Hlekkur 5 vika 5

Mánudagurinn 17 febrúar

Á mánudaginn vorum við í Alías úr hlekknum sem við vorum að klára og fengum afhent próf sem við tökum heim og vinnum í því heima. Þetta var mjög erfitt og krefjandi próf. Við kíktum aðeins á blogg og svo spjölluðum við um rafmagnstöflu verkefnið.

Fimmtudagurinn 20 febrúar

Við skilðuðum heimaprófi í dag sem við fengum á mánudaginn.Þetta var mjög kósý tími við kíktum aðeins á fréttir og sáum mögnuð myndbönd ! :) Það er alltaf gaman að fræðast um heiminn og sjá hvað fólkið í útlöndunum er að gera…þó sumt af því sé nú ekki mjöööög gáfulegt :)

Samantekt hlekksins

Í þessum hlekk lærðum við aðalega um rafmagn og orku rafmagns. VIð fræddumst mikið um bæði nýja hluti og við höfðum jú heyrt einvhað af þessu áður. Við fengum nokkur krefjandi verkefni í þessum hlekk en þau voru t.d að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og skrifa um lekaliðann. Við fórum einnig í svona spurningartíma sem mér fannst fínt að prufa. Við tókum tvö próf, eitt heimapróf og svo einnig stutta könnun. Það sem mér persónulega fannst skemmtilegast við þennan hlekk var að byggja straumrásirnar og búa til ljós. Mér fannst það svo skemmtilegt því þá fékk maður að fikta sjálfur og fatta hlutina betur t.d því meira batterí því meira ljós kemur á peruna og svo fullt af svona hlutum.

 

Kv Ninna :)

Rafmagnstöfluverkefni !

Við fengum það verkefni að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja inn lekaliðann

En hvað gerir lekaliðinn?

Lekaliðinn er einn helsti öryggistatriðið á heimilinu. „Ef útleiðsla verður á raflögn t.d. vegna bilunar í jarðtengdu tæki“ Á þessi rofi að slá út allan straum. „Lekaliðsrofinn kemur ekki að  notum nema raflögnin sé jarðtengd og það þarf að tjekka reglulega á honum með prufa hann.“

Rafvirkjar í Reykjavík

Þessi lekaliði hjálpar okkur ef rafmagn skildi komast í nánd við vatn eða verða fyrir einhverskonar truflun þá slær honum út. Það getur bæði slegið út í einhverju ákveðnum hluta hússin eða öllu húsinu.

Hér að neðan má sjá rafmagnstöfluna heima hjá mér, ég hef merkt lekaliðann inn. 

rafmagn

Hér má sjá Lekaliðann merktann með rauðum.

Hér má sjá Lekaliðann merktann með rauðum.

 

Rafmagnstaflan mín er staðsett inn í bílskúr.

Kv Ninna :)

Hlekkur 5 vika 4

Mánudagurinn 10 febrúar

Á mánudaginn var Gyða svo óheppin að hún var veik :( En í staðin hjá okkur tók við svona nokkursskonar spurninga tími sem var nú skemmtilegri en hann hljómaði í fyrstu. Við fengum bara nokkrar blaðsíður úr bókinni Orkan og áttum að svara spurningunum úr henni. Þetta var tvöfaldur tími og maður gat nokkuð ráðið hvort maður vann þetta einn eða með öðrum. Ég stakk bara heyrnatólunum mínum á eyrun og vann þetta sem einstaklingsverkefni….því það er ágætt stundum. Mér gekk nokkuð vel að svara þessu og ég væri alveg til í að hafa svona tíma einu sinni í hlekk því ég lærði helling af þessu og lika maður lærir soldið að afla sér upplýsinga og leita sjálfur í bókum sem kemur sér að góðum notum í framtíðinni.

Fimmtudagurinn 13 febrúar

Fimmtudagurinn var aldeilis skemmtilegur dagur. Á dagskránni hjá unglingadeildinni var að fara í skíðaferð ! 😀 eða…þeir sem vildu fara sem voru nánast allir. Þannig því miður þá féll fimmtudagstíminn niður :( En við bætum nú vonandi úr því seinna.

Hér kemur smá fróðleikur…

 • Rafafl er sú vinna sem unnin er á einhverjum ákveðnum tíma og er það mælt í wöttum.
 • Fromúlan fyrir afl er:  Afl=spenna•straumur
 • Vör er öryggi í rafmagnstöflunum og örygginu slær út þegar það er of mikið álag eða straumur á straumrásinni.
 • Til eru tvennskonar öryggi en þau heita sjálfvör og bræðivör.
 • Bræðivör virkar þannig að það er silfurþráður sem bráðnar við of mikinn straum.
 • Sjálfvörin opnar straumrásina ef það er of mikill straumur sem fer um hana.

Hvað er næst á dagskrá hjá okkur?

Næst á döfninni hjá okkur er heimapróf úr hlekknum sem við erum búin að vera í og svo erum við að fara að búa til ritgerð sem við skilum af okkur í byrjun apríl. Í þessari ritgerð fáum við alveg frjálsar hendur um hvað við munum fjalla um. Mér langar rosalega að fjalla um jarðfræðina og innriöfl því ég hef mikinn áhuga á eldvirkni og flekum jarðarinnar.

Höfum þetta ekki meira í bili :)

– Ninna :)

Engar heimildir að þessu sinni…allt úr minni

 

Hlekkur 5, vika 3

Mánudagurinn 3 febrúar ! :)

Á mánudaginn vorum við með stutta upprifjun upp úr efninu því við erum að fara í próf. Við skoðuðum einnig mikið blogg.

Vissir þú að….

 • Segulkraftar og rafkraftar eru mjög skildir
 • segulmagn var uppgvötað um 500 f.kr. í Magnesíu
 • Segulmagn er notað í áttavita
 • Segulkrafturinn er mestur á endunum á segulskautunum sem eru á norður og suðurskautinu.
 • Segull hefur um sig segulsvið
 • Rafseglar eru notaðir í þvottavélar

Fimmtudagurinn 6. febrúar ! :)

Á fimmtudaginn byrjuðum við daginn á stuttir könnun upp úr hlekknum sem ég verð nú að segja að hafi verið mjög sanngjörn. Mér gekk ágætlega fyrir utan að ég gat ekki svarað örfáum spurningum um lögmál ohms því ég var ekki þegar við vorum að gera þetta en ég held að ég sé komin með þetta rétt núna….eða allavega vona ég það :)

Eftir þessa góðu könnun fengum við matið úr vísindavökunni og ég er mjög ánægð með útkomuna :) Okkur gekk mjög vel og þetta var mjög skemmtilegt verkefni eins og ávalt.

Við fórum svo í það að byggja rafrásir…JIBBÝ ! Okkur stelpunum fynnst mjög gaman að byggja rafrásir með rafrásadótiakassanum ! Þetta er svo gaman því maður getur gert svo mikið mismunandi maður getur búið til straumrás með ljósi, sýrenu, og viftu og svo getur maður prófað sig áfram með að setja mikið af rafmagni (batteríi) og þá snýst viftan hratt eða ljósið skín skærara.

Hér koma nokkrar myndir frá straumrásinni sem ég bjó til ! :)

straumrás- Ninna

straumrás- Ninna

 

 

 

Kv Ninna :) Heimildir:

Glósur frá Gyðu og myndin er úr einkasafni :)

Hlekkur 5 Vika 2

Fimmtudagur 30 janúar

Á fimmtudaginn vorum við að gera stöðvavinnu upp úr efninu sem við erum að vinna með. Við unnum sem einstaklingar sem er fínt svona inn á milli fengum allar okkar eigin tölvu sem var mjög þæginlegt. Ég vann nokkrar stövar en þær má sjá Hér !

Ég mun setja inn stöðvavinnuna mína inn á verkefnabankann í pdf og hér fyrir neðan

Stöðvavinna 30 janúar

Mér persónulega fannst skemmtilegast að byggja rafrás því ég lærði langmest á því í staðinn fyrir að vera að hlusta á hvernig hún virkar þá fékk maður að prufa að byggja sína eigin sjálfur og þegar maður fær að fikta smá þá fattar maður yfirleitt alltaf hlutina betur þó maður hefur skilið þá ágætlega fyrir.

 

Hlekkur 5 vika 1

Nýr hlekkur ! :)

Við byrjuðum nýjan hlekk en hann fjallar um eðlisfræði rafmagns og fleirra :)

Fimmtudagur 23. janúar !

Við byrjuðum á því að fá glærur frá Gyðu um rafmagn og við höfum nú séð mikið af þessu áður svo þetta var ekkert rosalega nýtt einhvað fyrir okkur en allavega þá fórum við yfir allavega helminginn af glærupakkanum :)

Hér koma nokkrir punktar sem eru sko áhugaverðir ! 😉

 • Frumeind er smæsta einging efnis og allt efni er gert úr atómum.
 • Frumeind skiptist í róteind, rafeind og nifteind !
 • Þegar  rafhlaðnar eindir nálgast hvor aðra verka þær með krafti hver á aðra.
 • Rafsvið og segulsvið er ósvipað
 • Eldingar verða til vegna stöðurafmagns

Mánudagurinn 27 janúar

Á mánudaginn fórum við vel yfir streymi rafmagns en dæmi um hluti sem við fórum yfir voru t.d

Stöðurafmagn og Eldingar

Stöðurafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað. Það myndast þegar rafhleðslur safnast saman fyrir í hlut.

Eldingar verða til vegna stöðurafmagns. Þegar stormur verður verður mikil hreyfing og það byrjar að hlaðast upp í skýjunum og jörðin verður rafhlaðin svo fara rafeindirnar frá skýi til skýs og þá sér maður eldingar upp í himinum en svo geta þær einnig leitað niður en þá leita þær alltaf í hæðsta punkt t.d ef þú ert með tré og lítið blóm þá fer hún frekar í tréið því  það er hærra en blómið.

Hér er hægt að lesa meir um eldingar

Kv Ninna :)

Heimildir

Glósurnar hennar Gyðu !