Þurrís hlekkur 2 og 3

Skýrsla um Þurrís

Hér kemur fram skýrsla um þurrístilraun sem var framkvæmt á fimmtudaginn seinasta eða 12 desember.

Þurrís í heitt og kalt vatn

Inngangur: Ég ákvað að taka þessa „stöð“ því ég vildi sjá hvort blaðran blési hraðar út og hvor þeirra yrði stærri.

Efni og áhöld: 2 lítil glös, 2 blöðrur, heitt vatn, kalt vatn, dropateljari, þurrís

Framkvæmd: Ég setti tilraunaglösin 2 í stand og svo setti ég 1 bita af þurrís ofan í sitthvort glasið og tók svo blöðrurnar og setti heitt vatn í appelsínugulu blöðruna með dropateljara og svo kalt vatn í grænu blöðruna með dropateljara. Síðan setti ég blöðrunar ofan á tilraunaglösin þannig að vatnið lak niður og á þurrísinn sem byrjaði að þyðna og þá blésu blöðrunar út.

Niðurstöður: Appelsínugula blaðran  varð mun stærri og blés hraðar út heldur en þessi græna. Þetta eru áhrif heita vatnsins sem var í appelsínugulu blöðrunni en þetta gerist vegna þess að sameindirnar eru á meiri hreyfingu í heitu vatni og því gerist efnahvarfið mun hraðar. Merkilegt er við þurrísinn að hann fer úr því að vera í föstu formi og beint yfir í að verða að gufu hann semsagt sleppir milli hamnum sem er vökvaform. 

Myndir úr tilrauninni :)

Myndir úr tilrauninni :)

Þurrís í blöðru og loka fyrir

Inngangur: Ég ákvað að prufa þetta til þess að sjá hvað þessi litlu kubbar eru „stórir“ í lofttegund sem sagt hvað þeir verða að miklu lofti.

Efni og áhöld: töng, þurrís molar, blár dallur, gul blaðra.

Framkvæmd: Ég byrjaði á því að setja 3 mola úr bláa dallinum ofan í gulu blöðruna og lokaði svo fyrir með hnút. Ég horfði svo á hvað gerðist.

Niðurstöður: Eftir örskamma stund stækkaði blaðran og stækkaði eins og einhver væri að blása hana upp nema það var þurrísinn sem var að blása hana upp. Þetta gerist vegna þess að þurrísinn er að fara úr föstu formi yfir í gas en hann sleppir vökvaformi í hamskiptum. Þessir 3 molar sem voru settir í blöðruna í upphafi samsvara öllu því lofti sem er inn í henni nú.

Myndir úr tilrauninni

Myndir úr tilrauninni

Þurrís og málmur

Inngangur: Ég ákvað að gera þessa stöð aðeins til þess að pirra stelpurnar í stofunni með þessu skemmtilega ískri…nei aðalega til þess að finna út úr því afhverju það kemur ískur og afhverju ískrið er mismunandi.

Efni og áhöld: Málmur, plast, þurrís, bakki, heitt og kalt vatn.

Framkvæmd: Ég byrjaði að setja þurrís í bakkan og tók svo mismunandi málma og þrísti í þurrísinn. Ég prufaði einnig að dífa málminum í bæði heitt og kalt vatn og gá að hvort það væri mismunur. Ég prufaði svo einnig að þrýsta plasti og gá hvort kæmi hljóð.

Niðurstöður: Í málmunum heyrðist tölvuvert hljóð en það var mismunandi eftir því hvaða málm ég notaði. Það heyrðist einnig meira ef málmurinn var heitur. Það gerist vegna þess því heitara sem það er því meira þrýstingur myndanst þegar maður þrýstir því í kaldan þurrísinn.Við þennan þrýsting kemur svo hljóðið sem hálfgert ískurhljóð sem maður fær gæsahúð á að hlusta á :$.

Þurrís og sápukúlur

Inngangur: Ég ákvað að gera þessa stöð til þess að athuga hvernig sápukúlan hagar sér ofan í takmörkuðu rými svo er auðvitað alltaf gaman að blása sápukúlur ! :)

Efni og áhöld: sápukúlur, fiskabúr, fiskabúr.

Framkvæmd: Ég byrjaði á því að blása sápukúlu ofan í fiskabúrið sem tók smá tíma því hún vildi springa stundum. Að lokum tóks mér þó að koma einni stórri kúlu ofan í fiskabúrið en það merkilega var að hún sveif yfir þurrísinum sem var í botninum á fiskabúrinu.

Niðurstöður: Þetta gersti vegna eðlismassa en andrúmsloft er eðlisléttara en koltvíoxið ser er að gufa upp frá þurrísinum og svífur því sápukúlan fyrir ofan þetta koltvíox.

Hér má sjá mynd af tilrauninni en þarna svífur sápukúlan yfir þurrísnum go koltvíoxinu.

Hér má sjá mynd af tilrauninni en þarna svífur sápukúlan yfir þurrísnum og koltvíoxinu.

Takk fyrir að lesa :)

kveðja Ninna :)

Heimildir:

Myndir úr einkasafni

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *