Hlekkur 5 vika 5

Mánudagurinn 17 febrúar

Á mánudaginn vorum við í Alías úr hlekknum sem við vorum að klára og fengum afhent próf sem við tökum heim og vinnum í því heima. Þetta var mjög erfitt og krefjandi próf. Við kíktum aðeins á blogg og svo spjölluðum við um rafmagnstöflu verkefnið.

Fimmtudagurinn 20 febrúar

Við skilðuðum heimaprófi í dag sem við fengum á mánudaginn.Þetta var mjög kósý tími við kíktum aðeins á fréttir og sáum mögnuð myndbönd ! :) Það er alltaf gaman að fræðast um heiminn og sjá hvað fólkið í útlöndunum er að gera…þó sumt af því sé nú ekki mjöööög gáfulegt :)

Samantekt hlekksins

Í þessum hlekk lærðum við aðalega um rafmagn og orku rafmagns. VIð fræddumst mikið um bæði nýja hluti og við höfðum jú heyrt einvhað af þessu áður. Við fengum nokkur krefjandi verkefni í þessum hlekk en þau voru t.d að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og skrifa um lekaliðann. Við fórum einnig í svona spurningartíma sem mér fannst fínt að prufa. Við tókum tvö próf, eitt heimapróf og svo einnig stutta könnun. Það sem mér persónulega fannst skemmtilegast við þennan hlekk var að byggja straumrásirnar og búa til ljós. Mér fannst það svo skemmtilegt því þá fékk maður að fikta sjálfur og fatta hlutina betur t.d því meira batterí því meira ljós kemur á peruna og svo fullt af svona hlutum.

 

Kv Ninna :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *