Vísindavökublogg ! :) (hlekkur 4)

Nú er vísindavaka hjá okkur og við erum búin að vera að vinna fullum höndum að því að gera ýmsar tilraunir í hópum. Ég var í hóp með henni Selmu minni :) Við kókistarnir ákváðum að að mæla sýrustig í kóki í dós, plastflösku, gleri og úr vél. Það er oftast eða nánast alltaf sem blandað er vatni við kókið þegar það er í svona sjálfsala vél þegar maður er að kaupa sér kók á skyndibitastöðum, þetta er gert vegna þess að skyndibitastaðirnir eru að spara pening eða álíka. Kókið smakkast ekki eins ferskt á bragðið. Við framkvæmdum tilraunina á sjálfu Stjörnutorgi í Kringlunni eða höfðustað skyndibitastaðanna á Íslandi.

Rannsóknarspurningin okkar var:

Er munur á sýrusiginu í kóki í dós,flösku,gleri og úr vél.

Niðurstöðurnar á þessari tilraun komumst við að því að sýrustigið er ekki alveg sú sama á öllu kókinu en við teljum það vegna íláts. Munurinn á sýrustiginu var reyndar ekkert svakalegur en okkur fannst að við sæjum örlítinn mun.

Hvernig kviknaði hugmyndin?

Við höfðum áhuga á að vita mun á sýrustigi á sama hlutinum en sammt á mismunandi vegu og svo vorum við að fara til Reykjavíkur…að kíkja á útsölur og vorum að ræða um skyndibitastaðina á stjörnutorgi og um einmitt kókið. Þá datt okkur í hug bara að tjékka á þessu á staðnum hvort það væri einhver munur á sýrustiginu.

Hvað notuðum við?

 • Pappírsþurrka
 • Sýrustigstrimlar
 • Kók í plastflösku
 • Kók í dós
 • Kók í gleri
 • Kók úr vél (frá skyndibitastað)
 • Glerflöskuupptakari (þökkum Café Bela sérstaklega fyrir lánið)

Framkvæmd…í stuttu máli 😉

Við byrjuðum á kaupa kók og svo tókum við fjóra sýrustigstrimla og dýfðum þeim ofan í. Eftir það lögðum við sýrustigstrimlana á pappír og bárum saman mismuninn á strimlunum. Mismunurinn var ekki mikill en þó ásjaánlegur.

Niðurstöður

Sýrustigstrimlarnir sýna að:

 • plastflaska 4,5 pH
 • gler 4,5 pH
 • dós 4 pH
 • Úr vél 5,5 pH

Hvað gerði þessi tilraun?

Þessi tilraun sýndi okkur að það er að finna mun á kókinu en þó all mestann úr vélini en eins og ég hef áður sagt teljum við það líklegast því það er búið að blanda meira vatni við og við mældum það ekki strax og það var komið í glasið því það er einfaldlega ekki hægt því það er búið að vinna kókið meira.

Samantekt

Þessi hlekkur var mjög skemmtilegur, við bæði fengum svoldið frjásar hendur um það sem við vorum að gera og velja okkur fyrir verkefni og einnig með hverjum við unnum. Við gerðum verkefnið svoldið eftir okkar höfði en pössuðum sammt að hafa það raunhæft. Vísindavaka er einn af skemmtulegustu hlekkjunum í árinu að mínu mati, ekki bara vegna þess að maður sjálfur fær að framkvæma einhvað skemmtilegt og flippa smá með vinum sínum heldur líka að sjá hvað hinum datt í hug að gera og hvernig þeir framkvæma það….alla vega gerir yfirleitt enginn eins :)

Ég á í einhverjum erfiðleikum með að koma videoinu inn á bloggið en því verður reddað í vikunni, bæði inn á verkefnabanka og færslu :) Hendi nokkrum myndum inn í þessa færslu í staðinn úr tilrauninni :)

Sýrustigstrimlar eftir að við vorum búnar að dýfa í kókið

Sýrustigstrimlar eftir að við vorum búnar að dýfa í kókið

 

 

 

Hér má sjá kókið og strimlanna saman.

Hér má sjá kókið og strimlanna saman.

 

Sæl að sinni :)

Ninna Ýr :)