Hlekkur 2 og 3 vika 5

Mánudagurinn 9 desember

jæjaaaa nú er komin spenningur í jólafríííí <3

Á mánudaginn var ég nú lítið í náttúrufræðitíma vegna þess að ég var undirbúa leynivinaviku sem er hefð hér í skólanum. Hinsvegar þegar ég kom inn í tíma var mjög spennandi alías í gangi sem krakkarnir voru í en þar komu verkefni á við að leika jólasveina eða jafnvel efni úr lotukerfinu sem við erum búina ð vera að læra :)

Fimmtudagurinn 12 desember

Á fimmtudaginn gerðum við tilraun/ir með þurrís sem við skiluðum svo skýrslu hér á blogginu og svo er einnig hægt að finna hana inn á verkefnabankanum mínum :) Þetta var mjög skemmtileg tilraun og fjölbreytt, svolítið öðrvísi en vanalega vegna þess að við vorum að rannsaka mismundandi hluti og gera svoldið það sem okkur fannst spennandi þannig við vorum með svona „hálfgerðar“ frjálsar hendur um þetta verkefni.

Hér er linkur af hvernig þurrís myndast og afhverju þessi gufa kemur frá honum – Vísindavefurinn

Hvernig virkar þurrís? – vísindavefurinn

Fróðleikur

Munurinn á þurrís og venjulegum ís eða klaka er sá að þurrísinn er frosið koltvísýringur en ís(klaki) er frosið vatn. Þegar þyðnar fer hann beint úr því að vera í föstu formi yfir í að vera gufa og sleppir milli hamnum sem er vökvaform. Vatn gerir þetta ekki það fer úr föstu formi yfir í vökvaform og svo í gufu.

Nokkrar flottar þurrístilraunir sem er hægt að framkvæma heima! :)

Þurrís og sápa…getur verið sniðugt :)

Hér eru tilraunir sem okkur var boðið að framkvæma og gerði ég sumar af þeim :)

Fín skemmtun fyrir krakka líka :)

Kveðja Ninna :)

Heimildir http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *