Aftur í skóla !

Nú er skólinn byrjaður aftur og við komin í 10 bekk (WOW)

Í lok ágústar fórum við í hina árlegu 10 bekkjarferð til Danmerkur og þar sáum við sko aldeilis lífríki !…og margt annað að sjálfsögðu :) Einn daginn fórum við í skógarferð inn í danskan skóg sem var upplifun og hann var frábrugðin Kvennfélagsskóginum okkar sem við erum vön. Í honum sáum við margsskonar dýr, ýmiskonar skordýr, dádýr og svo margar plöntur.

Dæmi um dýr sem við sáum:

  • engispretta
  • skógarmítill
  • dádýr
  • köngulær…þær voru maaaaargar og stórar !
  • margsskonar flugur
  • Drekafluga

Þetta eru dæmi um dýr sem ég hef ekki séð á Íslandi og því eru þau alveg nýtt fyrirbæri. Eftir þessa dásamlegu skógarferð fórum við í sturtu….og þá sást að nokkrir skógarmítlar hefðu skroppið aðeins í heimsókn á nokkra íslenska krakka og voru þeir óboðnir og fjarlægðir um leið !

Skógurinn sjálfur var ekkert rosalega ósvipaður sjálfur og á Íslandi….jú það eru engin fjöll í Danmörku og svo var vatn líka inn í skóginum…hann var stór og því villtumst við mjög mjög mjög….já og mjög oft! Það var nánast ekkert eða mj0g lítið af grjóti í skóginum og alveg greinilegt í að það hafði verið unnið svoldið í því að gera skóginn huggulegan því þarna voru skýli, eldstæði, rólur, bekkir, borð og bílastæði en sammt allt unnið úr tré og úr náttúrulegum efnum.

Þennan dag sem við fórum út í skóg þá byrjuðum við á því að labba út í skóg sem sirka 4km og þegar í skóginn var komið fórum við í leik þar sem við áttum að rata út um allan skóg og leisa þrautir…svoldið eins og amazing race og sá hringur átti að vera um 5km eeeen að rata í skógi er nú ekki alltaf einfallt mál svo þeir urðu kannski 10+ hjá hópnum mínum og mikið var maður orðin þreyttur loksins þegar maður fann rétta staðinn þar sem allir biðu eftir manni. Þar fengum við mat að borða og svo var langt á stað heim og þar voru heilir 4km í viðbót !! :O Þetta var göngudagurinn mikli sem fór örugglega yfir 20km!                                                          DrekaflugaÞetta er mynd af Drekaflugu sem við sáum úti og þær vildu gjarnan elta okkur ef við hlupum í burtu frá þeim eða reyndum að forðast þær en þær fóru sjálfar ef maður sat bara kjurr og hreifði sig ekkert. Þær eru með mjög spes fluglag en það er eins og þær séu alveg beinar og hreyfislausar.

Tréin í Danmörkuu !

Dæmi um tré sem við sáum:

  • Eplatré! (nammi)
  • plómutré
  • kastaníuhnetutré 

Við sáum þessi tré í Danmörku en þau sjást gjarnan ekki á Íslandi og því fannst okkur það frekar sértstakt að sjá þau! En það voru mjög góð epli á eplatréinu!

Kv Ninna :)

Heimildir af mynd: http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr/aettbalkar/vogvaengjur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *