Ég, Kristinn og Sölvi vorum saman í hóp á þessu ári með margar tilraunir sem mistókust en einn þeirra heppnaðist sem betur fer. Fyrsta tilraunin okkur var að gera „instant slushie“ eða fljót krap, við notuðum rautt fanta, settum það svo í ískald glass, það sem átti að gerast var að það mundi breytast í krap á augabragði eins og í þessu myndbandi en hjá okkur gerðist ekkert en sem betur fer höfðum við plan B. Önnur tilraunin okkar var að stafla sykur vatni og hafa það í mismunandi litum en því miður blandaðist allt hjá okkur saman en hér er myndband af því fullkomnu en sem betur fer höfðum við plan C. Þriðja tilraunin okkar var hún sem við framkvæmdum sem tók 15 mín ekki meira, við settum mjólk í skál bætum í matarliti og notuðum uppþvottalög til að láta mjólkur litina dansa, hún tókst, þetta var gleðidagur!

Hér er myndbandið sem ég, Kristinn og Sölvi gerðum…………………………………  

Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *