Hlekkur 2 og 3 vika 5

Mánudagurinn 9 desember

jæjaaaa nú er komin spenningur í jólafríííí <3

Á mánudaginn var ég nú lítið í náttúrufræðitíma vegna þess að ég var undirbúa leynivinaviku sem er hefð hér í skólanum. Hinsvegar þegar ég kom inn í tíma var mjög spennandi alías í gangi sem krakkarnir voru í en þar komu verkefni á við að leika jólasveina eða jafnvel efni úr lotukerfinu sem við erum búina ð vera að læra :)

Fimmtudagurinn 12 desember

Á fimmtudaginn gerðum við tilraun/ir með þurrís sem við skiluðum svo skýrslu hér á blogginu og svo er einnig hægt að finna hana inn á verkefnabankanum mínum :) Þetta var mjög skemmtileg tilraun og fjölbreytt, svolítið öðrvísi en vanalega vegna þess að við vorum að rannsaka mismundandi hluti og gera svoldið það sem okkur fannst spennandi þannig við vorum með svona „hálfgerðar“ frjálsar hendur um þetta verkefni.

Hér er linkur af hvernig þurrís myndast og afhverju þessi gufa kemur frá honum – Vísindavefurinn

Hvernig virkar þurrís? – vísindavefurinn

Fróðleikur

Munurinn á þurrís og venjulegum ís eða klaka er sá að þurrísinn er frosið koltvísýringur en ís(klaki) er frosið vatn. Þegar þyðnar fer hann beint úr því að vera í föstu formi yfir í að vera gufa og sleppir milli hamnum sem er vökvaform. Vatn gerir þetta ekki það fer úr föstu formi yfir í vökvaform og svo í gufu.

Nokkrar flottar þurrístilraunir sem er hægt að framkvæma heima! :)

Þurrís og sápa…getur verið sniðugt :)

Hér eru tilraunir sem okkur var boðið að framkvæma og gerði ég sumar af þeim :)

Fín skemmtun fyrir krakka líka :)

Kveðja Ninna :)

Heimildir http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

 

 

Þurrís hlekkur 2 og 3

Skýrsla um Þurrís

Hér kemur fram skýrsla um þurrístilraun sem var framkvæmt á fimmtudaginn seinasta eða 12 desember.

Þurrís í heitt og kalt vatn

Inngangur: Ég ákvað að taka þessa „stöð“ því ég vildi sjá hvort blaðran blési hraðar út og hvor þeirra yrði stærri.

Efni og áhöld: 2 lítil glös, 2 blöðrur, heitt vatn, kalt vatn, dropateljari, þurrís

Framkvæmd: Ég setti tilraunaglösin 2 í stand og svo setti ég 1 bita af þurrís ofan í sitthvort glasið og tók svo blöðrurnar og setti heitt vatn í appelsínugulu blöðruna með dropateljara og svo kalt vatn í grænu blöðruna með dropateljara. Síðan setti ég blöðrunar ofan á tilraunaglösin þannig að vatnið lak niður og á þurrísinn sem byrjaði að þyðna og þá blésu blöðrunar út.

Niðurstöður: Appelsínugula blaðran  varð mun stærri og blés hraðar út heldur en þessi græna. Þetta eru áhrif heita vatnsins sem var í appelsínugulu blöðrunni en þetta gerist vegna þess að sameindirnar eru á meiri hreyfingu í heitu vatni og því gerist efnahvarfið mun hraðar. Merkilegt er við þurrísinn að hann fer úr því að vera í föstu formi og beint yfir í að verða að gufu hann semsagt sleppir milli hamnum sem er vökvaform. 

Myndir úr tilrauninni :)

Myndir úr tilrauninni :)

Þurrís í blöðru og loka fyrir

Inngangur: Ég ákvað að prufa þetta til þess að sjá hvað þessi litlu kubbar eru „stórir“ í lofttegund sem sagt hvað þeir verða að miklu lofti.

Efni og áhöld: töng, þurrís molar, blár dallur, gul blaðra.

Framkvæmd: Ég byrjaði á því að setja 3 mola úr bláa dallinum ofan í gulu blöðruna og lokaði svo fyrir með hnút. Ég horfði svo á hvað gerðist.

Niðurstöður: Eftir örskamma stund stækkaði blaðran og stækkaði eins og einhver væri að blása hana upp nema það var þurrísinn sem var að blása hana upp. Þetta gerist vegna þess að þurrísinn er að fara úr föstu formi yfir í gas en hann sleppir vökvaformi í hamskiptum. Þessir 3 molar sem voru settir í blöðruna í upphafi samsvara öllu því lofti sem er inn í henni nú.

Myndir úr tilrauninni

Myndir úr tilrauninni

Þurrís og málmur

Inngangur: Ég ákvað að gera þessa stöð aðeins til þess að pirra stelpurnar í stofunni með þessu skemmtilega ískri…nei aðalega til þess að finna út úr því afhverju það kemur ískur og afhverju ískrið er mismunandi.

Efni og áhöld: Málmur, plast, þurrís, bakki, heitt og kalt vatn.

Framkvæmd: Ég byrjaði að setja þurrís í bakkan og tók svo mismunandi málma og þrísti í þurrísinn. Ég prufaði einnig að dífa málminum í bæði heitt og kalt vatn og gá að hvort það væri mismunur. Ég prufaði svo einnig að þrýsta plasti og gá hvort kæmi hljóð.

Niðurstöður: Í málmunum heyrðist tölvuvert hljóð en það var mismunandi eftir því hvaða málm ég notaði. Það heyrðist einnig meira ef málmurinn var heitur. Það gerist vegna þess því heitara sem það er því meira þrýstingur myndanst þegar maður þrýstir því í kaldan þurrísinn.Við þennan þrýsting kemur svo hljóðið sem hálfgert ískurhljóð sem maður fær gæsahúð á að hlusta á :$.

Þurrís og sápukúlur

Inngangur: Ég ákvað að gera þessa stöð til þess að athuga hvernig sápukúlan hagar sér ofan í takmörkuðu rými svo er auðvitað alltaf gaman að blása sápukúlur ! :)

Efni og áhöld: sápukúlur, fiskabúr, fiskabúr.

Framkvæmd: Ég byrjaði á því að blása sápukúlu ofan í fiskabúrið sem tók smá tíma því hún vildi springa stundum. Að lokum tóks mér þó að koma einni stórri kúlu ofan í fiskabúrið en það merkilega var að hún sveif yfir þurrísinum sem var í botninum á fiskabúrinu.

Niðurstöður: Þetta gersti vegna eðlismassa en andrúmsloft er eðlisléttara en koltvíoxið ser er að gufa upp frá þurrísinum og svífur því sápukúlan fyrir ofan þetta koltvíox.

Hér má sjá mynd af tilrauninni en þarna svífur sápukúlan yfir þurrísnum go koltvíoxinu.

Hér má sjá mynd af tilrauninni en þarna svífur sápukúlan yfir þurrísnum og koltvíoxinu.

Takk fyrir að lesa :)

kveðja Ninna :)

Heimildir:

Myndir úr einkasafni

 

Hlekkur 2 og 3 vika 4

Mánudagurinn 2 desember !

Jeijj Desember ! það eru að koma jólajól <3

Heyrðu en á mánudaginn var Gyða ekki :( en við horfðum á einhverja danska mynd um 3 stelpur á spítala en þær voru allar veikar, myndin heitir Dig og Mig

Fimmtudagurinn 5 desember !

Á fimmtudaginn tókum við  aftur skyndiprófið sem við tókum áður…eða þeir sem vildu vegna þess að við fengum ekki alveg nógu hátt á því en eftir að hafa fengið útskýringu þá skildi ég þetta fullkomið :)

Við skoðuðum einnig mikið blogg og ræddum saman um skýrslu

Hér er hægt að lesa aðeins um afhverju við þrufum að stilla efnajöfnur en ef við stillum efnajöfnur er sami fjöldi frumeinda efnis í bæði hvarfefnum og myndefnum. Mæli með þessari slóð hún kemur af vísindavefnum :)

Hér er fróðleg umfjöllun frá Vísindavefnum um Lotukerfið en það útskýrir meðal annars hvernig öllum frumeindum og atómum er skipað í sæti í töflu.

lalala syngjum lotukerfið !

Fréttir vikunnar

Nýr like takki í notkun?

Var eitt sinn stöðuvatn á Mars?

Hvað lekur næst á þetta net?

Eitt svna auka jólalag því ég er í jólajóla stuði nuna :)

Kveðja Ninna :)

 

 

 

Hlekkur 2 og 3 vika 3

Mánudagur 25 nóvember :)

Við skelltum okkur í smá könnun úr lotukerfinu…sem mig grunar að mig hafi ekki gengið nógu vel í en hún fjallaði aðalega um að stilla efnajöfnur og spurningar upp úr lotukerfinu.

Við skoðuðum einnig smá fyrirlestur um jónir og sýrustig þvi næsta fimmtudag stendur til að gera sýrustigskönnun

En hvað er sýrustig? Sýrustig er styrkur jóna í vökva

En hvað eru jónir? Frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu.

Innbirgðir fólk mikið af sýru? já til dæmis inniheldur sítróna mikla sýru og svo vatn inniheldur sýru líka en mismikla hvaðan af er úr heiminum.

Hér er Smá um sýrustig en tek það fram að þessi slóð er frá Wikipedia en mér fynnst taflan þarna hægra megin ágætis sýnishorn :)

Hér er hinsvegar betri og áræðanlegri heimild sem hægt er að lesa sér almennilega til um hvað sýrustig er :)

ph_scale

Á fimmtudaginn fékk ég einhverja leiðindapest og var ekki í skólanum en skillst að krakkarnir hafa verið að gera tilraun :)

Hér er ágætis mynd sem sýnir sýrustig og hversu sterkt/mikið sýrustig og einni dæmi um hverskyns hlutir eru á því sýrustigi

 

KV Ninna :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

mynd:http://d-e-science11.wikispaces.com/Effects+of+pH+and+Organisms+After+Rainfall

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlekkur 2 og 3 vika 2

Mánudagurinn 18 nóvember

Á mánudaginn lærðum við að stilla efnajöfnur og fengum glærur til útskýringar og með nokkrum æfingum. Í fyrstu virtist þetta þó nokkuð flókið en svo þegar maður var farinn að pæla aðeins í hlutunum þá virðast þeir einstaklega einfaldir…eins og vanalega 1 :)

Í seinni tímanum fórum við niður í tölvuver og gerðum verkefni tengt því að stilla efnajöfnur og mér finnst mér hafa bara gengið nokkuð vel í því ! :)

Set hér linkanna sem ég prufaði :)

http://funbasedlearning.com/chemistry/chemBalancer/default.htm

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/stilla.htm

ég prufaði aðalega þessa tvo en annars kemur frá FÁ :). Einnig var í boði að prufa vefinn frá MR sem er þessi en ég náði ekki að fara svo langt því tíminn var búinn :/

Hér er mjög ganglegt myndband á íslensku til þess að horfa á ef maður vill læra að stilla efnajöfnur !

Fimmtudagurinn 21 nóvember

Við kíktum aðeins á tölvuverkefni…við sátum tvær og tvær saman með eina fartölvu og unnum eftir farandi verkefni:

Ég og Erla unnum saman og við náðum ekki að klára nema bara efstu tvö atriðin sem eru frá Fjölbrautaskóla Ármúla því í seinni tímanum var ferðinni heitið á Laugarvatn í skólakynningu og söngvakeppni ML. Þar fórum við inn í náttúrufræðistofu og var þar til sýnis margskonar hlutir bæði í smásjá og uppstoppuð dýr, einnig var hægt að láta mæla í sér blóðþrýstinginn. Í ML er boðið upp á braut sem heitir Náttúrufræðibraut en hér er hægt að sjá markmið hennar.

http://ml.is/ á þessari síðu geti þið lesið allt sem ykkur langar um ML en þangað hafa margir krakkar farið eftir grunnskólagöngu í Flúðaskóla :)

Kv Ninna :)

Faðir erfðafræðinnar látinn

Pössum að eyða ekki of miklu helíum í blöðrur..það klárast einn daginn

Kv Ninna

HEIMILDIR:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

Nýr hlekkur…númer 2 og 3! vika 1

Mándagur 11 nóvember 

nóvember…wáw það eru að koma jól 😀

Á mánudaginn vorum við í svo brjálæðislega miklu stuði til að læra að við fórum í bæinn….í menningarferð og lærðum þar um alþingi og gamla sjóara ! sjippoghojj frá því þá fórum við í tíma á fimmtudaginn :)

Fimmtudagurinn 14 nóvember

Á fimmtudaginn var sko aldeilis stuð í tíma…meðal annars sem var rætt var

  • skrifa upp sætisttölu, massatölur o.fl …upprifjun 😉
  •  skoðuðum vandlega lotukerfið
  • ooog…hvað verður um okkur? hver er framtíðin?

Við rifjuðum aðeins upp sætistölu, massatölu og setja þær á hvolfaímyndir frumeinda

fyrsta hvolf: getur tekið við 2 rafeindum

annað hvolf:  getur tekið við 8 rafeindum

þriðja hvolf: getur tekið við 8 rafeindum

Við skoðuðum vandlega lotukerfið…því þegar maður fer að rína aðeins í það…þá er það furðulega auðvelt ! :)

hér er snildar lotukerfi en við stiðjumst mikið við þetta :)

Er þingd og massi ekki það sama ?

Ónei það er skoo alveg sitthvor hluturinn 😉

MASSI:  „mælikvarði á efnismagn hlutar“

ÞYNGD: „mælikvarði á hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut“

– Tekið upp úr glósum frá Gyðu

Hvað er nú hamskipting?

hér má sjá feril hamskipta

hér má sjá feril hamskipta

 

Hér má sjá mynd sem ég bjó til en hún sýnir hvað hamskitpi eru..Hamskipti ráðast af bræðslu og suðumarki

-tekið úr glósum Gyðu

Frétt vikunnar !

sjöunda heitasta ár frá upphafi !

Kv Ninna :)

HEIMILDIR:

http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php/10-bekkur

http://www.ptable.com/?lang=is

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/11/14/sjounda_heitasta_ar_fra_upphafi/

-glósupakki Gyðu :)