Hlekkur 6 vika 2

Mánudagur 3.3.14.

Mars byrjaður og bolludagur genginn í garð…Í náttúrufræðinni á mánudaginn var Gyða ekki svo við vorum að undirbúa okkur í rólegheitum undir ritgerð.

Fimmtudagur 6.3.14.

Á fimmtudaginn var stelputímiii :) Við fórum í fyrirlestur hjá Gyðu um jarðfræði þessi nýji hlekkur um Ísland skiptist í fjóra hluta jarðfræði, lífríki, orku og umhverfi. Hér munu koma punktar sem ég punktaði niður hjá mér í tímanum.

 • ljóshraði er mesti hraði sem þekkist í heimi
 • Ljósár er ekki mælieining á tíma.
 • Stjarna sem er fastastjarna líkt og sólin lýsir sjálf og þarf ekki að vera upplýst
 • reikistjörnur sem eru það sama og pláneta eru upplýstar af fastastjörnum
 • tungl er fylgihnöttur plánetu og er einnig upplýstur.
 • Vetrarbrautin okkar er ein af mörgum mörgum.
 • Lofthjúpurinn er hluti af jörðinni
 • Gróðurhúsaáhrif og ósonlagið er ekki það sama !
 • Meðalhitinn á jörðinni er í kringum 15°C vegna gróðurhúsaáhrifa
 • Án gróðurhúsaáhrifanna væri meðalhitinn -18°C
 • Ósonlagið verndar okkur fyrir útfjólubláumgeislum
 • Öldin sem við erum á núna er Nýlífsöld og kallast kvarter.
 • Pangea var þegar öll löndin voru föst saman hér í eldeld gamla daga.
 • Sterkustu jarðskjálftar á íslandi verða um 7 á ricter

Lofthjúpur og Andrúmsloftið

Lofthjúpurinn okkar er hluti af jörðinni okkar líkt og jarðskorpan og möttulinn þá gegnir þetta allt sínu hlutverki svo að hér þrífist líf. Lofthjúpurinn var hér jú þegar líf byrjaði annars hefði enginn lifað en sammt sem áður erum við að mynda og móta lofthjúpinn. Lofthjúpurinn er samansettur úr nitri, súrefni, argon og fleirri eðallofttegundum. Við það að missa frumeindir þynnist lofthjúpurinn og loftið verður þynnra því hærra sem þú ert því það er lengra á milli sameindanna. Taka má dæmi um það að þegar þú ætlar að labba upp á Mount Everest er mun auðveldara að anda niðri heldur en uppi á toppnum og þegar þú ert að klífa fjallið þarftu að stoppa í búðum nokkrum sinnum á leiðinni og staldra þar við til þess að venjast loftinu því það er erfiðara að anda og þú verður fyrr móður, þetta gerst vegna þess að það er styttra á milli sameindanna.

Hvað er storkuberg?

Storkuberg er frumberg jarðar sem myndast við storknun bergkviku.

Hvað er setberg?

Það er berg sem hefur orðið til úr storkubergi sem molnar niður með tímanum vegna áhrifs veðurfars. Þetta berg getur brotnað og límst saman aftur.

Hvað er myndbreytt berg?

Það verður til þegar storkuberg eða setberg grefst undir fari jarðlaga og pressaðist og umkristallaðist. Þetta berg er hvergi að finna á Íslandi.

Mount-Everest3

Setti þessa mynd hérna þó hún tengist hlekknum voðavoða lítið bara vegna þess að mér fannst hún flott en þetta er Mount Everest sem er svo gríðalega erfitt að klífa vegna þess að það er svo erfitt að anda svona hátt uppi en það er 8,511 km hátt ! og er þetta hæsta fjall í heimi !

Hér má sjá heimild af mynd og svo eru textaheimildir úr glósum frá Gyðu.

http://www.hdpaperwall.com/mount-everest/

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *