Hlekkur 6 vika 1

Mánudagurinn 24.2.14.

Á mánudaginn var ljúft og gott vetrarfrí <3 Enginn í skólanum og því enginn náttúrufræði tími í það skiptið :/

Fimmtudagurinn  28.2.14.

Á fimmtudaginn var heldur óvenjulegur tími og gerðum einhvað sem við höfum aldrei prufað áður en við fórum í nokkurskonar heimspeki. Við fengum nokkrar spurningar og veltum þeim fyrir okkur nú þegar við erum að fara inn í nýjan hlekk sem er um náttúru Íslands. Þetta voru spurningar og við þurftum að pæla mjög djúpt í þeim eins og til dæmis hvað er umhverfi? Umhverfi getur verið bæði víðtækt og sértækt orð og mjög mismunandi hvernig fólk túlkar það og alveg eins með náttúru, er tréstóll náttúra? og svo framvegis :)

Hvað er næst?

Jú við vorum að klára góðann hlekk um orku (raforku) aðalega og var það mjög skemmtilegur og fjölbreyttur hlekkur. Nú næsti hlekkur sem við ætlum að taka okkur fyrir hendur er einhvað sem við höfum ekki alveg gert áður en sammt ekki. Við höfum að sjálfsögðu tekið jarðfræði og lífríki og margt fleirra áður og eins og þemaverkefnin undan farin ár en þetta árið ætlum við að slá þessu öllu saman í nokkurskonar þemaverkefni um Ísland. Við erum einnig að skrifa ritgerð þennan hlekkinn sem við skilum svo 7. apríl næstkomandi. Mín ritgerð verður óbeint um innri öfl en aðalega þó um fleka, en ég mun segja aðeins frá innri öflum og útskýra þau. Ég ákvað að velja mér þetta efni vegna þess að mér hefur alltaf fundist merkilegt hvernig Ísland er, kannski eins og mjög margir vita þá er þetta heitasti reiturinn á jörðinni og alltaf einhver merkileg hreyfing í gangi.

island

Hér má sjá loftmynd af Íslandi, mér finnst þetta rosalega töff mynd því íslenskt landslag getur verið svo gríðarlega flott…við íslendingar hreinlega bara áttum okkur ekki á því hvað við höfum það gott !

Heimild af myndinni og mæli ég eindregið með að skoða þessa slóð þar sem þarna er umfjöllun frá íslandi og fleirri góðar myndir.

hana má finna hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *