Hlekkur 2 og 3 vika 2

Mánudagurinn 18 nóvember

Á mánudaginn lærðum við að stilla efnajöfnur og fengum glærur til útskýringar og með nokkrum æfingum. Í fyrstu virtist þetta þó nokkuð flókið en svo þegar maður var farinn að pæla aðeins í hlutunum þá virðast þeir einstaklega einfaldir…eins og vanalega 1 :)

Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og gerðum verkefni tengt því að stilla efnajöfnur og mér finnst mér hafa bara gengið nokkuð vel í því ! :)

Set hér linkanna sem ég prufaði :)

http://funbasedlearning.com/chemistry/chemBalancer/default.htm

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/stilla.htm

ég prufaði aðalega þessa tvo en annars kemur frá FÁ :). Einnig var í boði að prufa vefinn frá MR sem er þessi en ég náði ekki að fara svo langt því tíminn var búinn :/

Hér er mjög ganglegt myndband á íslensku til þess að horfa á ef maður vill læra að stilla efnajöfnur !

Fimmtudagurinn 21 nóvember

Við kíktum aðeins á tölvuverkefni…við sátum tvær og tvær saman með eina fartölvu og unnum eftir farandi verkefni:

Ég og Erla unnum saman og við náðum ekki að klára nema bara efstu tvö atriðin sem eru frá Fjölbrautaskóla Ármúla því í seinni tímanum var ferðinni heitið á Laugarvatn í skólakynningu og söngvakeppni ML. Þar fórum við inn í náttúrufræðistofu og var þar til sýnis margskonar hlutir bæði í smásjá og uppstoppuð dýr, einnig var hægt að láta mæla í sér blóðþrýstinginn. Í ML er boðið upp á braut sem heitir Náttúrufræðibraut en hér er hægt að sjá markmið hennar.

http://ml.is/ á þessari síðu geti þið lesið allt sem ykkur langar um ML en þangað hafa margir krakkar farið eftir grunnskólagöngu í Flúðaskóla :)

Kv Ninna :)

Faðir erfðafræðinnar látinn

Pössum að eyða ekki of miklu helíum í blöðrur..það klárast einn daginn

Kv Ninna

HEIMILDIR:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *