12 maí 2015

Fórum við bekkurinn í Flúðasveppi í kynningarferð. Þar sem Eríkur Ágústsson sem vinnur þarna tók á móti okkur. Hér fyrir neðan er smá fróðleikur um Flúðasveppi og svepparæktun.

  • Árið 1984 var maður að nafni Ragnar Kristinnsson sem stofnaði þetta bú en núverandi eigandi heitir Georg Óttarsson. Fyrstu ár Flúðasveppa var ræktað 500 kg af sveppum á viku og seldist það allt. Flúðasveppir hafa stækkað hratt með árunum er nú ræktað 11-12 tonn af sveppum á viku, það eru 59 uppskerur á ári hverju eða 708 tonn á ári eru starfsmenn 30 talsins.
  • Sveppir eru ófrumbjarga lífverur sem fjölga sér með gróum. Sveppir nærast á leifum af lífverum svo sem. dauðum laufblöðum sem gerir þeim af sundrendum.  Þeir sjá um að losa m.a. nitursambönd og önnur efni aftur í jarðveginn og þeir losa koltvísýring út í andúmsloftið sem frumframleiðendur nota til að við ljóstillífun. Sveppir geta brotið niður næstum flest efni svo sem eldsneyti, vax og fatnaður. Flestar lífverur lífa í samlífi við sveppi og eru það kallað fléttur.
  • Ræktunar feril sveppa er langur og flókin en mun ég útskýra hann hér.      Fyrst þarf að búa til rotmassa sem sveppirnir munu vaxa í. Rotmassinn er unnin til úr hálmi sem heitir strandreyr sem er ræktaður í Hvítarholti, hálmurinn er fyrst bleyttur og er bætt hænsnaskít(notað er einn gám af hænsna skít á viku) við þegar blauti hálmurinn er viku gamal. Hitinn í hrúgunni er 80°C og þarf hann að vera það. Það er alltaf hræt í rotmasanum og bleytt hann. Þetta feril tekur tvær vikur og er hann tilbúin. Í rotmassanum er mikið magn af ammoníak sem drepur einfaldlega sveppagró svo rotmassinn er settur inn í klefa sem engar bakteríur komst inn. Klefinn er lokaður mjög vel svo enginn önnur fræ komast í rotmassan. Þetta feril er gerður til að losna við ammoníakið. Í klefanum er hann hitaður og er hitinn haldinn sá sami með viftu. Þegar hann er búin að vera þarna í ákveðin tíma er hann færður inní annað hús þar sem hann er settur á dúk og er sveppagróinn blandað í rotmassan. Dúkarnir eru svo dregnir inní klefa enginn maður þarf að snerta rotmassan til að koman iní klefana. Þegar rotmassinn er komin inní klefan er sett þunnt lag af mold. Þræðir byrja að myndast, sveppaþræðir vaxa um allan rotmassan. Þarf að kæla klefan til að sveppirnir byrja að mynda hatta því að hatturinn er æxlunarfæri sveppa og kemur það upp um haustin í náttúrunni en í Flúðasveppum er ferlið flýtt. Þegar hattarnir eru nægilega stórir eru þeir týndir en stundum þarf að taka sveppi frá ef hann er ofvaxin því sveppir vaxa 50% stærð sína á dag. Úr sama rotmassanum er hægt að fá þrjár uppskerur á viku fresti en er alltaf æ minna af sveppum með hverri uppskeru því næringin klárast. Síðan er pakkað sveppina og er send þá í búðir.

Hérna eru myndir frá ferðinni.

20150512_112328 Hér er klefinn20150512_112813 hér eru sveppaþræðir20150512_111530Hér er klefinn 20150512_113511Hérna eru hattarnir að koma upp 20150512_111511(0) Hérna er rotmassinn tættur (Gleymdi að segja frá því textanum.20150512_112459Hér er klefinn sem sveppirnir eru geymdir í.fHér er verið að týna fullvaxna sveppi.

  • Posted on 18. maí 2015
  • Written by mathias00
  • Categories: Hlekkur 7
Leave a comment

There are no comments yet.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *