þurrís tilraunir

janúar 14th, 2016

Þurrís

Þurrís er ísmoli og munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrís er frosið  koltvísýringur CO2, og hann er líka miklu kaldari heldur en venjulegur ísmoli og það er líka eitt sérstakt við hann og það er að hann bráðnar allt öðruvísi en flest efni. Hann bráðnar þannig að hann fer beint úr föstu efni yfir í gas. Venjulegur ísmoli sem við tökum úr frysti bráðnar í vatn og ef maður síður vatnið breytist það í gufu en þurrís fer beint úr föstu formi í gufu og þannig hamskipti kallast þurrgufun. Hér á jörðu er ekki hægt að finna þurrís í náttúrunni þannig hann er gerður í vélum en það er samt hægt að finna hann í náttúru en það er á öðrum plánetum t.d. Mars og fleiri.

 

Tilraun 1

Í þessari tilraun vorum við að skjóta upp loki af dollu. Í þessari tilraun þarf maður

dollu

þurrís

heitt vatn

Við byrjuðum að hita vatn því þegar maður gerir það með heitu gerist allt þetta hraðar heldur en maður er með kalt/volgt vatn. Þegar vatnið var tilbúið var sett þurrís í dollu og maður á ekki að setja of mikinn þurrís passa það og svo að hella vatni á ísinn og loka eins fljótt og maður getur. Og þá eftir örfáar sec þá skýst lokið upp. Þetta gerist út af hamskiptum þurrís þarf gríðalega mikinn kulda og það bráðnar og heittt vatn lætur það bráðna fljótar og því það breytist í loftform og loftið þarf mun meira pláss og það setur það mikinn þrýsting á lokið því gufan þarf mun meira pláss og þetta endar með að lokið skýst af á einungis 3 sek.

 

Tilraun 2

í þessari tilraun vorum við að reyna að kveikja á kerti á þurrís. í þessari tilraun þarf maður

mikinn þurrís

fiskibúr

eldspýtur

við byrjuðum að setja þurrís í fiskibúrið og svo settum við kertið ofan í búrið og svo kveiktum við á eldspýtu og reyndum að kveikja á kertinu en rétt þegar hún var komin ofan í þá slökknaði á henni, við reyndum aftur nokkrum sinnum en alltaf gerðist það sama. Þetta gerist vegna þurrís er frosið CO2

og CO2 hrindir frá sér súrefni og eldur þarf súrefni til að lifa.

Tilraun 3

í þessari tilraun ætlum við að fylla blöðru af CO2. Í þessari tilraun þarf maður

blöðru

tilraunaglas

þurrís

heitt vatn

 

það er byrjað að setja þurrís í tilraunaglasið og svo er hellt heitu vatni í glasið. Þá á að vera snöggur að setja blöðruna á glasið og þá fyllist hún af CO2. Þetta gerist vegna þegar þurrísinn bráðnar þá breyttist hann í gufu og gufan fer upp og í blöðruna og fyllir hana.

 

Tilraun 4

Í þessari tilraun notum við að reyna að frysta sápukúlu með að láta hana lenda á þurrís. Í þessari tilraun þarf maður

Sápukúludót

fiskibúr

þurrís

 

Byrjaðu að setja fullt af þurrís í fiskibúrið og svo blástu sápukúlu á ísinn og svona endaði þetta hjá mér.

Kúlan flaut bara í loftinu í smá tíma og endaði svo með að skellast í vegginn á búrinu. En ég sá að Filip náði að frysta hálfa kúlu en hann var ekki með ísinn heldur á bakkanum.

Kúlann fraus vegna kuldans í ísnum en sprakk við snertingu hans.

 

Þetta voru tilraunir sem ég gerði og þessi tími var skemmtilegur og fróðlegur.

vika ? hlekkur 2

nóvember 12th, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var óhefbundin tími. Það var kahoot og við vorum í efnafræðispurningum sem voru smá erfiðari en það var  út af þær voru á ensku en Gyða þýddi flestar spurningar sem við vissum ekki orðin á ensku eins og arfhreinn og svo leiðis. En þetta var skemmtilegur tími.

 

Miðvikudagur

Þá var Gyða ekki og Jóhanna lét okkur gera verkefni í svona litlum bæklingum og eitt verkefnið var að kasta pening og sjá hvernig barnið þitt mundi líta út.

Fimmtudagur

Þá var bara chill tími að skoða blogg og svoleiðis.

vika 3 hlekkur 2

október 31st, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þegar við komum í stofuna fengum við blöð með verkefni um afkvæmi hunda og þannig og þetta var smá erfitt en maður náði þessu að lokum. Svo var farið yfir punnet square og það hjálpaði mikið við að skilja þetta allt. Svo var farið vel yfir arfhreinn og arfblendur t.d ef einn foreldrinn er HH (hávaxinn) og hinn er hh (lágvaxinn) og þá er afkvæmið Hh.  Hér er mynd af punnet square.

Miðvikudagur

Þá var stöðvavinna og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inherita

Ég fór á stöð nr 10 en gerði bara verkefni eitt og það var „er svartur sauður í fjölskylduni „.

Eftir hana fór ég á stöð nr 7 og skrifaði um 1% sem er ónæmt fyrir HIV út af erfða göllum.

Ég og Mathias fórum svo á stöð 1 og flokkuðum spjöld, það var skemmtileg stöð og maður lærði mikið á þeirri stöð.

Fimmtudagur

Þá var ekki mikið að gerast þá vorum í tölvu að skoða síður og ég skoðaði síðu með fullt af spurningum og síðan síðu með myndbandi sem var að útskýra þetta með augnlitinn.

Heimildir

Uic.edu

vika 2 hlekkur

október 22nd, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var eins og venjulegur mánudagur sem þýðir fyrirlestrar tími. Við fengum glósur og svo sýndi Gyða okkur myndband og við áttum að glósa það sem okkur fannst mikilvægt.

Miðvikudagur

Þá vorum við öll saman í tíma því Gyða var ekki eftir hádegi. Við áttum að gera kennslu sýningu fyrir 7-8 bekk. Það mátti vera hvað sem er eins og power point,prezi eða bara myndband eins og við gerðum við gerðum myndband sem hét frumuhornið og það heppnaðist, við ætluðum að gera mjög flókið myndband en við komumst að því að við höfðum ekki tíma fyrir það svo við gerðum nokkuð stutt myndband enda höfðum við stuttan tíma. En allt gekk vel að lokum.

Fimmtudagur

Þá vorum við allan tímann í tölvuveri að skoða myndbönd um efnafræði á vendikennslu og þá lærðum við mikið.

Fréttir

Eldgos truflar varp spóans

hlekkur 2 vika ?

október 19th, 2015

Mánudagur

Þá vorum við að rifja upp frumulíffræðina. Þá var gáð hvort við munum eitthvað frá því í 8.bekk og 9. Það gekk ekki það vel. En við fengum hefti og við fórum eitthvað yfir það. Svo var sagt okkur að við værum að fara í nýjan hlekk sem er efnafræðishlekkur og hann er aðalega um frumur. Og við fórum yfir hvað stofnfrumur eru, við fórum líka yfir þegar fruman skipti sér gerir hún tvær alveg eins.

Miðvikudagur

þá var stöðvavinna eins og flest alla miðvikudaga, og þessar stöðvar voru í boði.

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva - Frumuskipting.                                                                                                                                           En ég var ekki því ég var í Reykjavík en þetta var sem hinir voru að gera.
                                                                                 Fimmtudagur
  Þá vorum við í tölvuveri og vorum í könnun. En þessi könnun var meira bara eins og verkefni því við mátum að tala saman og fengum allar bækur sem við þurftum og við fengum netið líka til að hjálpa okkur.
 14. Fréttir
                                                                                                                                                                                                                                                             .

Vika 5 hlekkur 1

október 1st, 2015

Mánudagur

À mànudaginn héldum viđ áfram međ myndbandiđ um sjálfbærni. Ég, Eva og Ljósbrá. Viđ nàđum ađ  klàra myndbandiđ en þàđum ekki ađ klippa þađ, en Eva var međ myndbandiđ í símanum sínum og àkvađ hún ađ klippa myndbandið heima hjá sér.

 

Miðvikudagur

Þá var klárað verkefnið og gert tilbúið til að kynna það.

Fimmtudagur

Þá var kynnt verkefnin og það var skoðað fyrst okkar video og allir dýrkuðu það og það var frábært. Svo áttum við að gera sjálfsmat. Svo var sýnt öll önnur verkefni. Svo sagði Gyða að þetta verkefni mátti vera ekki perfect því þetta var fyrst verkefnið og hún sgaðist ekki hafa kynnt það nógu vel.

 

 

Vika 2 hlekkur 1

september 24th, 2015

MÁNUDAGUR

Þá var venjulegur mánudagur sem þýðir að það var fyrirlestrartími. Gyða sýndi okkur lag um jörðina og lagið hét This is the love song to The earth. Við áttum að skrifa öll fyrirsagnir úr laginu og áttum að gera krossglímu en ég náði ekki að klára, en náði að glósa margar fyrirsagnir. Svo töluðum við um Global warmimg og hvernig veðrið verður 2050 svo var líka talað um hvernig stórborgir myndu spara milljarðar króna með endurvinnslu.

MIÐVIKUDAGUR

Þá var skipt okkur í þriggja manna Hópa og ég lenti í hóp með Evu og Ljósbrá. Svo áttum við að velja hvað við áttum að gera verkefni um við völdum sjálfbærni. Það voru margir möguleikar hvernig mátti skila verkefninu og við ákváðum að gera vídeó og við byrjuðum á því.

Fimmtudagur

Var haldið áfram með myndband um  sjálfbærni.

 

 

 

vika 1 hlekkur 1

september 17th, 2015

Mánudagur

þá vorum við að fjalla um vistkerfi og sjálfbærni, lífríki og svona. Svo skrifaði Gyða nokkur hugtök og við skrifiðum þau á hugtakakortið okkar. Svo fjölluðum við líka mikið um sjálfbærni og hvernig indjánarnir tóku alltaf bara eitt eða tvö egg frá fugli til að útrýma honum ekki.

Miðvikudagur

þá var stöðvavinna og þetta var í boði

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Lesskilningur – vistkerfið
 7. Kolefni skolen i norden
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
 11. Orð af orði.  Orðhlutar vistfræði.
 12. Lifandi vísindi.  01/2014 Dýrin og náttúrulækningar.

Danmörk

september 10th, 2015

í þessari færslu ætla ég að fjalla um vistkerfið í danmörku. Í Danmörku er miklu fleiri dýrategundir því það er mun heitara þar en á íslandi eins og hrossaflugurnar eru mun stærri en á klakanum svo eru stórir sniglar og fullt fullt af maurum, svo voru fuglar sem eru ekki á góða gamla íslandi. Svo í dýragarðinum voru fullt af dýrum eins og birnir, úlfar ljón og margt meira en mér finnst ekki gáfulegt af þeim að hafa ljón því þeir hafa ekki nógu stórt svæði fyrir ljónið því það þarf náttúruna þá meina ég mjög stórt svæði þeir þurfa að fá að veiða. En ég veit ekki hvort þau lifa í danmörku en flest þessa dýra geta lifað þar en við vorum mest í kaupmannahöfn og sáum ekki mörg dýr.

sveppir

maí 18th, 2015

Þriðjudagur

Við fórum til flúðasveppi til að læra um sveppi og hvernig er ræktað þá. Sveppir eru sundrendur og lifa á rotnuðu hlutum og Flúðasveppum er ræktað sveppi.

Hann Eiríkur var svo góður að taka okkur í leiðangraferð gegnum sveppina en fyrst var setið niður og hann sagði okkur fróðleik um sveppi eins og

 • Fyrirtækið var stofnað 1984
 • fyrst þá var um 11 starfsmenn og nú eru 30 starfsmenn og um 15-16 erlent vinnuafl
 • markmið var um að rækta 500 kg á viku en nú er ræktað 11 tonn á viku
 • Sá sem stofnaði fyrirtækið hét Ragnar og hann var búinn að læra svepparækt erlendis
 • Það er notað rotnað hey og hæsnaskít. Og það er notað sirka heilan gám af skítnum á viku
 • sveppamassi getur orðið allt að 80 gráður heitt því þeir hella 80 gráður heitu vatni á það svo það rotni betur
 • sveppir vaxa á gró ekki fræum
 • það eru um 52 uppskerur á ári

þá varð farið í klefann sem það er búið til massann þar var mjög vont lykt en hún var fljót að venjast og þar var hrúga af massa sem var gat undir svo það komi súrefni handa örverunum sem lætur allt rotna. Þar fengum við að finna lykt af massanum sem var mun sterkari en lyktin sem kemur þegar maður labbar inn. Svo var farið að skoða klefa sem var sett massann í svo það losni við efni kallað Almóníkac og þegar massinn er ekki settur í þennan klefa og þegar þetta efni er ekki fjarlægt koma engir sveppir. Í sveppunum eru notaðar 80 rúllur á viku og 4000 á ári og allt rúllu ferlið tekur 2 vikur. Svo var farið þar sem sveppirnir voru að byrja að vaxa og voru þeir pínkulitlir þar var ekki stoppað lengi því það var farið í klefa sem voru sveppir búnir að vaxa og voru það stórir að það átti að týna og það voru 3 vinnumenn að týna þá og fengum við að smakka tvö sem voru of litlir til að selja og þeir voru alls ekki það slæmir. Og það er miklu meira en þegar hann tvítugi Ragnar Kristinsson sem lærði allt sem hann kann í Englandi og byrjaði með 2-3 klefa en núna er um 6 til að geyma sveppina. Og allir sveppirnir fara allir á pítsastaði og það kemur einn flutningabíll á degi eða fimm daga vikurnar. Og í fyrstu uppsekrunni er tekið fimm tonn en annars er bara tekið lítið eða minna.