Hlekkur 5 vika 4

Mánudagurinn 10 febrúar

Á mánudaginn var Gyða svo óheppin að hún var veik :( En í staðin hjá okkur tók við svona nokkursskonar spurninga tími sem var nú skemmtilegri en hann hljómaði í fyrstu. Við fengum bara nokkrar blaðsíður úr bókinni Orkan og áttum að svara spurningunum úr henni. Þetta var tvöfaldur tími og maður gat nokkuð ráðið hvort maður vann þetta einn eða með öðrum. Ég stakk bara heyrnatólunum mínum á eyrun og vann þetta sem einstaklingsverkefni….því það er ágætt stundum. Mér gekk nokkuð vel að svara þessu og ég væri alveg til í að hafa svona tíma einu sinni í hlekk því ég lærði helling af þessu og lika maður lærir soldið að afla sér upplýsinga og leita sjálfur í bókum sem kemur sér að góðum notum í framtíðinni.

Fimmtudagurinn 13 febrúar

Fimmtudagurinn var aldeilis skemmtilegur dagur. Á dagskránni hjá unglingadeildinni var að fara í skíðaferð ! 😀 eða…þeir sem vildu fara sem voru nánast allir. Þannig því miður þá féll fimmtudagstíminn niður :( En við bætum nú vonandi úr því seinna.

Hér kemur smá fróðleikur…

  • Rafafl er sú vinna sem unnin er á einhverjum ákveðnum tíma og er það mælt í wöttum.
  • Fromúlan fyrir afl er:  Afl=spenna•straumur
  • Vör er öryggi í rafmagnstöflunum og örygginu slær út þegar það er of mikið álag eða straumur á straumrásinni.
  • Til eru tvennskonar öryggi en þau heita sjálfvör og bræðivör.
  • Bræðivör virkar þannig að það er silfurþráður sem bráðnar við of mikinn straum.
  • Sjálfvörin opnar straumrásina ef það er of mikill straumur sem fer um hana.

Hvað er næst á dagskrá hjá okkur?

Næst á döfninni hjá okkur er heimapróf úr hlekknum sem við erum búin að vera í og svo erum við að fara að búa til ritgerð sem við skilum af okkur í byrjun apríl. Í þessari ritgerð fáum við alveg frjálsar hendur um hvað við munum fjalla um. Mér langar rosalega að fjalla um jarðfræðina og innriöfl því ég hef mikinn áhuga á eldvirkni og flekum jarðarinnar.

Höfum þetta ekki meira í bili :)

– Ninna :)

Engar heimildir að þessu sinni…allt úr minni

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *