Mánudagurinn

Skoðuðum glærur um skrápdýr og lindýr. Lindýr eru dýr sem eru mjúk en er með harðaskel helstu hópar lindýra eru sniglar, samlokur og smokkar. Margir sniglar hafa snúnaskel sem kallast kuðungur, sniglar geta lagst í dvala þeir hafa anga á höfði sínu sem er skinfæri snigla. Samlokur er samsett af tveim skeljum og bandi sem festir þær saman sem kallast ligament, dýrið er með mjög sterka vöðva, sterkari en mínir vöðvar mundi ég halda, samlokan er með mjúkan fót svo hún getur hreyft sig og grafið sig í sandinum, inn í skelinni eru mjúk lífæri dýrsins s.s meltingarfæri, tálkn, og taugkerfi, samlokur er með perlumóðir sem býr til perlunar. Smokkar eru stæðstu hryggleysingjar sem til eru  armarnir með sogskálar, í munni er sterkur og hvassur goggur, sprautar bleki til að fela sig, smokkar skipptast í kolkrabba og smokkfiska. Skrápdýr flest þeirra eru með harðan hjúp eða skráp, munnurinn er á neðri part líkamanns en úrgangur kemur út um op á efri part dýrsins, ef skrápdýr mundi missa arm þá mundi armurinn vaxa aftur á stundum vaxar fjórir armar en missti bara einn, dæmi um skrápdýr eru ígulker, krossfiskar og sæbjúga. Ígulker lítið dýr eins hnöttur í laginu með langa brodda og settur broddana út þegar það finnst það vera ógnað, krossfiskar er eins og stjarna í laginu algent er að vera með fimm arma á enda hvern arms er auga, krossfiskar geta látið arm sinn vaxa aftur ef hann glatar honum, armurinn sem dettur af getur myndað annan krossfisk með kynlausri æxlun, krossfiskar eru rándýr sem sækast í samlokur. Sæbjúga með leðurkenda húð og er á matarborði kínverja sem lostæti, það eru til u.þ.b 1100 tegundir af sæbjúgum í heiminum sem hefur verið uppgötaðar verða 2-200cm langar og 1-20cm þykkar, sæbjúga er afar mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar þar sem þau éta rotnandi dýra og jurtaleifum. Skoðuðum svo fréttir það er verður reist risa turn í Amazon skóginn, turnin á að vera 325m á hæð, hlutverk turnsins er að fylgjast með loftlagsbreytingum og áhrifun þess á viðkvæm vistkerfi.

Þriðjudagurinn

16 september dagur íslenskar náttúru, töluðum um eyðingu skóga hér á landi eitt sinn var 25% íslands birkiskógur en þeim er búið að fækka í rúmt 2% því í gamla daga var höggt trén niður og notað sem eldivið og búið til viðarkol fyrir veturinn til að hita upp húsið og vegna kólnun á Íslandi, í dag er næstum allir skógar íslands grenniskógar dæmi sem má nefna er kvenfélagsskógurinn á flúðum. Til efnis dagsins fórum við í hópa og fórum og söfnuðum birkifræ fyrir Hekluskóga, sem var eytt í Heklu gosinu 1104, ég var með Kristinni og Nóa í hóp við fundum ekkert fræ þar til síðustu 15 mínúturnar.

Fimmtudagurinn

Það var ekki skóla það var foreldraviðtal, svo ég fór bara að slaka á og lesa Harry Potter.

Heimildir og myndir

Mynd og upplýsingar 1…………

Mynd og upplýsingar 2…………………………..

 

 

 

 

 

 

………………………..Mynd og upplýsingar 2…………………………..

 • Posted on 24. september 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 1
Leave a comment

Mánudagurinn

Byrjuðum á að fá nearpod kynningu eða áttum því internetið var tregt í skólanum(eins og það er nýtt), en þá kíktum við og skoðuðum fréttir það var nú sumt athyglisvert t.d um loftstein lendir nálægt stór borginni Managua sem er höfuðborg landsins Níkaragúa. Eldgos út um allt fallega eldgosið í Holuhrauni er svo fallegt þess vegna töluðum við mikið um það og í Nýja-Gíneu hefur eldfjallið Tavurvur hafið hafið sitt gos sem askan fer um það bill 16 kílómetra upp í loftið svo fórum við allir að spjalla.

Þriðjudagurinn

Byrjuðum á því að skoða glærur sem um holdýr og svampdýr, síðan fórum við í stöðvavinnu um dýrafræði það voru um það bill 13 stóðvar í boði en ég fór á fjórar stóðvar fysta stóðin hét Verkefni og spurningar 2-6 og ég svaraði öllum spurningunum, önnur stöðin sem ég fór á hét Lesskilingur um vistkerfi og ég vissi allt um það, þriðja stöðinn hét hvað ógnar kóralrifjum ert þú ábyrgur? Ég skipti því í tvo flokka einn hét með og hinn á móti ég skrifaði í með Eplatréið mitt, skógar, endurvinnsla, allir sem ekki bílla og nota hjól, labba og nota t.d rafmagnsbíla. Á móti skrifaði ég bíllar, ruslið sem við losum okkur við og Apple og Samsung því þeir hugsa ekki mikið um umhverfið þeir hugsa bara um peninga. Síðasta stöðin sem ég fór á hét orð af orði sem er orðaleikur sem þú samsettir orð, maður dregur þrjá miða og er eitt orð á hverjum miða, þú ferð eitt stig ef þú samsettir tvö orð en ef þú samsettir öll þrjú orðin þá færðu tvö stig ég var með sölvi í þessu við vorum að keppast ég náði að setja eitt úr úr þremmur orðum það var bærundarfræði.

Fimmtudagurinn 

Við fórum að gera hugtaka kort um rittgerð sem við erum að fara skrifa, ég mun skrifa um hinn fræga, flotta og magnaða Kiwi Fugl, ég skrifaði nokkuð stórt Hugtakakort og skillaði það í tímanum, Kiwi fuglin er í útrýmingahættu það eru aðeins fimm tegundir till og tvær þeirra búa bara á vendarasvæðum, helsti Kiwi fugla dreparinn er veiðihundurinn því honum þykkir gaman að kremja fuglin því fuglin er viðkvæmur. Hugtakakort er hægt að sjá hér…..

Það sem ég lærði þessa viku

 • Marglyttur er 95% vatn
 • Ekta svampur er búin til úr stoðgrind þess
 • Dýraríkið skiptist í tvær megindeildir Hryggleysingjar og Hryggdýr
 • Hryggleysingja eru án hryggs
 • Hryggdýr eru með hrygg
 • Svampdýr eru elstu fjölfrumu dýr sem lifa á jörðu

mynd af öllu inní Holdýrum mynd sótt hérna…

 

 

 

 

 

 • Posted on 17. september 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 1
Leave a comment

Mánudagurinn

Við byjuðum að fá upprifjun frá því í fyrra og ég gat ekki svarað öllu því ég var lengi að skrifa, en það var spurt hvað er ljóstilifun og ég veit hvað það er það er þegar plantan býr til glúrkósa sem er sykur en það býr það til þegar það tekur koldíoxið(CO2) og sólin og grænukornin búa til glúrkósa og losa sig við súrefni eins og við menn losum okkur við koldíoxið(CO2) opg þetta ferli kallast Ljóstillífun, Líka var spurt hvað neytandi var það er nú aðvelt gras er frumframleiðandi og það er því ekki neytandi en þegar kindin borðar grassið þá er kindin kölluð fysta stigs neytandi, síðan var spurt hvað vistfræði er ég var strand en vistfræði er nú allt um vistkerfi og lífvana lífverana og hvaða dýr borðar hvað og hvaða dýr er efst í matakeðjuni, Gyða síðan kendi okkur að flokka dýr „vísindaleg flokkun“ það eru nokkrir flokkar en þeir eru líf, lén, ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund en sum dýr eru ekki hægt að flokka t.d liger og múlasni þeir eru ekki eigin tegund því að þessi dýr eru“ófrjó“ það þýðir að liger og liger geta ekki eignast afkvæmi liger er blanda af ljóna og tígirsdýr og mílasni og múlasni geta ekki eignast afkvæmi, múlasni er blanda af hesti og asna.

Biological classification L Pengo Icelandic.svgmynd frá “ þessari síðu“

Þriðjudagurinn

Ég var ekki þá en það var plakat vinna en ég var ekki því ég fór á námskeið.

Fimmtudagurinn

Blogguðum aka þetta blogg var gert á þessum degi.

 

 bara einn svona til að hjápla mér að muna hvað ljóstillifun mynd sótt á„þessari síðu“

 • Posted on 28. ágúst 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 1
Leave a comment

Mánudagur

Ég var ekki í skólanum

Fimmtudagur

Fórum í tölvuver og fórum á fuglasíðuna og skouðuðum fugla og hlustuðum á hljóð fuglana svo við mundum þekkja hvaða hljóð kemur frá t.d Heiðlóu og þekkja hvernig hún lítur út, svo fórum við í próf á síðunni hvað við þekktum margar tegundir í útliti og við fengum bara að giska á tíu fugla tegundir ég fékk gleymdi því og það var líka próf hvað við þekktum margar tegundir af fuglum í útliti og ég  gleymdi hvað ég fékk.

Föstudagur

Við horðum á restina á ákorunar myndböndinn sem við gerðum þar síðustu viku sem var geiðveikt gaman.

Fréttir

Minnst 201 dánir í námu slysi í Tyrklandi……………………

geta sparperur valdið húðkrabbameini………………………….

 • Posted on 14. maí 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 7
Leave a comment

Mánudagur

Það var ekki við fórum á leikrit Flúðaskóla

Fimmtudagur

1.Maí

Föstudagur

Gyða byrjaði að því að kynna fyrir okkur hvað við, vorum að fara gera, hún sagði að við mundum ekki fara í aðra tíma í dag nema hjá henni og hún skipti okkur í hópa ég var með Siggu Láru, Hannesi og Eydísi. Verkefnið var áskorun og það voru þrjú skyldu áskoranir sem við þurftum að gera. Eitt þeirra var að finna fugla a.m.k 3 tegundir og við fundum Skógarþröst, Álft og Hænu, annað skyldu áskorunin var að greina fjóra tegundir barrtrjá við fundum Lerki, Furu, Blágreinni og eina en sem ég man ekki nafnið á, síðasta skylduverkenfið var að taka „selfie“ uppá Miðfelli ég og Hannes komun á undan Siggu og Eydísi á fjallið langt á undan. Það voru fullt að auka áskorunarir við gerðum nokkrar t.d að segja brandara við eldri borgara Hannes sagði brandara en gamli maðurinn hló ekki, líka að syngja og dansa Eurovision lag og við fengum næstum allan 9.bekk til syngja og dansa með okkur Euphoria „geiðveikt gaman“, sungum fyrir leikskóla krakkana Í leiksóla er gaman krakkarnir sungu betur en við því við kunntum ekki lagið, létum nokkra krakka segja á sumum tungumálum „Nú er komið sumar og ég syng eins og upphálsfuglinn minn“,Hannes og Eydís lobbuðu á höndum niður Miðfell, við gerðum síðan ekki meir svona var GEIÐVEIKT SKEMMTILEGUR DAGUR!!!!!

 • Posted on 7. maí 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 7
Leave a comment

Mándagurinn

Ég var ekki á mánudaginn ég var að kaupa fermingarföt. Þau kynntu plaggöt um virkjanir í Þjórsá.

Fimmtudagurinn

Fórum í stutta könnun um Þjórsá, mér gekk ágætlega því ég gleymdi að æfa mig en þetta voru bara krossa spurningar satt eða ósatt. Skoðuðum blogg sumir blogga sumir gleyma, það er mjög gaman að sjá hvað aðrir blogga um, margir setja inn fréttir sem eru mjög skemmtilegar. Við fórum síðan í tölvuver að blogga. GWh þýðir gigawattastundir sem ég vissi ekki, vatn hefur tvær ventiseindir og ein súrefnis.

Nokkrar FRÉTTIR

breyttu flösku í hleðslutæki…………………

 • Posted on 3. apríl 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 6
Leave a comment

Mánudagurinn

Við fengum glærur um eðlisfræði Þjórsár kíktum a nokkrar fréttir, líka nýja virkjunar kosti við Þjórsár, líka einnhvað um Þórisvatn það var minna en svo var virkjað nálægt og þá var meira vatn látið renna í vatnið, eftir það varð Þórisvatn stæðsta stöðuvatn á Íslandi.

Fimmtudagurinn 

Var veikur…………

Föstudagurinn

Var veikur…………………..

 

Fréttir.

Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar……………….

Náttúruhamfarir af mannavöldum………………….

Varað við mikli loftmegun í Bretlandi……………….

 • Posted on 2. apríl 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 6
Leave a comment

Mánudaginn

Við kynntum plaggötin sem við gerðum síðasta föstudag, ég, Ástráður, Steinar og Sölvi gerðum plaggat um landmótum jökla, við kynntum okkar reyndar gerði Ástráður alla kynninguna síðan kynnti nokkrir aðrir sumir náðu ekki að kynna því að þau voru ekki og Gyða vildi kynna fyrir okkur hvað við mundum læra þessa viku  því að það var ekki mikil tími eftir. Við byjuðum á að læra um lífríki Þjósár töluðum um t.d frumbjarga /ófrumbjarga, vistkerfi, fæðukeðja/fæðuvefur og margt fleirra en svona var hinn magnaði mánudagur

Fimmtudagurinn

Við byrjuðum á því að klára horfa á aðra kynna plaggötin, svo fórum við yfir glærur (ath kláruðu  ekki allar) t.d orkupíramada hvað er það, það er píramadi sem sýnir okkur hvernig að það tapast 90% orka og 10% komast áfram, í ferli vistkerfsins þess vegna er að pæla í að rækta skordýr svo það tapast ekki mikil orka, vorum eiginlega að rifja upp frá í haust því þá vorum við í vistfræði t.d  frumframleiðandi, fysta stigs neytandi, annars stigs og svo fram vegis svona var fimmtidagur vikunnar.

Föstudagurinn

Horfðum á mynd í fyrri tíman um Þjósárdal í myndinni var mjög mikil fjallað um jarðfræði í myndinni fannst mér,svo kláruðum glærupakkan frá því í gær, við vorum að tala um Þjósárver þar sem mikið lífríki er en orið ver þýðir gróður svo þetta heitir eiginlega Þjósárgróður en það heitir Þjósárver töluðum um það, skoðuðum blogg, fréttir, svöruðum spurningum sem var í glærunum því að við erum með iPad sem tengjast við glærupakkan sem Gyða stjónar og hún getur líka lát okkur svara spurningum í iPödunum sem við erum í líka tengja saman myndir en svona var hinn skemmtilegi föstudagur. :) :) :) :)

Smá fréttir…

Íslendingur rannsakar Miklahvel eða Big Bang……………………..

Ein mesta uppgötun stjörnuvísindamanna…………………………………..

1.500 ára gamal mosi lifnaði við…………………………………..

Dularfullt ljós getur verið fyrirboði jarðskjálfta………………………….

 • Posted on 19. mars 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 6
Leave a comment

Mánudagur

Gyða var ekki veit ekki afhverju en það var ekki tími

Fimmtudagur

Var mjög stór fyrirlestur um jarðfræði Þjósá, fengum glósur um jarðfræði Þjósárar í glósunum var milkið um jarðfræði t.d innri og yttri öfl, innri öfl er allt sem er að gerast í jörðinni en hefur áhrif á yfirborðið t.d jarðskjálftar, eldgos og aðeins fleirra, yttri öfl er t.d vindur, rigning og meira. Gyða tók líka fram fossberar hvernig fossar virka. Hún sagði að ár eru í þrem flokkum þau eru skipt í þessa flokka Dragá eru ár sem taka skít og drullu í sig, Lindá eru ár sem eru mjög tær hún heldur sig alltaf í sama hita stig sama hvort það er vetur eða sumar en Gyða sagði margt fleirra um jarðfræði þjósár, svona var fimmtudagurinn minn.

Föstudagur

Á föstudaginn byrjuðum við á því að kíkja á blogg hjá bekkjarfélögunum mínum sem blogguðu, og allir setja alltaf inn fréttir og við skoðum eina frétt alltaf af einu bloggi það er svo gaman að sjá sumar fréttir sem við skoðum. síðum vorum við skipt í hópa ég var með Ástráði, Steinari og Sölvi í hóp og við áttum að gera plaggat um eitthvað sem Gyða var að kynna fyrir okkur í gær(fimmtudaginn). Við völdum Múlajökull og gerðum plaggat um það, við teiknuðum mynd og skrifuðum texta líka um hvernig jökull hann er og hvað hann skilur eftir sig, Múla jökull er skriðjökull og það þýðir að hann skríður áfram og síðan bráðnar það sem hann skríður stundum og þá skapast lítil vötn og lítil hól sem fer meðfram þar sem jökullinn var, en við höfðum bara tíman á föstudaginn til að klára, við náðum að klára en svona var föstudagurinn minn. hér er mynd af múlajökli ég fékk myndina frá http://iowapublicradio.org/term/pleistocene-epoch 

Hér eru nokkrar fréttir.

Fílar sem bera kennsl á mannsraddir……………

Mafían grunnuð um fjöldamorð af býflugum……………….

Eins og ísland var til í gær…………………………..

Draumatæki sem breytir vatni í vín……………………………

Nanó silfur getur skaðað mannslíkamanns…………………………..

 • Posted on 12. mars 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 6
Leave a comment

Mánudagur

Það var vetrar frí í skólanum Jíbbí

Fimmtudagur

Við byrjuðum í nýjum hlekk sem er þema hlekkur  sem þýðir að við fjöllum um aðeins eitt en það er margt sem er hægt að fjalla um en við erum í þema hlekk um lengstu á á Íslandi hún heitir Þjósár, við skoðuðum blogg hjá þeim sem blogguðu t.d skoðuðum við mitt, Gyða kynnti okkur hvernig að þema hlekkur virkar t.d að við tökum einna viku í jarðfræði þjósár, við áttum að fara að skoða fræðslumyndband sem Gyða var búin að finna en við höfðum ekki tima til. Svona var Fimmtudagurinn í náttúrufræði.

Föstudagur

Gyða sýndi okkur myndböndin sem við áttum að horfa á fimmtudaginn(í gær) þau voru skemmtileg um ferðamenn að labba um ísland og auglýsing um ísland, kíktum á nokkrar fréttir þetta var fyrri tíminn í seinni fórum við í tölvur/ipada og vorum að leita að upplýsingum um þjósá og ég var með Heklu og Orra við fórum leituðum upplýsingar um eldfjallið Heklu kölluð drottning íslenska eldfjalla og hliðið til helvíti. svona var föstudagurinn minn en hér fyrir neðan eru fréttir sem ég las og vil deila með.

Hætta á að banvænir vírusar vakni………………….

Nú er hægt að fá gíga á mars nefnda eftir sig………….

Kraftaverk: vaknaði í líkpoka………..

Mikilvægustu nytjaplöntur jarðarinnar komnar í geymslu á Svalbarða…………..

 

 • Posted on 5. mars 2014
 • Written by mathias00
 • Categories: Hlekkur 6
Leave a comment