Hlekkur 6 vika 4

Mánudagurinn 17.3.14

Í dag prufuðum við einhvað alveg nýtt þar sem við sátum tvö og tvö saman á borði eins og vanalega og svo var einn ipad á hverju borði og fyrirlesturinn fór fram í gegnum hann. Þetta var mjög sniðugt og manni leið svoldið eins og þetta væri mjög mikil tæknivæðing en þetta virkar þannig að Gyða er með einn ipad og sendir til okkar glæru sem hún talar um svo getur hún sent til okkar spurningar um glæruna sem við annaðhvort setjum krossa við það sem er rétt eða skrifum eitthvað. Hún getur einnig sent okkur inn á vefsíður o. fl. Þetta er einhvað sem er ábyggilega komið til að vera í framtíðinni.

Í seinni tímanum í dag fórum við niður í tölvuver og gerðum spurningar sem má sjá hér.

Ég svaraði eins miklu og ég komst yfir í tímanum og má sjá afraksturinn hér. Einnig má sjá þetta inn á verkefnabankanum 2013-14 undir 6. hlekk :)

Fimmtudagurinn 20.3.14

Á fimmtudaginn fórum við yfir fyrirlestur um lífríkið á íslandi og það fór fram í gegnum ipadinn eins og síðast liðinn mánudag :). Í seinni tímanum fór ég veik heim :(

Mér skilst á krökkunum að við höfum átt að taka eitt hugtak úr hvítbókinni úr kafla 11 um hugtök. Ég ákvað að skýra út fyrir ykkur hvað hugtakið búsvæði þýðir.

Búsvæði

Búsvæði er ýmist skilgreint sem svæði þar sem tegund lifir eða þrífst. Þetta getur einnig þýtt svæði sem er líffræðilega eða eðlisfræðilega einsleitt og er ekki endilega bundið við einhverja ákveðna tegund. Þar sem hefur verið erfitt að greina og afmarka ákveðin svæði hefur flokkun lands byggst á einingum sem kallast vistgerðir.

– heimild: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Hvitbok_natturuvernd_11.pdf

Kv Ninna :)

– Heimildir af náttúrufræðisíunni okkar sem má sjá hér.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *