Hlekkur 6 vika 5

Mánudagurinn 24 mars

Á mánudaginn tókum við fyrirlestur um Orku og nýja orku kosti sem við höfum ekki mikið fjallað um á árum áður.

Smá staðreyndir um orku:

 • Orka eyðist ekki hún einungis breytir um mynd.
 • Orku jarðrinnar má rekja til sólarinnar.
 • Við notum alltaf SI einingakerfið
 • Orku má virkja á margann hátt.

Dæmi um Orku sem má virka er Stöðuorku sem er breytt í hreyfiorku. Þá er vatnsafl virkjað. Hér á Íslandi er vatnsafls virkjannir mjög vinsælar og hentugar fyrir okkar land. Það er einn stór galli við vatnaflvirkjannir eins og allar virkjannir fylgja mögulega einhverjir gallar en það er að hún er óafturkræfanleg sem þýðir að það er ekki hægt að taka hana í burtu, hinsvegar er það hægt með vindmillur og eru þær því mun umhverfisvænari. Í vatnsaflvirkjunum getur einnig lífríki í uppistöðulónum raskast þegar yfirborð er að hækka og lækka eftir þörfum.

Vindorka er nýtt fyrirbæri á íslandi en þar nýtum við vindinn með vindmillum. Þær eru tvær hér á landi og eru staðsettar fyrir ofan Búrfell. Á vindmillum snást spaðarinir á öxli og öxulinn er tengdur við gírkassa, gírkassinn keyrir svo upp snúning og rafallinn framleiðir rafmagn. Rafmagnið er svo leitt niður turninn við lága spennu um kapal og er svo spennubreytir við jörð. Auðvitað eru bæði kostir og kallar við þessa orkunýtingu en helstu gallar eru að það er mjög erfitt að geyma þessa orku og þetta þykir mikil sjónmengun og jafnvel hljóðmengum í spöðunum svo ekki er hægt að hafa þetta nálægt húsum fólkis. Kostirnir eru aftur á móti að þetta er Endurnýtanlegt og afturkræfanlegt sem þýðir að þetta er mjög umhverfisvænn og spennandi orkukostur sem Íslendingar eiga vonandi eftir að þróa aðeins meira með sér í framtíðinni.

Aðrir Orkugjafar sem hægt er að nýta eru:

 • Sólarorka
 • vetni
 • Metan
 • Kjarnorka
 • Vatnsaflvirkjannir
 • Jarðvarmavirkjannir
 • Kol og Olía
 • Vindorka
 • Sjávarfallsorka

Fimmtudagurinn 27 mars

Á fimmtudaginn byrjuðum við á kynningu í Nearpod um Orkugjafa. Við vorum 2-3 saman í hóp og erum að búa til kynningu fyrir allan bekkin, hver og einn hópur velur sér einn orkukost af þessum hér fyrir ofan. Ég og Sesselja erum saman í hóp og við erum með sjávarfallsvirkjun og okkur gengur mjög vel með kynninguna.

Sjávarfallsvirkjun stafar mikið af flóði og fjöru en það er verið að virkja þegar sjórinn kemur að landi og þegar hann fer aftur

Hér má lesa nánar um Sjávarfallaorku.

Fréttir vikunnar

Hlýnun jarðar meiri en búist var við?

Bíll sem lifir flóðbylgjur af

Kv Ninna :)

Heimildir eru glósur frá Gyðu og svo náttúrufræði síðann okkar í Flúðaskóla

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *