1. hlekkur vika 6

Mánudagur 7 okt.

Á mánudaginn skoðuðum við betur hugtökin frá erfðafræðinni t.d ríkjandi og víkjandi og fleirri sem hægt er að sjá í fyrri færslu. Í seinni tímanum gerðum við verkefni og í þeim fólst að búa til erfðatöflur. Eitt verkefnið áttum við t.d að finna út hvernig hvolpur myndi líta út.

Fimmtudagur 10 okt.

Kryfja rottu ! :) Á fimmtudaginn fengum við þá lífslreynslu að kryfja rottu. Rottur eru eins og menn að innan s.s við erum með sömu líffæri og í sömu röð. Ég vann í hóp með Sesselju og Stefaníu :)

Hvað gerðum við?

Við byrjuðum á því að mæla rottuna, eftir það tókum við títuprjóna og pappaspjald og festum hana vel og vandlega svo hún færi nú ekki á flakk í aðgerðinni! Síðan kom að því að skera magan upp og hamfletta hana sem okkur tókst bara nokkuð vel. Fyrsti parturinn sem við opnuðum var brjóstholið og tókum þaðan vélindað, lungun, hjartað og blésum í það…sem var magnað að sjá ! Við skoðuðum þetta vel og svo sáum við þyndina en það er bara örþunn himna sem skilur brjósthol og kviðahol að og eingungis er eitt gat fyrir vélindað í gegn. Þyndin er mjög sterk þó hún sé þunn en sumir fá gat á hana og kallast það þyndaslit. Við skoðuðum því næst kviðaholið og þarmana…og kúk í þörmunum..og að sjálfsögðu ákváðum við að kreysta kúkinn út!! jammí!! og lyktin…oj.

við tókum líffærin öll út og lögðum þau á platta og skoðuðum þau og virtum þau fyrir okkur. Síðan fékk rottan okkar (stuart litli) að fara beint í ruslið.

Hér má sjá myndir af aðgerðum okkar.

 

lunga og hjarta

lunga og hjarta

Búið að skera á skinnið

Búið að skera á skinnið

 

 

 

 

 

 

 

 

Búið að opna alla rottuna.

Búið að opna alla rottuna.

Þarmar

Þarmar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inneflin úr rottunni

Inneflin úr rottunni

 

Kv Ninna Ýr :)

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *