1. hlekkur vika 3

Mánudagurinn 16 sept. 

Á mánudaginn var dagur Íslenskrar Náttúru og í tilefni þess fórum við út að týna birkifræ sem við gáfum svo til Hekluskóga. Þetta er orðið árlegt hjá okkur og við týndum mest í fyrra og unnum keppnina þá og að sjálfsögðu unnum við aftur og týndum í kringum 400 gr. af birkifræum :)

Við kíktum aðeins á efni eftir Einar Sveinbjörnsson sem er veðurfræðingur og hefur mikinn áhuga á veðri og pælir mikið. Hér er hægt að fara inn á bloggsíðuna hanns og skoða ýmislegt fróðlegt sem ég mæli með !

Við fórum líka inn á þessa slóð en á henni er að finna efni sem við bjuggum til plaggat úr á fimmtudaginn um loftslagsbreytingar. Við horfðum líka á fræðslumynd frá þessari slóð um efnið.

Fimmtudagurinn 19 sept.

Á fimmtudaginn bjuggum við til plaggat úr vefslóðinni hér fyrir ofan og bæklingum sem fylgir henni sem Gyða á :) Við vorum í nokkrum hópum og ég vann með Guðleifi og Stefaníu og við gerðum plaggat um veður, veðurfar og loftslag. Hér fyrir neðan er mynd af plaggatinu okkar en við lögðum mikið upp úr því að teikna :)

2013-09-19 14.29.34-1

Áhugaverðar slóðir:

Er loftslag að breytast?

Veðurvaktin

Kveðja Ninna :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *