Hlekkur 6 vika 7

Páskafríið búið og stutt í sumarfrí !! Á mánudaginn var annar í páskum því enginn tími í það skiptið en á fimmtudaginn var sumardagurinn fyrsti….gleiðilegt sumar alle sammen ! :)) En við byrjuðum með trukki mánudaginn 28 apríl og kvöddum bæði hlekkin og apríl með snildar nearpod kynningum sem við unnum hörðum höndum að fyrir páskafrí. Við náðum því miður ekki að klára allar kynningarnar og eigum til dæmis ég og sessa eftir að sýna eins snildar sjávarfallaorku kynningu en hún mun koma  í næstu viku :) Nú á fimmtudaginn í þessari viku verður því miður frí vega verkalýðsdagsins :( Við erum að missa marga mikilvæga fimmtudagstíma því verðum við bara að vera súper dugleg !

Lokapróf…

Nú erum við að koma að þeim áfanga að kveðja þennan skóla eftir 10 ár og þurfum að klára okkar lokapróf sem við munum gera um miðjan maí og fer því allt á fullt í lokaprófsundirbúning næstu daga sem er bara spennóóóó ! :)

Frétt vikunnar :)

Ísjaki á stærð við Chicago

Kv NInna :))

 

Hlekkur 6 vika 6

Mánudagurinn 31 mars

Á mánudaginn vorum við að klára kynningarnar okkar sem við munum kynna í næstu viku. Mín kynning er um sjávarfallsorku eins og ég greindi frá í seinustu viku og vinn ég hana með Sesselju.

Fimmtudagurinn 3 apríl

Á fimmtudaginn byrjðum við á stuttir könnun sem var smá trikký en gekk þó nokkuð vel :) Restin af tímanum var mjög tjill við vorum bara að skoða fréttir og líka skoðuðum við nýju pepsi auglýsinguna en þar er íslendingur að slá í gegn að nafni Þorsteinn en hann kallar sig Stony. Hann býr til lag með því að nota náttúruna og púsla þeim öllum saman og kemur þetta mjög vel út hjá honum.

Hér má sjá pepsi auglýsinguna.

Náttúruhamfarir af mannavöldum

Kv Ninna :)

Hlekkur 6 vika 5

Mánudagurinn 24 mars

Á mánudaginn tókum við fyrirlestur um Orku og nýja orku kosti sem við höfum ekki mikið fjallað um á árum áður.

Smá staðreyndir um orku:

 • Orka eyðist ekki hún einungis breytir um mynd.
 • Orku jarðrinnar má rekja til sólarinnar.
 • Við notum alltaf SI einingakerfið
 • Orku má virkja á margann hátt.

Dæmi um Orku sem má virka er Stöðuorku sem er breytt í hreyfiorku. Þá er vatnsafl virkjað. Hér á Íslandi er vatnsafls virkjannir mjög vinsælar og hentugar fyrir okkar land. Það er einn stór galli við vatnaflvirkjannir eins og allar virkjannir fylgja mögulega einhverjir gallar en það er að hún er óafturkræfanleg sem þýðir að það er ekki hægt að taka hana í burtu, hinsvegar er það hægt með vindmillur og eru þær því mun umhverfisvænari. Í vatnsaflvirkjunum getur einnig lífríki í uppistöðulónum raskast þegar yfirborð er að hækka og lækka eftir þörfum.

Vindorka er nýtt fyrirbæri á íslandi en þar nýtum við vindinn með vindmillum. Þær eru tvær hér á landi og eru staðsettar fyrir ofan Búrfell. Á vindmillum snást spaðarinir á öxli og öxulinn er tengdur við gírkassa, gírkassinn keyrir svo upp snúning og rafallinn framleiðir rafmagn. Rafmagnið er svo leitt niður turninn við lága spennu um kapal og er svo spennubreytir við jörð. Auðvitað eru bæði kostir og kallar við þessa orkunýtingu en helstu gallar eru að það er mjög erfitt að geyma þessa orku og þetta þykir mikil sjónmengun og jafnvel hljóðmengum í spöðunum svo ekki er hægt að hafa þetta nálægt húsum fólkis. Kostirnir eru aftur á móti að þetta er Endurnýtanlegt og afturkræfanlegt sem þýðir að þetta er mjög umhverfisvænn og spennandi orkukostur sem Íslendingar eiga vonandi eftir að þróa aðeins meira með sér í framtíðinni.

Aðrir Orkugjafar sem hægt er að nýta eru:

 • Sólarorka
 • vetni
 • Metan
 • Kjarnorka
 • Vatnsaflvirkjannir
 • Jarðvarmavirkjannir
 • Kol og Olía
 • Vindorka
 • Sjávarfallsorka

Fimmtudagurinn 27 mars

Á fimmtudaginn byrjuðum við á kynningu í Nearpod um Orkugjafa. Við vorum 2-3 saman í hóp og erum að búa til kynningu fyrir allan bekkin, hver og einn hópur velur sér einn orkukost af þessum hér fyrir ofan. Ég og Sesselja erum saman í hóp og við erum með sjávarfallsvirkjun og okkur gengur mjög vel með kynninguna.

Sjávarfallsvirkjun stafar mikið af flóði og fjöru en það er verið að virkja þegar sjórinn kemur að landi og þegar hann fer aftur

Hér má lesa nánar um Sjávarfallaorku.

Fréttir vikunnar

Hlýnun jarðar meiri en búist var við?

Bíll sem lifir flóðbylgjur af

Kv Ninna :)

Heimildir eru glósur frá Gyðu og svo náttúrufræði síðann okkar í Flúðaskóla

Hlekkur 6 vika 4

Mánudagurinn 17.3.14

Í dag prufuðum við einhvað alveg nýtt þar sem við sátum tvö og tvö saman á borði eins og vanalega og svo var einn ipad á hverju borði og fyrirlesturinn fór fram í gegnum hann. Þetta var mjög sniðugt og manni leið svoldið eins og þetta væri mjög mikil tæknivæðing en þetta virkar þannig að Gyða er með einn ipad og sendir til okkar glæru sem hún talar um svo getur hún sent til okkar spurningar um glæruna sem við annaðhvort setjum krossa við það sem er rétt eða skrifum eitthvað. Hún getur einnig sent okkur inn á vefsíður o. fl. Þetta er einhvað sem er ábyggilega komið til að vera í framtíðinni.

Í seinni tímanum í dag fórum við niður í tölvuver og gerðum spurningar sem má sjá hér.

Ég svaraði eins miklu og ég komst yfir í tímanum og má sjá afraksturinn hér. Einnig má sjá þetta inn á verkefnabankanum 2013-14 undir 6. hlekk :)

Fimmtudagurinn 20.3.14

Á fimmtudaginn fórum við yfir fyrirlestur um lífríkið á íslandi og það fór fram í gegnum ipadinn eins og síðast liðinn mánudag :). Í seinni tímanum fór ég veik heim :(

Mér skilst á krökkunum að við höfum átt að taka eitt hugtak úr hvítbókinni úr kafla 11 um hugtök. Ég ákvað að skýra út fyrir ykkur hvað hugtakið búsvæði þýðir.

Búsvæði

Búsvæði er ýmist skilgreint sem svæði þar sem tegund lifir eða þrífst. Þetta getur einnig þýtt svæði sem er líffræðilega eða eðlisfræðilega einsleitt og er ekki endilega bundið við einhverja ákveðna tegund. Þar sem hefur verið erfitt að greina og afmarka ákveðin svæði hefur flokkun lands byggst á einingum sem kallast vistgerðir.

– heimild: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Hvitbok_natturuvernd_11.pdf

Kv Ninna :)

– Heimildir af náttúrufræðisíunni okkar sem má sjá hér.

 

Hlekkur 6 Vika 3

Mánudagurinn 10.3.14

Á mánudaginn tókum við fyrri tímann í fyrirlestur um hreppinn (Hrunamannahrepp) okkar sem er svo merkilegur og seinni tímann niður í tölvuveri í ritgerðarvinnu. Á þessum fyrirlestri fór þetta helst fram

 • Helstu bergtegundir okkar eru Blágrýti, líparít og móberg
 • Á íslandi er aðalega gosberg sem myndast við mismunandi skilyrði
 • Miðfell er úr móbergi
 • Móberg veðrur til þegar gos verður undir jökli.
 • Líparít er til í hreppnum og finnst í Kellingafjöllum og hrunalaug
 • Kellingafjöll eru verðuð en mynduð á síðustu ísöld og um 1500m há hæsti tindur.
 • Í eldgamla daga var flúðir á kafi í sjó.
 • Eitt sinn var miðfell eldfjall.
 • Miðfell er úr móbergi
 • Herðurbreið er einnig úr móbergi og er oft kölluð drottning íslenskra fjalla
 • Hreppaflekkinn er sjálfstæður lítill fleki sem er hvorki samstíka ameríkuflekanum né evrasíuflekanum
 • Dr. Helgi Pétursson kom oft á flúðir og gerði merkilega rannsóknir hjá Hellisholtum og var fyrsti doktor íslands í jarðfræði.
 • Guðmundur Kjartansson frá Hruna í Hrunamannahreppi lagði fram kenningu um móbergsmyndun.

Fimmtudagurinn 13.3.14.

Á fimmtudaginn vorum við í stöðvavinnu sem ég mun setja hér og einnig inn á verkefnabankann :) Í þessari stöðvavinnu vorum við svoldið að vinna með berg úr jörðinni og skoða steina o. fl. Stöðvarnar sem við máttum taka má sjá hér.

Fréttir vikunnar

Er að verða hægt að lækna börn við HIV ?

Ísland er stórmerkilegt land !

Kv Ninna :)

Heimildir eru úr glósum frá Gyðu og á náttúrufræði síðunni okkar :)

 

 

Hlekkur 6 vika 2

Mánudagur 3.3.14.

Mars byrjaður og bolludagur genginn í garð…Í náttúrufræðinni á mánudaginn var Gyða ekki svo við vorum að undirbúa okkur í rólegheitum undir ritgerð.

Fimmtudagur 6.3.14.

Á fimmtudaginn var stelputímiii :) Við fórum í fyrirlestur hjá Gyðu um jarðfræði þessi nýji hlekkur um Ísland skiptist í fjóra hluta jarðfræði, lífríki, orku og umhverfi. Hér munu koma punktar sem ég punktaði niður hjá mér í tímanum.

 • ljóshraði er mesti hraði sem þekkist í heimi
 • Ljósár er ekki mælieining á tíma.
 • Stjarna sem er fastastjarna líkt og sólin lýsir sjálf og þarf ekki að vera upplýst
 • reikistjörnur sem eru það sama og pláneta eru upplýstar af fastastjörnum
 • tungl er fylgihnöttur plánetu og er einnig upplýstur.
 • Vetrarbrautin okkar er ein af mörgum mörgum.
 • Lofthjúpurinn er hluti af jörðinni
 • Gróðurhúsaáhrif og ósonlagið er ekki það sama !
 • Meðalhitinn á jörðinni er í kringum 15°C vegna gróðurhúsaáhrifa
 • Án gróðurhúsaáhrifanna væri meðalhitinn -18°C
 • Ósonlagið verndar okkur fyrir útfjólubláumgeislum
 • Öldin sem við erum á núna er Nýlífsöld og kallast kvarter.
 • Pangea var þegar öll löndin voru föst saman hér í eldeld gamla daga.
 • Sterkustu jarðskjálftar á íslandi verða um 7 á ricter

Lofthjúpur og Andrúmsloftið

Lofthjúpurinn okkar er hluti af jörðinni okkar líkt og jarðskorpan og möttulinn þá gegnir þetta allt sínu hlutverki svo að hér þrífist líf. Lofthjúpurinn var hér jú þegar líf byrjaði annars hefði enginn lifað en sammt sem áður erum við að mynda og móta lofthjúpinn. Lofthjúpurinn er samansettur úr nitri, súrefni, argon og fleirri eðallofttegundum. Við það að missa frumeindir þynnist lofthjúpurinn og loftið verður þynnra því hærra sem þú ert því það er lengra á milli sameindanna. Taka má dæmi um það að þegar þú ætlar að labba upp á Mount Everest er mun auðveldara að anda niðri heldur en uppi á toppnum og þegar þú ert að klífa fjallið þarftu að stoppa í búðum nokkrum sinnum á leiðinni og staldra þar við til þess að venjast loftinu því það er erfiðara að anda og þú verður fyrr móður, þetta gerst vegna þess að það er styttra á milli sameindanna.

Hvað er storkuberg?

Storkuberg er frumberg jarðar sem myndast við storknun bergkviku.

Hvað er setberg?

Það er berg sem hefur orðið til úr storkubergi sem molnar niður með tímanum vegna áhrifs veðurfars. Þetta berg getur brotnað og límst saman aftur.

Hvað er myndbreytt berg?

Það verður til þegar storkuberg eða setberg grefst undir fari jarðlaga og pressaðist og umkristallaðist. Þetta berg er hvergi að finna á Íslandi.

Mount-Everest3

Setti þessa mynd hérna þó hún tengist hlekknum voðavoða lítið bara vegna þess að mér fannst hún flott en þetta er Mount Everest sem er svo gríðalega erfitt að klífa vegna þess að það er svo erfitt að anda svona hátt uppi en það er 8,511 km hátt ! og er þetta hæsta fjall í heimi !

Hér má sjá heimild af mynd og svo eru textaheimildir úr glósum frá Gyðu.

http://www.hdpaperwall.com/mount-everest/

 

 

Hlekkur 6 vika 1

Mánudagurinn 24.2.14.

Á mánudaginn var ljúft og gott vetrarfrí <3 Enginn í skólanum og því enginn náttúrufræði tími í það skiptið :/

Fimmtudagurinn  28.2.14.

Á fimmtudaginn var heldur óvenjulegur tími og gerðum einhvað sem við höfum aldrei prufað áður en við fórum í nokkurskonar heimspeki. Við fengum nokkrar spurningar og veltum þeim fyrir okkur nú þegar við erum að fara inn í nýjan hlekk sem er um náttúru Íslands. Þetta voru spurningar og við þurftum að pæla mjög djúpt í þeim eins og til dæmis hvað er umhverfi? Umhverfi getur verið bæði víðtækt og sértækt orð og mjög mismunandi hvernig fólk túlkar það og alveg eins með náttúru, er tréstóll náttúra? og svo framvegis :)

Hvað er næst?

Jú við vorum að klára góðann hlekk um orku (raforku) aðalega og var það mjög skemmtilegur og fjölbreyttur hlekkur. Nú næsti hlekkur sem við ætlum að taka okkur fyrir hendur er einhvað sem við höfum ekki alveg gert áður en sammt ekki. Við höfum að sjálfsögðu tekið jarðfræði og lífríki og margt fleirra áður og eins og þemaverkefnin undan farin ár en þetta árið ætlum við að slá þessu öllu saman í nokkurskonar þemaverkefni um Ísland. Við erum einnig að skrifa ritgerð þennan hlekkinn sem við skilum svo 7. apríl næstkomandi. Mín ritgerð verður óbeint um innri öfl en aðalega þó um fleka, en ég mun segja aðeins frá innri öflum og útskýra þau. Ég ákvað að velja mér þetta efni vegna þess að mér hefur alltaf fundist merkilegt hvernig Ísland er, kannski eins og mjög margir vita þá er þetta heitasti reiturinn á jörðinni og alltaf einhver merkileg hreyfing í gangi.

island

Hér má sjá loftmynd af Íslandi, mér finnst þetta rosalega töff mynd því íslenskt landslag getur verið svo gríðarlega flott…við íslendingar hreinlega bara áttum okkur ekki á því hvað við höfum það gott !

Heimild af myndinni og mæli ég eindregið með að skoða þessa slóð þar sem þarna er umfjöllun frá íslandi og fleirri góðar myndir.

hana má finna hér