1 hlekkur vika 1

Mánudagurinn 2 september:

Á mánudaginn komum við saman í fyrsta skipti eftir sumarfrí og spjölluðum um hvernig veturinn myndi verða og svo fórum við niður í tölvuver og skrifuðum um lífríkið í Danmörku. Þessi hlekkur fjallar um Lífríki og manninn og náttúruna.

Fimmtudaginn 5 september:

Á fimmtudaginn vorum við í tvískiptum tíma, þannig við vorum bara stelpurnar í tíma sem var mjög þæginlegt. Í þeim tíma fengum við glósur og Gyða fór yfir þær á töflunni. Því næst fórum við í stöðvavinnu og unnum tvær og tvær saman. í boði voru 10. stöðvar en þær voru:

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Fæðukeðja – fæðuvefur
 7. Orkusparnaður – stærðfræði
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð

Ég og Erla unnum saman og við tókum stöð 1,5 og 10.

Stöðvavinna:

STÖÐ 1 !

Við bjuggum til efnaformúlu fyror ljóstillifun/bruna og stilltum af. Formúlan fyrir ljóstillifun er: CO2 + H2O—–>C6  H12 O6 + O2

STÖÐ 5 !

Á stöð 5 gerðum við krossgátu upp úr námsefninu og hún var þannig að við svöruðum spurningum og settum svörinn inn í krossgátuna.

Hér eru nokkrar spurningar og svör við krossgátunni

 • Lofttegund sem er nauðsynleg plöntunum = Koltvíoxið
 • Næringarefni sem myndast við ljósstillifun = Glúkósi
 • Frumulíffæri þar sem ljóstillifun fer fram = grænukorn
 • Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkósa = súrefni
 • Op í blöðunum sem hleypa lofttegundum inn og út = loftaugu
 • Það sem umlykur lofttaugu =  Varafrumur

STÖÐ 10 !

Á stöð 10 fórum við í þetta sjálfspróf og svöruðum spurningum úr því.

Heimildir:

Náttúrufræði síðan okkar! :)

Kv Ninna Ýr :)

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *