Vika 2 hlekkur 5

Mánudagur

Þá þegar við komum inn var hlaðið myndband um kall sem var að hjóla niður bratta brekku. Svo fengum við glósur og þeir sem voru ekki í síðasta tíma fengu hugtakakort og glósur. Svo fórum við í nearpod kynningu um orku og svo töluðum við um rafeind, róteind og nifteind. Svo kastaði Gyða á okkur spurningu og hún hljómaði svonan  “ afhverju er eldingarveður ekki algent á Íslandi „. Og hún var ekki mjög glöð þegar við vissum ekki svarið þannig spurningin kom í nearpod og ég og Sölvi svöruðum vitlaust en rétta svarið var svona. “ Eldingar þurfa hita og raka og á Íslandi er ekki mikill hiti. En þegar það kemur eldgos er hitinn og rakinn svo mikill að það koma fullt af eldingum „. En í öðrum löndum þarf ekki eldgos til að það kemur eldingar veður og þegar ég var í Danmörku í sex daga komu um 3 þrumu veður.

Miðvikudagur

Þá var stöðvavinna eins og flesta miðvikudaga sem var gott og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Og þetta voru stöðvarnar sem ég fór á.

15. Þá var ég að vinna í hugtaka korti og fór yfir glósur og punktaði allt það merkilega hjá mér.

14. Þá var ég að leika mér í ráfrása tilraunini en ég gerði ekkert mikið ég gerði aðeins eina litla ljósatilraun svo horfði ég á Matta og Halldór gera fleiri eins og gera lyftu og skjóta einhverjum spaða upp.

11. Þá las ég um rafmagn sov fór ég líka í bókina jörðina.

 

Leave a Reply