1 Hlekkur vika 10 samantekt ! :)

Við kláruðum Hlekkinn með stæl !

Hvað gerðum við í hlekknum?

 • Við lærðum um loftegundir !
 • Gróðurhúsaáhrif
 • Orku
 • ljósstillifun og bruni…ehv sem maður kann uppá 10 !
 • Hringrásir efna
 • Vistkerfi
 • erfðafræðiiii !
 • Frumulíffræði
 • Mannerfðafræði
 • Krufning á rottu !! :)

Allt er hægt að finna þetta með því að lesa bloggið ! :)

Í þessari viku voru danir hjá okkur svooo lítið var gert nema tala dönsku :)

Frétt vikunnar

Öóó… metmagn af gróðurhúsaloftegundum

Kv Ninna :)

Obbosí Ninna…gleymdiru að blogga? 1 hlekkur vika 9

Jájá það getur stundum verið erfitt að hafa mikið að gera þegar heilinn getur ekki munað eftir öllu en betra seint en aldrei svooo…

Mánudagurinn 28 október !

Við tókum svolitla upprifjun úr mannerfðafræðinni og erfðatækninni. Við tókum líka aðeins hvað væru helstu áhersluatriðin því jú…það er að koma próf ! :)

En hér má sjá helstu atriðin sem verður prófað úr !

Hvað ætli sé….

mítósa?…það er jafnskipting, við venjulega frumuskiptingu eftirmynda DNA sameindirnar sjálfa sig það gerir það að verkum að báðar frumurnar sem myndast verða erfðafræðilega eins. 

Ófullkomið ríki?…Það eru gen sem eru hvorki ríkjandi né víkjandi

Meiósa?…það er rýriskipting. Þegar frumur skipta sér í myndun kynfrumu þá myndast frumur með helmingi færri litninga en upphaflega fruman. Þegar frumur sameinsast verður til okrfruma og af henni þroskast svo nýr einstaklingur.

Hvað tengist í erfðatækni?…

Helstu atriði erfðatækninnar

Helstu atriði erfðatækninnar

Þetta er mynd sem ég bjót til en þarna er hægt að sjá það helsta sem einkennir erfðatækni

Í seinni tímanum fórum við í skemmtilegt alías en þar rifjuðum við upp allt sem stendur þarna á listanum fyrir ofan 😉

Fimmtudagur 31 október

próóóóf !!

Viðð fórum í stutta og sanngjarna könnun upp úr hlekknum…sem mér gekk bara nokkuð vel í ! :)

Eftir könnun skoðuðum við fréttir og spjölluðum aðeins :)

Frétt vikunnar !

Smástirni með sex hala

Kv Ninna :)

HEIMILDIR:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/11/07/smastirni_med_sex_hala/

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur/40-10-bekkur/heimavinna/249-koennun-manudag-8-november

1. hlekkur vika 8

Mánudagur 21 okt.

Á mánudaginn var Gyða ekki :( svo við fórum niður í tölvuver að gera verkefni um erfðafræði. Ég gerði klónun á mús og erfðafræði verkefni.

Fimmtudagur 24 okt.

Á fimmtudaginn vorum við aðalega að rifja örlítið upp fyrir próf og grafa aðeins betur ofan í og skilja. Við gerðum líka verkefni sem Gyða lét okkur fá.

Þetta var svona það helsta á dagskránni þessa vikuna ! :)

Hvað er genasamsæta?

„Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings“. -tekið af vísindavefnum

Meira er hægt að lesa um genasamsætur hér ! :)

Frétt vikunnar !! 😀

Þeir fundu nýja plánetu !

Kv Ninna :)

Heimildir:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/31/lik_jordinni_en_medalhitinn_2000_c/

https://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1954

 

1. hlekkur vika 7

Mánudagur 21 okt.

Á mánudaginn fórum við í mannerfðafræði og blóðflokka.

Erfðir manna:

Í okkur eru u.þ.b. 30 000 gen og raðast þau á 46 litninga sem er í frumukjarna allra frumna í líkamannum nema kynfrumur þær eru einu frumurnar sem eru með 23 litninga því þær mæta annari kynfruma af hinukyninu og þar verður til barn með 46 litninga. Þessir 46 litningar raðast svo í 23 litningapör.Ef aukalitningur sé í litningapari nr 21 er manneskjan með down syndrome en meira er hægt að lesa um það hér.  Til eru fjölgena erfiðr en flestir eiginleikar hjá hverjum einstakling ráðast af mörgum genasamsætum.

Kyntengdar erfðir:

Allir kallar hafa XY litninga en allar konur hafa XX litninga. Munurinn er sá að X litningar bera gen sem hafa  neitt með kyneinkenni að gera og þeir eru stórif og geyma mikið af upplýsingum. Y litningar hafa einungis fá eða nokkur gen sem stjórna ekki karleinkennum. Því er til dæmis algengara að karlar séu litblindari heldur en konur því þeim vantar að hafa þennan stóra X litning sem geymir meðal annars upplýsingar um litblindu.

Blóðflokkar:

Til eru nokkrir blóðflokkar sem eru A,B,AB eða O. Segjum svo að barn sem á annan foreldrann í blóðflokk A og hinn foreldirnn í blópflokk B verður barnið í blóðflokk AB því A og B eru jafnríkjandi. Bæði A og B genin ríkja yfir O geninu og því er O víkjandi. Ef krakki á að fæðast sem er með annan foreldrann í A og hinn í O verður í A blóðflokki og alveg eins með krakka sem hefur annan foreldran í B og hinn í O verður í B blóðflokki. Þú þarf að vera arfhreinn O ef krakkinn þinn á að fæðast í O, sem sagt þurfa bæði foreldranir að vera í O blóðflokki svo krakkinn verði líka í O.

Hér er hægt að sjá hugtök erfðafræðinnar frá því smæsta til hins stærsta:

DNA<Gen<Litningur<Kjarni<Venjuleg líkamsfruma<Lífvera

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn gerðum við lítið sem ekkert því Gyða var ekki :/ Við fengum að nýta tímann í að klára að búa til danmörku kynninguna okkar sem var svo um kvöldið og sögðum við frá ferðinni okkar til Danmörku sem við fórum í haust ! :)

Karlkyns manneskja

Karlkyns manneskja

Hérna er mynd af karlkyni en á þessari mynd sést að litningur nr 23 er einn stór X og einn Y en hægt er að lesa meira um það hérna fyrir ofan í færlunni undir Kyntengdar erfðir.

Fréttir vikunnar ! :)

Súkkulaðinu fer fækkandi !…allir í megrun

Oreo kex á kókaín jafn ávanabindandi?

Street Wiew af Íslandi komið á netið !

Gróðureldar í Ástralíu

Kv Ninna :)

Heimildir:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://visindavefur.is/svar.php?id=7173

http://www.downsyndromenipt.info/genetics.html

http://visir.is/grodureldar-geisa-i-astraliu/article/2013131019029

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/16/fylgjast_grannt_med_sukkuladinu/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/16/oreo_kex_jafn_avanabindandi_og_kokain/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/11/islenskar_gotur_komnar_a_landakortid/

 

 

 

1. hlekkur vika 6

Mánudagur 7 okt.

Á mánudaginn skoðuðum við betur hugtökin frá erfðafræðinni t.d ríkjandi og víkjandi og fleirri sem hægt er að sjá í fyrri færslu. Í seinni tímanum gerðum við verkefni og í þeim fólst að búa til erfðatöflur. Eitt verkefnið áttum við t.d að finna út hvernig hvolpur myndi líta út.

Fimmtudagur 10 okt.

Kryfja rottu ! :) Á fimmtudaginn fengum við þá lífslreynslu að kryfja rottu. Rottur eru eins og menn að innan s.s við erum með sömu líffæri og í sömu röð. Ég vann í hóp með Sesselju og Stefaníu :)

Hvað gerðum við?

Við byrjuðum á því að mæla rottuna, eftir það tókum við títuprjóna og pappaspjald og festum hana vel og vandlega svo hún færi nú ekki á flakk í aðgerðinni! Síðan kom að því að skera magan upp og hamfletta hana sem okkur tókst bara nokkuð vel. Fyrsti parturinn sem við opnuðum var brjóstholið og tókum þaðan vélindað, lungun, hjartað og blésum í það…sem var magnað að sjá ! Við skoðuðum þetta vel og svo sáum við þyndina en það er bara örþunn himna sem skilur brjósthol og kviðahol að og eingungis er eitt gat fyrir vélindað í gegn. Þyndin er mjög sterk þó hún sé þunn en sumir fá gat á hana og kallast það þyndaslit. Við skoðuðum því næst kviðaholið og þarmana…og kúk í þörmunum..og að sjálfsögðu ákváðum við að kreysta kúkinn út!! jammí!! og lyktin…oj.

við tókum líffærin öll út og lögðum þau á platta og skoðuðum þau og virtum þau fyrir okkur. Síðan fékk rottan okkar (stuart litli) að fara beint í ruslið.

Hér má sjá myndir af aðgerðum okkar.

 

lunga og hjarta

lunga og hjarta

Búið að skera á skinnið

Búið að skera á skinnið

 

 

 

 

 

 

 

 

Búið að opna alla rottuna.

Búið að opna alla rottuna.

Þarmar

Þarmar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inneflin úr rottunni

Inneflin úr rottunni

 

Kv Ninna Ýr :)

 

1. Hlekkur vika 5

Mánudagurinn 30 september !

Október á morgun jubbii ! Í dag fengum við sko aldeilis glósupakka frá Gyðu ! :) Hann fjallar um erfðir. Við fórum svona aðeins yfir þetta á tölflu og skoðuðum ýmishugtök eins og þessi:

 • Ríkjandi er sterkari eiginleiki.
 • Víkjandi er hverfandi eiginleiki.
 • Ríkjandi Gen-þau eru táknuð með stóru H fyrir háan vöxt.
 • Víkjandi Gen-þau eru táknuð með liltu h fyrir láan vöxt.
 • Hver og einn afkomandi fær helminginn af genum frá móður og hinn helminginn frá föður.
 • Arfhreinn ríkjandi er táknað með HH og arfhreinn víkjandi er táknað með hh og þeir eru alveg hreinræktað eða þar sem „móðir“ og „faðir“ eru eins.
 • Arfblendinn er táknað með Hh en þar er t.d kannski pabbinn stór en móðirin lítil.
 • Svipgerð segir okkur til um hvernig útlit er.
 • Segjum svo að litlir foreldrar eru bæði með genin hh geta bara eignast lítinn krakka sem verður með genið hh.

Hvað er erfðafræði?

Erfðafræði fjallar um erfiðr lífvera um hvaða eiginleikar berast frá lífveru til afkvæmisins. Erfðafræði tengist mjög frumulíffræði, þroskunarlíffræði og þróunarlíffræði og hún nýtist mjög í flokkunarfræði. Hún er mjög ung fræðigrein. En hver gat sannað að erfðafræðin væri ekki bara kenning? Það var Gregor Mendel.

Hver var Gregor Mendel?

Það ættu allir að vita það að Gregor Mendel var faðir erfðafræðinnar. En hann gerði tilraun með ræktun á garðertuplöntum sem eru baunagrös. Það var merkilegt með hann að hann vissi ekki baun um litninga eða gen. Tilraunir Mendels gáfu honum þær staðreyndir að fræ lávaxinna plantna gaf bara láfvaxnar plöntur og fræ af hávöxnum plöntum gáfu bara af sér hávaxnar plöntur.Aðrar gáfu af sér bæði hávaxnar og lávaxnar plöntur. Hann prufaði einnig að setja hreinræktaðar hávaxnar plöntur saman við hreinræktaða lávaxna plöntu og úr því kom hávaxin sem þýðir að stærra sé ríkjandi en minna víkjandi.

Ef þú villt lesa meira um Gregor Mendel kíktu hér.

Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og kíktum á þessar tvær slóðir:

Erfðafræði

erfðir – á þessum vef er hægt að fræðast ýmist um erfir og Gregor Mendel og einnig hægt að gera gagnvirk verkefni. Við vorum að gera verkefni á þessum vef á mánudaginn :)

Fréttir:

Nýr tígrístírhvolpur

Fundu plastefni á tungli Satúrnusar

Hlýnun jarðar fælir hreindýr frá Grænlandi

Kv Ninna :)

heimildir:

http://www.gen.is/index.php/erfdafraedi

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://erfdir.is/1/index.html

http://visindavefur.is/svar.php?id=5424

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/01/fundu_plastefni_a_tungli_saturnusar/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/02/yndislegur_tigrishvolpur_kom_i_heiminn/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/02/graenland_hreindyrum_faekkar_vegna_hlynunar/

1. Hlekkur vika 4

Mánudagur 23 september !

Á mánudaginn þá fórum við í þvílíkann tíma þar sem við pældum í hugtökum sem myndu líklega koma fyrir í náttúrufræðiprófinu á fimmtudaginn. Við ætlum sem sagt í próf á fimmtudaginn úr kafla 1-3 úr Maður og Náttúra. Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver ýmist að blogga eða lesa okkur og undirbúa undir prófið næstkomandi fimmtudag :)

Hér koma nokkrir punktar úr köflunum:

 • Formúla fyrir ljóstillifun er- koltvíoxið+vatn+sólarorka—->glúkósi+ súefni
 • Það eru í kringum 9000 stöðuvötn á Íslandi sem eru stærri ein einn hektari á stærð
 • Hafið er stærsta vistkerfið á jörðinni en það þekur 2/3 jarðarinnar.
 • Auðlindir er einhvað sem er verðmætt til dæmis vatn, náttúrufegurð, eða einhvað sem nýtist okkur.
 • Óson er gastegund sem myndast í heiðhvolfinu.
 • Óson er ekki það sama og Gróðurhúsaáhrif.
 • Vatn er eðlisþyngst við 4°
 • Stöðuvötn skiptast í 2 meginhluta; jökulvötn og Lindvötn

Orkupíramídi

Hugtakið orkupíramídi eða fæðupíramídi merkir hversu mikla orku lífverur neyta í fæðukeðjunni. Þeir sem er ofarlega fá mun minni orku heldur en þeir sem eru neðst í henni. Þegar lífvera neytir fæðu fara 90% af henni út með hita, öndun eða hreyfingu þegar lífveran er að hreyfa sig. Þau 10% sem eru eftir notar lífveran svo til þess að byggja sig upp eins og í vöxt og fleirra. Þeir sem eru eftst í orkupíramídanum eru oftast með mikið af þrávirkum efnum í líkamanum og eitri. Ísbirnir eru gjarnan efstir í orkupíramídanum en þeir eru með mikið magn af kvikasilfri í sér. Dæmi um fæðukeðju er t.d gras—->naut—->maður—–>Ísbjörn.

Fróðleiksmoli vikunnar er um kvikasilfur ! :)

Kvikasilfur er frumefni og með efnatáknið Hg. Það er númer 80 í lotukerfinu. Kvikasilfur er oft notað í hitamæla, loftvogir og ýmis önnur vísindaleg mælitæki. Kvikasilfur er baneitrað efni og heilaskaðandi, því svoldið sérstakt að Ísbirnir skuli innbirgða mikið af því.

Kúluskítur

Kúluskítur er heiti yfir vaxtaform grænþörungs sem vex á talsverðu dýpi í stöðuvötnum. Kúluskítur myndar þétta kúlu og þær geta orðið misstórar alveg frá því að vera nokkrir millimetrar í þvermál í það að vera 15 cm ! Það hafa einungis fundist svo stórar kúlur í 2 vötnum í öllum heiminum og við erum svo heppin að annað vatnið heitir Mývatn og er staðsett á Íslandi, hitt vatnið er hinsvegar Akanvatn í Japan. Kúlurnar liggja á botninum í vötnunum og geta bæði myndað breiður og verið í hrúgum. Nafnið er fengið af því þegar bændur á Mývatni fengu hann í silungsnetin sín kölluðu þeir hann Kúluskít.

Fimmtudagur 26. september !

Á fimmtudaginn fórum við í próf úr 1-3 kafla sem var bara mjög sanngjarnt :) Í seinnitímanum ræddum við aðeins um næsta viðfangsefni en það eru erfðir og erfðafræði. Við skoðuðum svo svoldið blogg hjá okkur. Hér er hægt að skoða bloggið hennar Guðleifar sem mér fannst mjög fróðlegt þar sem hún ræðir um Hekluskóga og áætlanir þeirra en við týndum einmitt birkifræin fyrir þá um daginn :) Hún talar einnig um plakatið sem við gerðum í síðustu viku !

Ef þú villt kanna getu þína í Ljóstillifun og bruna og vistfræðinni og umhverfinu okkar(því efni sem við erum búin að vera í) þá getur þú farið inn á þessa síðu og reynt að svara spurningum eftir bestu getu í kafla 1-3 :)

Fréttir ! :)

Vatn á Mars – Þeir fundu vatn á Mars og halda fram að það sé hægt að ná um hálfum lítra af vatni úr 0,03 kúbikmetrum af jarðvegi á Mars, en það svipað til kubbs sem er um 30 cm á lengd, breidd og hæð.

Nef á enninu ! – Hvursu nett væri það nu ef maður gæti allt í einu andað með enninu !

fæddist með 2 höfuðkúpur

Ísinn er að bráðna af olíuaulindum – Ísinn í heiminum er að bráðna smátt og smátt vegna hlýnun jarðar.

Sumt fólk er einfaldlega grátlega „vitlaust“

Erum við örugg í háloftunum?

 

plöntufruma

 

Hér er mynd af plöntufrumu en það sem einkennir plöntufrumu er frumuveggur,safaból og grænukorn :)

Ef þú villt fræðast meira um plöntufrumu og dýrafrumu mæli ég með þessari hér slóð :)

 

Kv Ninna Ýr :)

Heimildir:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://vefir.nams.is/litrof/leikur/madurognattura.html

http://is.wikipedia.org/wiki/Kvikasilfur

http://www.webelements.com/

http://nemar.fludaskoli.is/gudleif/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/25/bua_til_nef_a_enninu/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/25/faeddist_med_aukahofudkupu/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/26/isinn_bradnar_ofan_af_oliuaudlindunum/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/24/letu_blekkjast_af_auglysingu/

http://visir.is/badir-flugmennirnir-sofnudu-i-flugi-farthegathotu/article/2013130929324

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/09/26/2_prosent_vatn_var_ad_finna_i_jardvegssynum_a_mars/

http://visindavefur.is/svar.php?id=2987

mynd: http://visindavefur.is/svar.php?id=4605

 

 

 

 

 

 

1. hlekkur vika 3

Mánudagurinn 16 sept. 

Á mánudaginn var dagur Íslenskrar Náttúru og í tilefni þess fórum við út að týna birkifræ sem við gáfum svo til Hekluskóga. Þetta er orðið árlegt hjá okkur og við týndum mest í fyrra og unnum keppnina þá og að sjálfsögðu unnum við aftur og týndum í kringum 400 gr. af birkifræum :)

Við kíktum aðeins á efni eftir Einar Sveinbjörnsson sem er veðurfræðingur og hefur mikinn áhuga á veðri og pælir mikið. Hér er hægt að fara inn á bloggsíðuna hanns og skoða ýmislegt fróðlegt sem ég mæli með !

Við fórum líka inn á þessa slóð en á henni er að finna efni sem við bjuggum til plaggat úr á fimmtudaginn um loftslagsbreytingar. Við horfðum líka á fræðslumynd frá þessari slóð um efnið.

Fimmtudagurinn 19 sept.

Á fimmtudaginn bjuggum við til plaggat úr vefslóðinni hér fyrir ofan og bæklingum sem fylgir henni sem Gyða á :) Við vorum í nokkrum hópum og ég vann með Guðleifi og Stefaníu og við gerðum plaggat um veður, veðurfar og loftslag. Hér fyrir neðan er mynd af plaggatinu okkar en við lögðum mikið upp úr því að teikna :)

2013-09-19 14.29.34-1

Áhugaverðar slóðir:

Er loftslag að breytast?

Veðurvaktin

Kveðja Ninna :)

1 hlekkur vika 2

Mánudagur 9 september

Á mánudaginn fórum við yfir vötn á íslandi og skóga og fræddumst aðeins um hvaða tré voru algengust á Íslandi í gamlagamla daga. Ísland var einu sinni 1/4 skógi vaxið land. Við fórum svo niður í Tungufellsdal og gerðum verkefni um hringrás  efna og orkuflæði sem má finna inna verkefnabanka 2013-2014 eða hér :)

Fimmtudagur 12 september

Á fimmtudaginn gerði ég nú lítið annað en að liggja upp í rúmmi með hita oog flensu…oj bara…en ja réttir daginn eftir og eins gott að vera orðinn hress svo maður geti dregið nokkrar rollur ! :)

 

Fróðleikur vikunnar ! :)

 • Í Þingvallavatni eru 4 bleikjustofnar sem gerir vatnið mjög sérstakt því það er svo mismuandi umhverfi því lifa mörg afbrigði hennar þar.

Birki

Þetta er mynd af Íslensku birkitré…en í næstu viku ætlum við að tína Brikifræ og gefa til Hekluskóga í tilefni Dags Íslenskrar Náttúru ! :)

Kv Ninna :)

Heimildir:

mynd: http://agrogen.lbhi.is/pages/1258

 

1 hlekkur vika 1

Mánudagurinn 2 september:

Á mánudaginn komum við saman í fyrsta skipti eftir sumarfrí og spjölluðum um hvernig veturinn myndi verða og svo fórum við niður í tölvuver og skrifuðum um lífríkið í Danmörku. Þessi hlekkur fjallar um Lífríki og manninn og náttúruna.

Fimmtudaginn 5 september:

Á fimmtudaginn vorum við í tvískiptum tíma, þannig við vorum bara stelpurnar í tíma sem var mjög þæginlegt. Í þeim tíma fengum við glósur og Gyða fór yfir þær á töflunni. Því næst fórum við í stöðvavinnu og unnum tvær og tvær saman. í boði voru 10. stöðvar en þær voru:

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Fæðukeðja – fæðuvefur
 7. Orkusparnaður – stærðfræði
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð

Ég og Erla unnum saman og við tókum stöð 1,5 og 10.

Stöðvavinna:

STÖÐ 1 !

Við bjuggum til efnaformúlu fyror ljóstillifun/bruna og stilltum af. Formúlan fyrir ljóstillifun er: CO2 + H2O—–>C6  H12 O6 + O2

STÖÐ 5 !

Á stöð 5 gerðum við krossgátu upp úr námsefninu og hún var þannig að við svöruðum spurningum og settum svörinn inn í krossgátuna.

Hér eru nokkrar spurningar og svör við krossgátunni

 • Lofttegund sem er nauðsynleg plöntunum = Koltvíoxið
 • Næringarefni sem myndast við ljósstillifun = Glúkósi
 • Frumulíffæri þar sem ljóstillifun fer fram = grænukorn
 • Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkósa = súrefni
 • Op í blöðunum sem hleypa lofttegundum inn og út = loftaugu
 • Það sem umlykur lofttaugu =  Varafrumur

STÖÐ 10 !

Á stöð 10 fórum við í þetta sjálfspróf og svöruðum spurningum úr því.

Heimildir:

Náttúrufræði síðan okkar! :)

Kv Ninna Ýr :)