Archive for the ‘hlekkur 5’ Category

vika 4 hlekkur 5

Miðvikudagur, febrúar 24th, 2016

Mánudagur

þá var venjulegur ánudagur og með vejulegum mánudag meina ég að það var fyrirlestur eins og á flestum mánudögum, í þetta sinn var hann um segulmagn. Og við fengum líka glósur eins og á flestum mánudögum. Svo var minnt okkur á að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja allt á hana. Svo var líka talað smá um heima prófið sem hún ætlaði að láta okkur hafa næsta mánudag.

Miðvikudagur

Þá byrjuðum við að horfa á gamla fræðslumynd um rafmagn og svoleiðis. Við fengum blað með fullt af spurningum sem við áttum að svara og svo komst það í ljós að Gyða þolir ekki þessa mynd henni finnst hún leiðinleg og ég get sammþykkt það. Þessi mynd var gömul og það þarf að endur gera myndina. En ég náði að svara flestum og svo fórum við yfir svörin og flestir voru með flest rétt en sumir gátu ekki svarað. Síðan var skoðað fréttir og blogg og talað um það.

 

Fimmtudagur

Þá var mjög skemmtilegur tími. Gyða gat ekki verið með okkur allan tímann svo hún setti okkur í hópa og leyfði okkur að fara út í þessu góða veðri og við áttum að taka fimm myndir af einhverjum hugtökum sem við vorum búin að læra í. Ég var með Filip og Eydísi í hóp og við tókum myndir og settum svo í loks tíma inná facebook.

 

Fréttir

Nasa þarf á konum að halda 

Nasa gefur út geim tónlist

 

 

 

 

 

Rafmagstafla

Mánudagur, febrúar 22nd, 2016

1456178251614388271529

Þetta er rafmagstaflan heima hjá mér og þetta er allt um hana.

Rofar: þeir eru út af öryggis ástæðum og svo það er hægt að taka rafmagnið

létt af herbergjum bara með því að ýta á einn rofa. Svo er lekaliður og hann er

stóri grái rofinn og með honum getur maður tekið allt rafmagnið af húsinu.

Mælir: við erum líka með rafmagnsmæli sem mælir hve mikið rafmagn við notum og hvað á að rukka okkur mikið fyrir mánuðinn.

 

vika 3 hlekkur 5

Mánudagur, febrúar 22nd, 2016

Mánudagur

þá byrjuðum við tímann á að tala aðeins um skíðaferðina. Svo var skoðað blogg og talað um það svo töluðum við líka smá um orku. Eftir það var skoðað áhugaverðar fréttir og líka fullt af flottum myndum sem aðrir nemendur höfðu sett inn. Svo var talað mikið um nýsköpunar keppnina og alla nemendur úr flúðaskóla sem höfðu tekið þátt í henni. Svo sýndi Gyða okkur myndband af körfubolta manni sem datt og rakst harkalega í auglýsinga spjöld og meiddist illa á hendi, við töluðum mikið um hvernig væri hægt að leysa þetta vandamál. Við skoðuðum líka flotta frétt um að Frakkar hafa bannað að henda mati og frekar gefa fátækum hann, og ef þeir sleppa að fara eftir þessari reglu geta þeir fengið allt að 2 ára dóm í fangelsi eða 10 milljóna króna sekt.

Miðvikudagur

þá var stöðvavinna sem var skemmtilegt og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Og þetta eru stöðvarnar sem ég fór á

4. Þá var ég með Nóa og við fórum á við vorum að byggja dót með rafmagni eins og í síðustu viku en þá var ég mjög lítið á henni svo ég ákvað að fara aftur í þetta sinn með Nóa og Halldóri Friðriki. Við byrjuðum á að gera viftuna til að skjóta einhverjum spaða upp en það vildi ekki virka og við prófuðum að skipta um öryggi en það virkaði ekki en svo sáum við vandan það vandaði einn kubb svo við settum hann í og þá virkaði þetta en spaðinn fór ekki upp í loftið.

21. Þá horfðum við á myndbönd um rafrásir og allt sem tengist því.

Vika 2 hlekkur 5

Mánudagur, febrúar 15th, 2016

Mánudagur

Þá þegar við komum inn var hlaðið myndband um kall sem var að hjóla niður bratta brekku. Svo fengum við glósur og þeir sem voru ekki í síðasta tíma fengu hugtakakort og glósur. Svo fórum við í nearpod kynningu um orku og svo töluðum við um rafeind, róteind og nifteind. Svo kastaði Gyða á okkur spurningu og hún hljómaði svonan  “ afhverju er eldingarveður ekki algent á Íslandi „. Og hún var ekki mjög glöð þegar við vissum ekki svarið þannig spurningin kom í nearpod og ég og Sölvi svöruðum vitlaust en rétta svarið var svona. “ Eldingar þurfa hita og raka og á Íslandi er ekki mikill hiti. En þegar það kemur eldgos er hitinn og rakinn svo mikill að það koma fullt af eldingum „. En í öðrum löndum þarf ekki eldgos til að það kemur eldingar veður og þegar ég var í Danmörku í sex daga komu um 3 þrumu veður.

Miðvikudagur

Þá var stöðvavinna eins og flesta miðvikudaga sem var gott og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Og þetta voru stöðvarnar sem ég fór á.

15. Þá var ég að vinna í hugtaka korti og fór yfir glósur og punktaði allt það merkilega hjá mér.

14. Þá var ég að leika mér í ráfrása tilraunini en ég gerði ekkert mikið ég gerði aðeins eina litla ljósatilraun svo horfði ég á Matta og Halldór gera fleiri eins og gera lyftu og skjóta einhverjum spaða upp.

11. Þá las ég um rafmagn sov fór ég líka í bókina jörðina.

 

vika 1 hlekkur 5

Fimmtudagur, febrúar 4th, 2016

Mánudagur

Þá var komið að því að skoða tilraunir hjá öllum hinum í B hóp. Allir gerðu myndbönd og einn hópurinn kom með árángurinn sem var mjólk sem var orðinn steinn og þeir gerðu líka eggja tilraun en eggið sprakk þannig þeir komu ekki með það. Svo var skoðað okkar myndband og mér fannst við standa okkur vel og náðum að svara öllum spurningum. Og hrósið mitt fer til Evu, Þórný og Heklu mér fannst myndbandið þeirra flott og smá fyndið. Tilraunin var vel gerð og þær svöruðu spurningum vel. Okkar myndband var um 8 mín og fékk góða dóma frá flestum.

 

Miðvikudaginn

Þá var ég ekki ég var hjá lækni. En í náttúrufræði þá var byrjað í nýjum hlekki sem er um orku, náttúru  og umhverfi. Gyða var með nearpod kynningu um rafmagn.

 

Fimmtudagur

Þá var tölvutími og allir fengu tækifæri til að leggja síðustu hönd á vísindarvöku bloggið. Og þegar maður var búinn mátti maður gera hvað sem maður vildi og þá ákvöðu flestir að fara lesa Englar alheimsins.

 

Fréttir

borðtennis út í geim

ræktuðu einhverfan apa

hákarl át frænda sinn

 

 

vika 2 hlekkur

Miðvikudagur, febrúar 11th, 2015

Mánudagur

Við höfðum umræður og gerðum verkefni um varma. Svo var horft á tvö myndbönd og áttum að glósa allt sem við vissum ekki.

 

Þriðjudagur

Þá var kynfræðsla og þar má segja að ég lærði mikið

Fimmtudagu

Þá var tölvutími og við vorum að svara spurningum um varma. Hver stjórnar veðrinu?  Hvernig tengist eðlisfræði veðrinu? Þetta voru svona týpískar spurningar á þessum lista.

 

Vísindarvaka

Miðvikudagur, janúar 28th, 2015

Ég, Sölvi og Mathias vorum að vinna saman að gera tilraun fyrir vísindarvöku. Við tókum sameiginlega ákvörðun um að það ætti að gera tilraun að láta gos verða að krapi, en það endaði ekki vel við létum gosið vera í frysti í 3 klukkutíma. En það frosnaði ekki

svo við gerðum tilraun með að láta mismunandi lit í vatn og láta það vera ofan á hvor öðru en það virkaði ekki svo það var gert vara vara tilraun sem var matarlitur í mjólk. Það virkaði vel.

 

Áhöld og efni

skál

nokkrir matarlitlir

mjólk (nýmjólk eða léttmjólk við notuðum bæði)

uppþvottarsápu

 

svona er þetta gert

Þú tekur skál og hellir mjólk í skálina og lætur það bíða í sirka 2 mín, það er betra að hafa mjólkina volga þá virkar þetta betur. Síðan seturu matarlitina (ekki bara einn heldur svona 3-5). Svo er hellt einum dropa af sápu og þá fer allt að gerast. Það er líka hægt að setja sápuna á eyrnapinna. Hér er linkur að myndbandinu.

bylgjur

Miðvikudagur, febrúar 5th, 2014

Mánudagur

Við áttum að skila vísindarvöku matinu. Horðum á myndband um bylgjur það var fræðandi.  Og síðan fóru við að skoða glósupakkann frá síðustu viku. Við vorum líka að skoða myndbönd. Eitt var um að 40 bestu brimkappa mennirnir fengu að taka þátt og það voru risa öldur sem voru hættulegar, síðan var um konu sem var að gera listaverk með fáranlegri aðferð en það virkaði og það var flott. Síðasta var um fólk sem hoppaði af byggingu  með fallhlíf og þau þurftu að setja hana strax annars mundi það var það of seint.

 

föstudagur

 1. Tölva phet-forrit bylgjur og bylgjubrot, tíðni og útslag
 2. Hugtakakort betrumbætt
 3. Hátíðnihljóð – úthljóð – bergmálsmiðun.  Kíkjum á leðurblökur og söngur! eðavísindavefurinn
 4. Hljóðmúrinn.  Hvað er?   ……
  Mythbursters
 5. Verkefni – hljóðgreining – spilum með mismunandi tíðni, bylgjulengd og útslag.  Samstæður og skilgreiningar.
 6. Tölva phet forrit – bylgjur – skoða fyrst fyrsta flipann og fara svo í leikinn – búðu til bylgjuna. Reyndu að komast í erfiðleikastig 5.  Ekki gleyma að hlusta 😉
 7. Tilraun – Myndvarpi og bylgjur – sjá verkefnablað.
 8. Herma
 9. Verkefni – teiknið upp formúluna fyrir bylgjulengd… sjá verkefnablað. Reikna nokkur dæmi.
 10. Orkan bls.91.  Hvaða efni ber hljóðið hraðast?  Hvað hægast?
 11. Tölva – kennistærðir bylgja frá MH
 12. Orkan bls. 95.   Hvað eru dopplerhrif?  Teiknaðu upp skýringarmynd. Nánar hérog og.!!
 13. Dæmi:  20 sekúndum eftir að elding sést heyrist þruman.  Hver er fjarlægð að eldingunni ef lofthitastig er 20°C?  Fleiri dæmi í boði hjá kennara
 14. Lifandi vísindi nr.4 2013 Grjótskriða olli flóðbylgju
 15. Lifandi vísindi nr. 2 2013 Dr. snjallsími
 16. Tónkvíslar af ýmsum gerðum og verkefni í stíl.  Tilraun 2-5 Bylgjufræði bls. 24                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   þetta var það sem við vorum að læra um í stöðvavinnu. Ég vann með Nóa það var gaman  það sem mér fannst flottasta var doppler áhrifin. þau eru t.d ef þú værir á bíl þá geta aðrir heyrt hvort þú ert að koma eða fara hlóðið þéttist að framan og gliðnar að aftan.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                          fimmtudagur
 17. þá voru við í tölvuveri að gera bylgjur ég komst í level 7 en hæðsti í bekknum komst í level 9

Hlekkur 5 vika 1

Miðvikudagur, janúar 29th, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn áttu við Nói og Halldór að sýna tilraunina en myndband okkar fór ekki á youtube.  Hún var með fyrirlestur.

 

Fimmtudagur

 

Við vorum fyrst með hinum að horfa á hinar tilraunir en ekki allar. Síðan voru við í lokatímanum að horfa á myndband um bylgur en ég náði ekki að klára og um leið voru við að reyna setja mynbandið á youtube en það gekk ekki.

 

föstudagur

 

Gyða fór yfir glærur og við horfum á myndbandið aftur og svöruðum spurningum.