1. Hlekkur vika 5

Mánudagurinn 30 september !

Október á morgun jubbii ! Í dag fengum við sko aldeilis glósupakka frá Gyðu ! :) Hann fjallar um erfðir. Við fórum svona aðeins yfir þetta á tölflu og skoðuðum ýmishugtök eins og þessi:

  • Ríkjandi er sterkari eiginleiki.
  • Víkjandi er hverfandi eiginleiki.
  • Ríkjandi Gen-þau eru táknuð með stóru H fyrir háan vöxt.
  • Víkjandi Gen-þau eru táknuð með liltu h fyrir láan vöxt.
  • Hver og einn afkomandi fær helminginn af genum frá móður og hinn helminginn frá föður.
  • Arfhreinn ríkjandi er táknað með HH og arfhreinn víkjandi er táknað með hh og þeir eru alveg hreinræktað eða þar sem „móðir“ og „faðir“ eru eins.
  • Arfblendinn er táknað með Hh en þar er t.d kannski pabbinn stór en móðirin lítil.
  • Svipgerð segir okkur til um hvernig útlit er.
  • Segjum svo að litlir foreldrar eru bæði með genin hh geta bara eignast lítinn krakka sem verður með genið hh.

Hvað er erfðafræði?

Erfðafræði fjallar um erfiðr lífvera um hvaða eiginleikar berast frá lífveru til afkvæmisins. Erfðafræði tengist mjög frumulíffræði, þroskunarlíffræði og þróunarlíffræði og hún nýtist mjög í flokkunarfræði. Hún er mjög ung fræðigrein. En hver gat sannað að erfðafræðin væri ekki bara kenning? Það var Gregor Mendel.

Hver var Gregor Mendel?

Það ættu allir að vita það að Gregor Mendel var faðir erfðafræðinnar. En hann gerði tilraun með ræktun á garðertuplöntum sem eru baunagrös. Það var merkilegt með hann að hann vissi ekki baun um litninga eða gen. Tilraunir Mendels gáfu honum þær staðreyndir að fræ lávaxinna plantna gaf bara láfvaxnar plöntur og fræ af hávöxnum plöntum gáfu bara af sér hávaxnar plöntur.Aðrar gáfu af sér bæði hávaxnar og lávaxnar plöntur. Hann prufaði einnig að setja hreinræktaðar hávaxnar plöntur saman við hreinræktaða lávaxna plöntu og úr því kom hávaxin sem þýðir að stærra sé ríkjandi en minna víkjandi.

Ef þú villt lesa meira um Gregor Mendel kíktu hér.

Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og kíktum á þessar tvær slóðir:

Erfðafræði

erfðir – á þessum vef er hægt að fræðast ýmist um erfir og Gregor Mendel og einnig hægt að gera gagnvirk verkefni. Við vorum að gera verkefni á þessum vef á mánudaginn :)

Fréttir:

Nýr tígrístírhvolpur

Fundu plastefni á tungli Satúrnusar

Hlýnun jarðar fælir hreindýr frá Grænlandi

Kv Ninna :)

heimildir:

http://www.gen.is/index.php/erfdafraedi

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://erfdir.is/1/index.html

http://visindavefur.is/svar.php?id=5424

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/01/fundu_plastefni_a_tungli_saturnusar/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/02/yndislegur_tigrishvolpur_kom_i_heiminn/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/02/graenland_hreindyrum_faekkar_vegna_hlynunar/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *