Vísindarvaka

FIMMTUDAGUR 14 jan

Þá var komið að vísindarvöku og við skiptum okkur fyrst í hóp ég var með Mathiasi, Nóa og Sölva. Þessi tími var tölvutími og við eyddum honum öllum við að reyna finna tilraun en við fundum bara vara tilraun.

MÁNUDAGUR

Þá var síðasti tími til að finna tilraun og við fengum Ipad svo notuðum við líka símana okkar. Þá kom Halldór Friðrik en hann var veikur á fimmtudaginn. Hann var ekki í hóp og hann fékk að velja sér hóp og hann kom til okkar. Og við vorum allan tímann að finna tilraun og að lokum fundum við hana kerta tilraunina. Okkur fannst hún flott og vildum komast að því hvort hún virkaði eða hvort þetta var bara bull.

 

MIÐVIKUDAGUR

Þá var komið að framkvæma tilraunina. Þetta var síðasti náttúrufræði tíminn sem við fengum í vísindarvöku. í þessum tíma var Halldór veikur en við gerðum bara tilraunina án hans. Við fengum hjúkku stofuna og settum allt upp. Og þessi vandamál komu upp

1. Nói tók upp allt of mikið

2.Mathias gerði stafsetningarvillu (en lagaði það)

3.Sölvi braut næstum kertið

4. þetta var varla að fara að virka

svo er framkvæmd fyrir neðan

 

Tilraun

Á þessari vísindarvöku var ég með Mathiasi, Nóa, Sölva og Halldóra Friðriki. Tilraunin okkar var að kveikja á kerti á báðum endum og gá hvað gerist.

Þetta þarftu í tilraunina

kerti

Málband

hníf

glas/bækur eitthvað til að halda kertinu uppi

eldspýtur

nagla

 

FRAMKVÆMD

Við byrjuðum að skera á endan á kertinu þannig að það er þráður báðum megin og settum líka naglana í sjóðheit vatn til að hafa þá heita svo það er léttara að stinga honum í gegnum kertið, svo tókum við naglan úr vatninu kertið og settum hann í gegnum kertið. Svo settum við sitthvoran endan á naglanum á bækur þannig að kertið var á milli. Einn helmingurinn á kertinu var mun þyngri þannig við kveiktum á einum enda og biðum aðeins að leyfa kertinu að bráðna. Síðan kveiktum við á hinum endanum og slepptum kertinu og biðum eftir einhverju að gerast. Ekkert virtist fara að gerast og við fórum að halda að við þurftum að finna aðra og taka hana upp daginn eftir. Svo við biðum og fórum að spá í hvort þetta væri að fara virka eða hvort við þurftum að gera aðra. En svo byrjaði kerti að vagga. Það byrjaði að vagga rólega og fór svo hraðar og hraðar.

 

HVAÐ GERÐIST

Þarna var þriðja lögmál Newtons í gangi. Það segir fyrir hverja aðgerð kemur jafn mikið af öfugu viðbragði. Ef þú horfir á endan á kertinu sem er niðri, sérðu að hver vax dropi er aðgerð og í hvert skipti sem kertið fór upp vorum við vitni af öfugu viðbragði. En einfalda útskýringin er sú að þegar kertið fer niður bráðnar það meira og þá verður þá endi léttari og fer upp.

MYNDBAND

 

HRÓS

mér fannst tilraunin hjá Evu þórný og Heklu best því mér fannst hún flott og myndbandið var vel gert og nokkuð fyndið. Og mér fannst tilraunin vel gerð og þær svöruðu öllum spurningum vel.

Leave a Reply