað um það svo töluðum við líka smá um orku. Eftir það var skoðað áhugaverðar fréttir og líka fullt af flottum myndum sem aðrir nemendur höfðu sett inn. Svo var talað mikið um nýsköpunar keppnina og alla nemendur úr flúðaskóla sem höfðu tekið þátt í henni. Svo sýndi Gyða okkur myndband af körfubolta manni sem datt og rakst harkalega í auglýsinga spjöld og meiddist illa á hendi, við töluðum mikið um hvernig væri hægt að leysa þetta vandamál. Við skoðuðum líka flotta frétt um að Frakkar hafa bannað að henda mati og frekar gefa fátækum hann, og ef þeir sleppa að fara eftir þessari reglu geta þeir fengið allt að 2 ára dóm í fangelsi eða 10 milljóna króna sekt.

Miðvikudagur

þá var stöðvavinna sem var skemmtilegt og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Og þetta eru stöðvarnar sem ég fór á

4. Þá var ég með Nóa og við fórum á við vorum að byggja dót með rafmagni eins og í síðustu viku en þá var ég mjög lítið á henni svo ég ákvað að fara aftur í þetta sinn með Nóa og Halldóri Friðriki. Við byrjuðum á að gera viftuna til að skjóta einhverjum spaða upp en það vildi ekki virka og við prófuðum að skipta um öryggi en það virkaði ekki en svo sáum við vandan það vandaði einn kubb svo við settum hann í og þá virkaði þetta en spaðinn fór ekki upp í loftið.

21. Þá horfðum við á myndbönd um rafrásir og allt sem tengist því.

Vika 2 hlekkur 5

febrúar 15th, 2016

Mánudagur

Þá þegar við komum inn var hlaðið myndband um kall sem var að hjóla niður bratta brekku. Svo fengum við glósur og þeir sem voru ekki í síðasta tíma fengu hugtakakort og glósur. Svo fórum við í nearpod kynningu um orku og svo töluðum við um rafeind, róteind og nifteind. Svo kastaði Gyða á okkur spurningu og hún hljómaði svonan  “ afhverju er eldingarveður ekki algent á Íslandi „. Og hún var ekki mjög glöð þegar við vissum ekki svarið þannig spurningin kom í nearpod og ég og Sölvi svöruðum vitlaust en rétta svarið var svona. “ Eldingar þurfa hita og raka og á Íslandi er ekki mikill hiti. En þegar það kemur eldgos er hitinn og rakinn svo mikill að það koma fullt af eldingum „. En í öðrum löndum þarf ekki eldgos til að það kemur eldingar veður og þegar ég var í Danmörku í sex daga komu um 3 þrumu veður.

Miðvikudagur

Þá var stöðvavinna eins og flesta miðvikudaga sem var gott og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Og þetta voru stöðvarnar sem ég fór á.

15. Þá var ég að vinna í hugtaka korti og fór yfir glósur og punktaði allt það merkilega hjá mér.

14. Þá var ég að leika mér í ráfrása tilraunini en ég gerði ekkert mikið ég gerði aðeins eina litla ljósatilraun svo horfði ég á Matta og Halldór gera fleiri eins og gera lyftu og skjóta einhverjum spaða upp.

11. Þá las ég um rafmagn sov fór ég líka í bókina jörðina.

 

vika 1 hlekkur 5

febrúar 4th, 2016

Mánudagur

Þá var komið að því að skoða tilraunir hjá öllum hinum í B hóp. Allir gerðu myndbönd og einn hópurinn kom með árángurinn sem var mjólk sem var orðinn steinn og þeir gerðu líka eggja tilraun en eggið sprakk þannig þeir komu ekki með það. Svo var skoðað okkar myndband og mér fannst við standa okkur vel og náðum að svara öllum spurningum. Og hrósið mitt fer til Evu, Þórný og Heklu mér fannst myndbandið þeirra flott og smá fyndið. Tilraunin var vel gerð og þær svöruðu spurningum vel. Okkar myndband var um 8 mín og fékk góða dóma frá flestum.

 

Miðvikudaginn

Þá var ég ekki ég var hjá lækni. En í náttúrufræði þá var byrjað í nýjum hlekki sem er um orku, náttúru  og umhverfi. Gyða var með nearpod kynningu um rafmagn.

 

Fimmtudagur

Þá var tölvutími og allir fengu tækifæri til að leggja síðustu hönd á vísindarvöku bloggið. Og þegar maður var búinn mátti maður gera hvað sem maður vildi og þá ákvöðu flestir að fara lesa Englar alheimsins.

 

Fréttir

borðtennis út í geim

ræktuðu einhverfan apa

hákarl át frænda sinn

 

 

Vísindarvaka

janúar 28th, 2016

FIMMTUDAGUR 14 jan

Þá var komið að vísindarvöku og við skiptum okkur fyrst í hóp ég var með Mathiasi, Nóa og Sölva. Þessi tími var tölvutími og við eyddum honum öllum við að reyna finna tilraun en við fundum bara vara tilraun.

MÁNUDAGUR

Þá var síðasti tími til að finna tilraun og við fengum Ipad svo notuðum við líka símana okkar. Þá kom Halldór Friðrik en hann var veikur á fimmtudaginn. Hann var ekki í hóp og hann fékk að velja sér hóp og hann kom til okkar. Og við vorum allan tímann að finna tilraun og að lokum fundum við hana kerta tilraunina. Okkur fannst hún flott og vildum komast að því hvort hún virkaði eða hvort þetta var bara bull.

 

MIÐVIKUDAGUR

Þá var komið að framkvæma tilraunina. Þetta var síðasti náttúrufræði tíminn sem við fengum í vísindarvöku. í þessum tíma var Halldór veikur en við gerðum bara tilraunina án hans. Við fengum hjúkku stofuna og settum allt upp. Og þessi vandamál komu upp

1. Nói tók upp allt of mikið

2.Mathias gerði stafsetningarvillu (en lagaði það)

3.Sölvi braut næstum kertið

4. þetta var varla að fara að virka

svo er framkvæmd fyrir neðan

 

Tilraun

Á þessari vísindarvöku var ég með Mathiasi, Nóa, Sölva og Halldóra Friðriki. Tilraunin okkar var að kveikja á kerti á báðum endum og gá hvað gerist.

Þetta þarftu í tilraunina

kerti

Málband

hníf

glas/bækur eitthvað til að halda kertinu uppi

eldspýtur

nagla

 

FRAMKVÆMD

Við byrjuðum að skera á endan á kertinu þannig að það er þráður báðum megin og settum líka naglana í sjóðheit vatn til að hafa þá heita svo það er léttara að stinga honum í gegnum kertið, svo tókum við naglan úr vatninu kertið og settum hann í gegnum kertið. Svo settum við sitthvoran endan á naglanum á bækur þannig að kertið var á milli. Einn helmingurinn á kertinu var mun þyngri þannig við kveiktum á einum enda og biðum aðeins að leyfa kertinu að bráðna. Síðan kveiktum við á hinum endanum og slepptum kertinu og biðum eftir einhverju að gerast. Ekkert virtist fara að gerast og við fórum að halda að við þurftum að finna aðra og taka hana upp daginn eftir. Svo við biðum og fórum að spá í hvort þetta væri að fara virka eða hvort við þurftum að gera aðra. En svo byrjaði kerti að vagga. Það byrjaði að vagga rólega og fór svo hraðar og hraðar.

 

HVAÐ GERÐIST

Þarna var þriðja lögmál Newtons í gangi. Það segir fyrir hverja aðgerð kemur jafn mikið af öfugu viðbragði. Ef þú horfir á endan á kertinu sem er niðri, sérðu að hver vax dropi er aðgerð og í hvert skipti sem kertið fór upp vorum við vitni af öfugu viðbragði. En einfalda útskýringin er sú að þegar kertið fer niður bráðnar það meira og þá verður þá endi léttari og fer upp.

MYNDBAND

 

HRÓS

mér fannst tilraunin hjá Evu þórný og Heklu best því mér fannst hún flott og myndbandið var vel gert og nokkuð fyndið. Og mér fannst tilraunin vel gerð og þær svöruðu öllum spurningum vel.

Pandora

janúar 21st, 2016

Myndin

Það var byrjað að taka upp myndina árið 2007 og allt það sem Na´vi gerði gerðu leikararnir í alvöru bara þeir voru í gráum búningum sem létt var að breyta með tölvu í Na´vi og hoppuðu á dýnum og svo var breytt þeim í Pandoru. James byrjaði að gera handritið árið 1995 en þá var of dýrt og erfitt að gera svona tölvugerða mynd þannig hann setti handritið í skúffu og árið 2007 tók hann það upp og byrjaði að taka upp myndina.

 

Pandora

Pandora er fimmta tunglið af þréttán hjá gas risanum Polyphemus. Pandora er akkúrat þannig að það er hægt að lifa þar en menn geta ekki andað þar vegna að það er of mikið af CO2 og fullt af öðrum eiturefnum sem láta líða yfir þá eftir 20 sec síðan deyja þeiren eldar geta andað vegna súrefnis þar. Polyphemus er í sólkerfið við hliðin á okkur. Sjónauki fann hana á milli 2050-2077, og er hún það áhugaverðasta sem mannkynið hefur fundið í hundruðu ára.

Náttúran og lífríkið þar er fjölbreytt og það er allt öðruvísi en hér á jörðu. Og ég held að það sé hægt að finna svona tungl með lífríki.

 

Na´vi

Na´vi eru lífverurnar þar sem líkjast mest okkur mönnunum en þeir eru samt mjög ólíkir t.d. með lit þeir eru bláir, hæð, hæsta karlmans hæð hjá Na´vi hefur mælst 3.9 metra og þyngd var um 290. Ólíkt flestum mönnum þá virðir Na´vi náttúruna og lifa í sátt og samlyndi við hana. Og alltaf þegar þeir drepa skepnu til matar þá senda þeir sálina dýrsins til Eywu guðsins þeirra. Þeir nota boga og örvarnar eru með eitri þannig ef maður fær örina í sig þá lifir maður ekki lengur en nokkrar mínotur þá deyr maður (þá er að segja ef maður deyr ekki við að fá risa ör í sig). Þeir eru líka ekki þá léttustu, meðalkarmaður er um 3 m á hæð og 210kg, meðalkona er um 2.8 m á hæð og vegar um 190kg. Og þeir eru skiptir í ættbálka eins og Na´vi fólkið í myndini er ættbálkurinn Omaticaya og svo eru fullt af þeim en ég veit ekki nöfnin á þeim. Þeir eru líka mjög trúaðir og þeir biðja til hans reglulega og guðin þeirra heitir eywa. Og á pandoru er 20 prósent minna þyngdarafl en á jörðinni og vegna þess hafa flestar verur sex labbir.

Jake's speech

Dýr

Í Pandoru er dýralífið fjölbreytt og mörg dýr koma fram í henni en ég ætla ekki að fjalla um öll dýrin bara um þeu helstu sem komu fram í myndini.

Direhorse

Það eru hestarnir á Pandora sem Na´vi nota. Á taglinu eru þeir með svona tengi sem Na´vi nota til að tengjast hestunum. Á bringuni eru þeir með göt til að anda og þeir anda eins og fiskar. Þeir hafa sex fætur. Og vegna Na´vi þarf ekki að stýra með höndunum því þeir nota hugan til að stjórna og þetta auðveldar veiðina mikið. Þeir eru dökkbláir á litin og það er líka litir á þeim sem lýsa í myrkri.

Didirehorse

Viperwolf

Þeir eru úlfar í Pandora og þeir eru svartir og hafa ekkert hár. Þeir hafa sex fætur og hafa græn augu sem gera þeim mögulegt að sjá jafn vel í myrki og á björtun degi og þeir geta séð mjög langt. Ekkert dýr þorir að ráðast á þá vegna þeir eru sterkir og eru eiginlega alltaf í hjörðum. Þeir veiða í litlum hjörðum og hafa samskipti um bráðina, þeir hafa sterka kjálka sem gerir þeim auðvelt að brjóta bein. Nokkra mánuði eftir fæðingu er látið ungan veiða sjálfur og eftir sex mánuði verður hann orðinn fullvaxa.

ViperWolf

Banshee

Banshee eru verurnar sem Na´vi nota til að fljúga og ferðast um. Þeim er stjórnað alveg eins og hestunum Na´vi notar hárið til að tengjast honum og þá geta þau stjórnað honum með huganum. Til að fá þessar verur þarf maður að fara í hættuför og þá þarf hann að velja þig með því að reyna að drepa þig. Og þegar það er búið þá munt þú vera sem getur flogið á honum. Þeir geta verið tvenn skonar á litin bláir eða grænir en þeir eru með nokkra liti á sér en þeir eru ekki áberandi.

MountainBanshee

Eywa

Eywa er guð Na´vi og þeir eru mjög trúaðir. Þegar þeir fara með bæn tengja þeir hárið sitt við sálartréð og þannig ná þeir beinu sambandi við hana. Eywa sér um að halda jafnvægi í náttúruni og þegar Na´vi drepur dýr sendir Na´vi dýrið til hennar.

Woodsprites

 

Auðlindir

Það eru margar auðlindir sem eru líka á jörðinni t.d. vatn o.s.fl. en mennirnir eru þarna komnir til að taka auðlind sem er mjög verðmæt og selst fyrir mjög mikið á jörðinni. Og það efni heitir Unobtainium. Mennirnir æltuðu að nota þetta til að byggja flugvélar og svoleiðis dót. Unobtainium efnir er talið sterkara en helium og léttara ein loft. Það er líka sagt að efnið eigi að þola kjarnorku sprengingu.

download

Heimildir

upplýsingar

pandorapedia.com

wikipedia

Myndir

james-camerons-avatar.wikia.com

Wikipedia

 

 

 

Vika 1 hlekkur 1

janúar 14th, 2016

 

 

vika 6 hlekkur 1

janúar 14th, 2016

Mánudagur

Á mánudagnin sýndi Gyða okkur myndir af tungmyrkvanum en það var allt skýað fyrir okkur og Gyða sýndi okkur myndir  sem hún tók með Iphone og þær voru ekki góðar enda var skýað og símar eru ekki bestu myndavélarnar. Svo var skipt okkur í hópa og ég lenti með Nóa, Ljósbrá og Eydísi. Við fengum síðan hefti með textum og við skiptum þessum verkum á milli okkar að lesa og stytta textan, spurja spurningar og síðan að pæla hvað mun gerast í framtíðinni.

Miðvikudagur

þá voru við ekki í tíma vegna foreldraviðtala

Fimmtudagur

þá sameinegðust samfélagsfræði og náttúrufræði og allur 10.bekkur var saman. Í þessum tíma voru við að fjalla um global goals