Hlekkur 5, vika 3

Mánudagurinn 3 febrúar ! :)

Á mánudaginn vorum við með stutta upprifjun upp úr efninu því við erum að fara í próf. Við skoðuðum einnig mikið blogg.

Vissir þú að….

  • Segulkraftar og rafkraftar eru mjög skildir
  • segulmagn var uppgvötað um 500 f.kr. í Magnesíu
  • Segulmagn er notað í áttavita
  • Segulkrafturinn er mestur á endunum á segulskautunum sem eru á norður og suðurskautinu.
  • Segull hefur um sig segulsvið
  • Rafseglar eru notaðir í þvottavélar

Fimmtudagurinn 6. febrúar ! :)

Á fimmtudaginn byrjuðum við daginn á stuttir könnun upp úr hlekknum sem ég verð nú að segja að hafi verið mjög sanngjörn. Mér gekk ágætlega fyrir utan að ég gat ekki svarað örfáum spurningum um lögmál ohms því ég var ekki þegar við vorum að gera þetta en ég held að ég sé komin með þetta rétt núna….eða allavega vona ég það :)

Eftir þessa góðu könnun fengum við matið úr vísindavökunni og ég er mjög ánægð með útkomuna :) Okkur gekk mjög vel og þetta var mjög skemmtilegt verkefni eins og ávalt.

Við fórum svo í það að byggja rafrásir…JIBBÝ ! Okkur stelpunum fynnst mjög gaman að byggja rafrásir með rafrásadótiakassanum ! Þetta er svo gaman því maður getur gert svo mikið mismunandi maður getur búið til straumrás með ljósi, sýrenu, og viftu og svo getur maður prófað sig áfram með að setja mikið af rafmagni (batteríi) og þá snýst viftan hratt eða ljósið skín skærara.

Hér koma nokkrar myndir frá straumrásinni sem ég bjó til ! :)

straumrás- Ninna

straumrás- Ninna

 

 

 

Kv Ninna :) Heimildir:

Glósur frá Gyðu og myndin er úr einkasafni :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *