vika 3 hlekkur 5

Mánudagur

þá byrjuðum við tímann á að tala aðeins um skíðaferðina. Svo var skoðað blogg og talað um það svo töluðum við líka smá um orku. Eftir það var skoðað áhugaverðar fréttir og líka fullt af flottum myndum sem aðrir nemendur höfðu sett inn. Svo var talað mikið um nýsköpunar keppnina og alla nemendur úr flúðaskóla sem höfðu tekið þátt í henni. Svo sýndi Gyða okkur myndband af körfubolta manni sem datt og rakst harkalega í auglýsinga spjöld og meiddist illa á hendi, við töluðum mikið um hvernig væri hægt að leysa þetta vandamál. Við skoðuðum líka flotta frétt um að Frakkar hafa bannað að henda mati og frekar gefa fátækum hann, og ef þeir sleppa að fara eftir þessari reglu geta þeir fengið allt að 2 ára dóm í fangelsi eða 10 milljóna króna sekt.

Miðvikudagur

þá var stöðvavinna sem var skemmtilegt og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Og þetta eru stöðvarnar sem ég fór á

4. Þá var ég með Nóa og við fórum á við vorum að byggja dót með rafmagni eins og í síðustu viku en þá var ég mjög lítið á henni svo ég ákvað að fara aftur í þetta sinn með Nóa og Halldóri Friðriki. Við byrjuðum á að gera viftuna til að skjóta einhverjum spaða upp en það vildi ekki virka og við prófuðum að skipta um öryggi en það virkaði ekki en svo sáum við vandan það vandaði einn kubb svo við settum hann í og þá virkaði þetta en spaðinn fór ekki upp í loftið.

21. Þá horfðum við á myndbönd um rafrásir og allt sem tengist því.

Leave a Reply