Obbosí Ninna…gleymdiru að blogga? 1 hlekkur vika 9

Jájá það getur stundum verið erfitt að hafa mikið að gera þegar heilinn getur ekki munað eftir öllu en betra seint en aldrei svooo…

Mánudagurinn 28 október !

Við tókum svolitla upprifjun úr mannerfðafræðinni og erfðatækninni. Við tókum líka aðeins hvað væru helstu áhersluatriðin því jú…það er að koma próf ! :)

En hér má sjá helstu atriðin sem verður prófað úr !

Hvað ætli sé….

mítósa?…það er jafnskipting, við venjulega frumuskiptingu eftirmynda DNA sameindirnar sjálfa sig það gerir það að verkum að báðar frumurnar sem myndast verða erfðafræðilega eins. 

Ófullkomið ríki?…Það eru gen sem eru hvorki ríkjandi né víkjandi

Meiósa?…það er rýriskipting. Þegar frumur skipta sér í myndun kynfrumu þá myndast frumur með helmingi færri litninga en upphaflega fruman. Þegar frumur sameinsast verður til okrfruma og af henni þroskast svo nýr einstaklingur.

Hvað tengist í erfðatækni?…

Helstu atriði erfðatækninnar

Helstu atriði erfðatækninnar

Þetta er mynd sem ég bjót til en þarna er hægt að sjá það helsta sem einkennir erfðatækni

Í seinni tímanum fórum við í skemmtilegt alías en þar rifjuðum við upp allt sem stendur þarna á listanum fyrir ofan 😉

Fimmtudagur 31 október

próóóóf !!

Viðð fórum í stutta og sanngjarna könnun upp úr hlekknum…sem mér gekk bara nokkuð vel í ! :)

Eftir könnun skoðuðum við fréttir og spjölluðum aðeins :)

Frétt vikunnar !

Smástirni með sex hala

Kv Ninna :)

HEIMILDIR:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/11/07/smastirni_med_sex_hala/

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur/40-10-bekkur/heimavinna/249-koennun-manudag-8-november

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *