1. Hlekkur vika 4

Mánudagur 23 september !

Á mánudaginn þá fórum við í þvílíkann tíma þar sem við pældum í hugtökum sem myndu líklega koma fyrir í náttúrufræðiprófinu á fimmtudaginn. Við ætlum sem sagt í próf á fimmtudaginn úr kafla 1-3 úr Maður og Náttúra. Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver ýmist að blogga eða lesa okkur og undirbúa undir prófið næstkomandi fimmtudag :)

Hér koma nokkrir punktar úr köflunum:

  • Formúla fyrir ljóstillifun er- koltvíoxið+vatn+sólarorka—->glúkósi+ súefni
  • Það eru í kringum 9000 stöðuvötn á Íslandi sem eru stærri ein einn hektari á stærð
  • Hafið er stærsta vistkerfið á jörðinni en það þekur 2/3 jarðarinnar.
  • Auðlindir er einhvað sem er verðmætt til dæmis vatn, náttúrufegurð, eða einhvað sem nýtist okkur.
  • Óson er gastegund sem myndast í heiðhvolfinu.
  • Óson er ekki það sama og Gróðurhúsaáhrif.
  • Vatn er eðlisþyngst við 4°
  • Stöðuvötn skiptast í 2 meginhluta; jökulvötn og Lindvötn

Orkupíramídi

Hugtakið orkupíramídi eða fæðupíramídi merkir hversu mikla orku lífverur neyta í fæðukeðjunni. Þeir sem er ofarlega fá mun minni orku heldur en þeir sem eru neðst í henni. Þegar lífvera neytir fæðu fara 90% af henni út með hita, öndun eða hreyfingu þegar lífveran er að hreyfa sig. Þau 10% sem eru eftir notar lífveran svo til þess að byggja sig upp eins og í vöxt og fleirra. Þeir sem eru eftst í orkupíramídanum eru oftast með mikið af þrávirkum efnum í líkamanum og eitri. Ísbirnir eru gjarnan efstir í orkupíramídanum en þeir eru með mikið magn af kvikasilfri í sér. Dæmi um fæðukeðju er t.d gras—->naut—->maður—–>Ísbjörn.

Fróðleiksmoli vikunnar er um kvikasilfur ! :)

Kvikasilfur er frumefni og með efnatáknið Hg. Það er númer 80 í lotukerfinu. Kvikasilfur er oft notað í hitamæla, loftvogir og ýmis önnur vísindaleg mælitæki. Kvikasilfur er baneitrað efni og heilaskaðandi, því svoldið sérstakt að Ísbirnir skuli innbirgða mikið af því.

Kúluskítur

Kúluskítur er heiti yfir vaxtaform grænþörungs sem vex á talsverðu dýpi í stöðuvötnum. Kúluskítur myndar þétta kúlu og þær geta orðið misstórar alveg frá því að vera nokkrir millimetrar í þvermál í það að vera 15 cm ! Það hafa einungis fundist svo stórar kúlur í 2 vötnum í öllum heiminum og við erum svo heppin að annað vatnið heitir Mývatn og er staðsett á Íslandi, hitt vatnið er hinsvegar Akanvatn í Japan. Kúlurnar liggja á botninum í vötnunum og geta bæði myndað breiður og verið í hrúgum. Nafnið er fengið af því þegar bændur á Mývatni fengu hann í silungsnetin sín kölluðu þeir hann Kúluskít.

Fimmtudagur 26. september !

Á fimmtudaginn fórum við í próf úr 1-3 kafla sem var bara mjög sanngjarnt :) Í seinnitímanum ræddum við aðeins um næsta viðfangsefni en það eru erfðir og erfðafræði. Við skoðuðum svo svoldið blogg hjá okkur. Hér er hægt að skoða bloggið hennar Guðleifar sem mér fannst mjög fróðlegt þar sem hún ræðir um Hekluskóga og áætlanir þeirra en við týndum einmitt birkifræin fyrir þá um daginn :) Hún talar einnig um plakatið sem við gerðum í síðustu viku !

Ef þú villt kanna getu þína í Ljóstillifun og bruna og vistfræðinni og umhverfinu okkar(því efni sem við erum búin að vera í) þá getur þú farið inn á þessa síðu og reynt að svara spurningum eftir bestu getu í kafla 1-3 :)

Fréttir ! :)

Vatn á Mars – Þeir fundu vatn á Mars og halda fram að það sé hægt að ná um hálfum lítra af vatni úr 0,03 kúbikmetrum af jarðvegi á Mars, en það svipað til kubbs sem er um 30 cm á lengd, breidd og hæð.

Nef á enninu ! – Hvursu nett væri það nu ef maður gæti allt í einu andað með enninu !

fæddist með 2 höfuðkúpur

Ísinn er að bráðna af olíuaulindum – Ísinn í heiminum er að bráðna smátt og smátt vegna hlýnun jarðar.

Sumt fólk er einfaldlega grátlega „vitlaust“

Erum við örugg í háloftunum?

 

plöntufruma

 

Hér er mynd af plöntufrumu en það sem einkennir plöntufrumu er frumuveggur,safaból og grænukorn :)

Ef þú villt fræðast meira um plöntufrumu og dýrafrumu mæli ég með þessari hér slóð :)

 

Kv Ninna Ýr :)

Heimildir:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://vefir.nams.is/litrof/leikur/madurognattura.html

http://is.wikipedia.org/wiki/Kvikasilfur

http://www.webelements.com/

http://nemar.fludaskoli.is/gudleif/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/25/bua_til_nef_a_enninu/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/25/faeddist_med_aukahofudkupu/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/26/isinn_bradnar_ofan_af_oliuaudlindunum/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/24/letu_blekkjast_af_auglysingu/

http://visir.is/badir-flugmennirnir-sofnudu-i-flugi-farthegathotu/article/2013130929324

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/26/2_prosent_vatn_var_ad_finna_i_jardvegssynum_a_mars/

http://visindavefur.is/svar.php?id=2987

mynd: http://visindavefur.is/svar.php?id=4605

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *