Hugtakavinna

Friðlýsing

Við vorum að skoða Hvítbók sem er bók sem Íslenska ríkið gefur út. Í Hvítbók er fjallaði um náttúru Íslands. Við áttum að velja okkur eitt hugtak úr bókinni og kynna okkur það. Ég valdi friðlýsingu af því að mig langaði að vita meira um friðlýsingu og sérstaklega hvað lögin skylgreina friðæýsingu.

Hugtakið friðlýsing er skilgreint sem  (verndarráðstöfun til að vernda umhverfi og náttúru sem varðar almenning mikklu)í lögfræðiorðabókinni, Í áttunda kafla náttúruverndarlaga er talað um friðlýsingu og þar er friðlýsing flokkuð í fimm flokka þjóðgarða, friðlönd. náttúruvættir, fólksvanga og flokkur um búsvæði lífvera og vistkerfa.

Ef einhver myndi spyrja mig að útskýra friðlýsingu í nokkurm orðum myndi ég segja að friðlýsing væri ákveðin lög um að friða ákveðin svæði. Svæðin þurfa að geyma mikklar náttúruperlur eða viðkvæmt vistkerfi sem er á ákveðnu landsvæði. Það eru mörg dæmi um friðuð landsvæði á Íslandi t.d Þingvallavatn og Þjórsárver. Þjórsárver er hins vegar líka friðað á heimsvísu samskvæmt Ramsa sáttmálanum en hann segir að ef eitthvað landsvæði getur haft áhrif á dýrastofna á heimsvísu.

 

Þingvallavatn

Mynd

Categories: Hlekkur 6 10. bekkur | Leave a comment

Vika 5 Hlekkur 5

Mánudaginn

Á mánudaginn var mjög þægilegur. Við byrjuðum að fara í hópana sem við tókum myndirnar með. Ég var með Evu og Halldóri Fjalari. Eftir það áttu hóparnir að gíska hjá hinum hvaða hugtök þau voru að túlka. Við vorum eini hópurinn sem náði að gíska á allt rétt. Eftir það fengum við heimaprófið afhent. Við áttum að skila því á miðvikudaginn. Prófið fjallaði um rafmagn. Við máttum nota tíman í að byrja á prófinu. Gyða sýndi okkur hvaða bækur gætu hjálpað okkur. Við máttum taka bækurnar með heim.

Miðvikudaginn

Á miðvikudaginn var tvöfaldur tími að venju. Við máttum nýta tíman í að klára prófið. Persónulega var ég búinn með prófið en ég nýtti tíman að lesa bækurnar betur og gat leiðrétt hjá mér nokkrar villur sem ég hafði yfirsést. Ég náði sérstaklega að laga eitt ritunarverkefnið sem ég fann fyrir algjöra heppni í einni bókinni. Vonadi mun það hjálpa mér að fá betri einkunn. Margt lærði ég af prófinu s.s finna upplýsingar í bókum og á netinu og geta útskýra svör betur og læra meira um rafmagn en það sem ég lærði mest af þessu prófi er að ég veit að ég verð aldrei rafvirki. Vonadi fæ ég sæmilega einkunn sem ég er sáttur með af því að ég lagði mig allan í þetta próf, eyddi mörgum tímum í það. Vonadi mun það bera árángur.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var ekki tíma af því að það var vetrafrí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Fréttir

Allmyrkvi í Indónesiu

Leitin þrengist að reikustjörnu 9

Véfengja uppruna útvarpsblossa

Categories: Hlekkur 5 10. bekkur | Leave a comment

Vika 4 Hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudaginn var kynning um segulmagn. Það kom mér ekkert mikið á óvart að það væri kynning á mánudaginn af því að það er mjög oft kynningar á mánudögum. Við fengum líka glósur upp úr kynningunni. Hún mynnti okkur á að gera heimavinnuverkefnið okkar. Verkefnið okkar er að taka mynd af rafmagnstöflunni og merkja lekaliðan á töfluna. Við áttum líka að útskýra nánar hvað rafmagnstafla er og hvað í ósköpunum er lekaliður.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn ar tvöfaldur tíma að venju. Það kom mér smá á óvart að það var ekki stöðvavinna. Við byrjuðum að horfa á fræðslumyndband um rafmagn og segulmagn. Við áttum að svar spurningum á meðan. Mér gekk ágætlega að skilja þetta og svara ég náði að svar flestu ein og ein spurning var ég ekki viss. Persónulega finnst mér óþægilegt að svara spurningum á sama tíma og horfa á myndband. Það er sagt að karlmenn geta ekki gert tvo hluti í einu. Fyrsta skipti hef ég upplifað það. Í restina vorum við í umræðum um lífið og tilveruna. Við skoðuðum fréttir og töluðum um bloggið, að við verðum að bæta okkur í því

Fimmtudaginn

Á fimmtudaginn var mjög skemmtilegur tími. Gyða var bara fyrstu tíu mínóturnar. Hún skipti okkur í hópa. Ég var með Evu og Halldóri Fjalari. Það sem við áttum að gera var að taka myndir úr umhverfinu sem við gátum tengt við hugtök sem við höfum lært í þessum hlekk. Við áttum að taka fimm myndir og seta þær á facebook síðuna okkar og hinir hóparnir áttu síðan að gíska. Við tókum líka myndbönd, við vissum ekki hvort það mætti en það var fyndið. Hér fyrir neðan getur þú séð myndina okkar. Að mínu mati stóðum við okkur vel.

 

Myndböndin getur þú séð hér og líka hjá hinum hópunum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Categories: Hlekkur 5 10. bekkur | Leave a comment

Rafmagnstafla

Við fengnum öðruvísi verkefni en venjulega. Þetta verkefni sem við áttum að gera var að útskýra hvað lekaliður gerir og nánar um rafmagn og rafmagnstöflu. Ég afsaka myndatökuna. Ég náði ekki betri mynd út af því að stiginn var fyrir.

Húsið mitt á Vesturbrún er alls ekki nýtt og þar af leiðandi ekki ný rafmagnstafla. Því miður gat ég ekki sett myndirnar af því að þær er meira enn eitt mb. Þannig að þetta er slóðin að myndunum af rafmagnstöflunni.

pdf2

pdf

 

Hér sérðu rafmagnstöfluna mína. Lekaliðurinn er sá sem ég er búinn að merkja með rauðum hring.

Lekaliður

Lekaliður er magnað fyrirkomulag. Það sem það gerir er að fyrirbyggja slys af völdum rafmagns. Ef það er of mikið álag á kerfinu slær það út. Ef það myndi ekki gera það þá myndi slæmir hlutir gerast s.s kveikna í. Hlutverk lekaliða er að skynja svokallaða leka í kerfinu. Lekaliður slær út við minnsta útþenslu svo sem ef eitthvað óvænt högg á rafmagnsleiðslur. Lekaliðir eiga að vera í öllum rafmagnstöflum ef ekki er eittvhað skrítið í gangi, þá mæli ég með að láta einhvern kíka á rafmagnstöfluna þína strax.

 

Categories: Hlekkur 5 10. bekkur | Leave a comment

Vika 3 Hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við upp í háhnjúk. Þessi mánudag var mjög rólegur. Við skoðuðum blogg og skoðuðum fullt af fréttum t.d. um öryggi í íþróttum á Íslandi og bannað að henta mat í Frakklandi. Við skoðuðum líka myndir mánaðarins hjá national geographic. Þar voru mikið af mjög flottum myndum. Hún fræddi okkur um Zika vírusin en það er vírus sem berst með moskítóflugum. Vírusin er mjög hættulegur, sérstaklega eru þungaðar konur. Ef þunguð kona smitast aukast líkurnar á því að barnið fæðist með dverg heila.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Kom ekkert sérlega á óvart. Í þetta skiptið var ég að vinna með Kidda. Hér fyrir neðan sérðu stöðvarnar sem voru í boði en við fórum á stöð númer 20, 21 og gerðum líka númer 11

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 20

Á þessari stöð var ég að vinna með Halldóri Friðriki og Kidda. Við vorum að búa til rafrásir með því að nota eitthvað dót. Í leiðbeiningunum máttum við velja fullt af tilraununum og við völdum að búa til þyrluspaða. Þetta var erfitt að byrja með því við þurftum að gera nákvæmlega eins og í leiðbeiningunum. Það gekk ekki vel en á endanum náðum við að klára verkefnið og spaðinn spann.

Stöð 21

Á þessari stöð fór ég og Kiddi niður í kvíadal. Það sem við áttum að gera var að horfa á eitthvað myndband frá vef sem heitir, kvistir, þar eru allskonar myndbönd, við horðum á tvo myndbönd um eðlisfræði. Fyrra heitir ,, hvað er rafmagn “ og það fjallaði allment um rafmagn s.s  það var talað um hve hættulegt rafmagn en mjög gagnlegt. Það var líka talað um að rafmagn sé flæði hleslu sem er annað hvort náttúrulegt eða af mannavöldum. Það var líka talað um róteindir, nifteindir og rafeindir. Seinna myndbandið heitir, Rafrás. Þar var talað um rafrásir. Rafrásir eru nauðsinlegar fyrir flæði rafstraum. Án lokaðar rafrásar geta rafstraumar ekki verið til, vegna þess að þá geta rafeindir ekki flætt. Meiri upplýsingar á hér. Því miður þarft þú að hafa aðgang.

Stöð 11 

Á þessari stöð vorum við Kiddi að gera krossglíma úr hugtökum úr myndböndunum sem við horfðum á í stöðinni á undan. Þetta er útkoman .

     Róteind

   Amperum

nitFeind

rafstrauMur

rAfrás

raðtenGd

HilðteNgd.

Fimmtudagur

Á fimmtudagin var ekki tíma út af því að það var skíðaferð. En í stað þess að það var engin tíma var sameiginlegur tími með a hóp. Það sem við vorum að gera var að við vorum skipt í hópa. Ég var með Filip, Heklu og Sunnevu. Við áttum að lesa texta. Þegar við vorum búin að lesa áttum við að Greina nokkra settingar út frá hvort það væri gott eða slæmt.

Heimildir

http://natturufraedi.fludaskoli.is/category/10-bekkur/frettir-10-b/

http://www1.nams.is/twig/

Fréttir

Loftmengun dregur milljónir til dauða

 

Categories: Hlekkur 5 10. bekkur | Leave a comment

Vika 2 Hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðu við að skoða random down hill myndband. Það var ótrúlega flott og hættulegt en cool. Ég er samt aldrei að fara gera þetta. Síðan var nearpod kynning um rafmagn. Þetta var merkileg og flott kyninng. Það sem kom fram í kynningunni var að læra um rafhleslu og rafhrif, kynnast rafspennu, rafstraum og viðnám. Síðan útskýrði Gyða fyrir afhverju Raf heitir raf. Raf er steinrunnin trjákvoða sem finnst í eystraslatlöndunum. Grikkir fundu að ef raf var nuddað með silvurklút dró það sér létta hluti.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. En fyrst fórum við í popsico. Góð byrjun. Hér fyrir neðan getur þú séð hvað stöðvar voru í boði. Ég var að vinna með Halldóri Friðriki í þetta skipti og mér finnst að við höfðum lært mikið. Samvinnan var góð og allir glaðir.

Stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Við fórum á stöðvar númer 1, 12 og 7

Stöð 1  Sjálfspróf 1.1

Á þessari stöð voru sjálfspróf 101 í bókinni Eðlisfræði 1.  Man ekki spurninganar en er með svörin við þeim hér fyrir neðan

 1.   Nifteind, róteind og rafeind
 2. A= Verður hluturinnneikvæð hlaðin. B= Verður hluturinn jákvæð hlaðin
 3. Vegna þess að það eru jafn margar rafeindir og róteindir.
 4. A= Tveir plúsar eða tveir mínusar vilja ekki vera saman. B= Einn plús og einn mínus, vilja vera saman
 5. Vera á láglendi eða í bíl
 6. Vatn keiðir rafmagn vel
 7. Frá eldingavaranum liggur koparþráður utan á byggingunni og tengist koparplötu niður í jörðu.
 8. Það gerist af því maður skapar núning og hreyfing kemur á frumeindina, það kallast stöðurafmagn
 9. Neðra þrumuskýið er neikvætt hlaðið en það það efra er jákvætt hlaðið. Eldingin verður til þegar mismundandi hleðslur leitast við að jafna hver aðra út. Þegar rafmagnið úr neðara skýinuhleypur upp í það efra myndast elding.
 10. Hleypur stöðurafmagninu af stað

Stöð 12 Rafmagnsleikur

Á þessari stöð þá var ég að vinna með Halldóri Friðriki eins og vanalega. Við vorum í IPadinum í leik sem fjallar um að skoða rafmagn í hlutum sem eru í eldhúsin. Leikurinn var merkilegut og skemtilegur en frekar aðuveldur.

Stöð 7 Lögmál Ohms

Þessi stöð lærðum við mikið um lögmál Ohms. Reglan er V = I x R. V þýðir spenna, I þýðir straumur og R þýðir viðnám. Lögmálið er þannig að því meira viðnám er minni straumur. Við lærðum að nota kallana með pakpokana til að hjálpa okkur að muna.  Það er erfitt að skilja kallana en ég reyni að útskýra. Kallarnir  eru með bakpoka, kallarnir er straumurinn og viðnámið er brekka. Kallarnir hlaupa upp brekkuna en brekkan verður brattari komast færri kallar upp hana. Get ekki beint útskýrt þetta en ég reyndi þó.

Hér er góð mynd til að reyna skilja lögmálið. Ekki með kallana heldur lögmálið sjálft.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn átti að vera heill skóladagur en það var sent alla heim eftir hádegi vagna þess að það var spáð stormi á suðurlandi. Við vorum í náttúrufræði eftir hádegi svo við misstum af honum.

Fréttir

Heimildir

Mynd

13 ár síðan eitt hræðilegasta slys NASA 

Er bananar lykill að því að finna húðkrabba

 

Categories: Hlekkur 5 10. bekkur | Leave a comment

Vika 1 Hlekkur 5

Mánudaginn

Á mánudaginn vorum við að skoða myndbönd úr vísindavikunni. Við áttum að gera sjálfsmat af myndbandinu okkar. Það var erfitt af því við gerðum allt eftir sjálfsmatinu en myndbandið var svo sem ekki gott. Flottasta myndbandið var að  mínu mati hjá Siggu Láru, Birgit og Sunnevu eða hjá Orra, Matta Halldóri Fjalari.    Okkar myndband var um það bil 8 minótur og fékk talsverða athygli. Ég var ánægður með útkomunna. * okkar = Ég, Mathias, Sölvi, Halldór Friðrik og Kristinn

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk. Hann heitir Orkuhlekkur. Hann fjallar að sjálfsöðu um orku. Gyða kom með hefbunda glósur og við vorum að rifja upp síðan fyrir nokkrum árum. Kynningun fór í gegnum nearpod. Það kom líka nokkrar spurningar sem við þurftum að svara en við máttum ræða saman svo var ekki svo erfitt. Við ætluðum að fara í kahoot en við höfum ekki tíma. Því miður því við ætluðum að fara í kahoot um Avatar.

Fimmtudaginn

Á Fimmtudaginn fórum við niður í tölvuver og áttum að blogga úr vísindavökunni. Sem betur fer var ég búinn að blogga. Ég gerði það á mánudaginn síðastliðnn. Við áttum að blogga mikið um vísindavökunna. Við áttum að blogga um hvað fór úrskeyðist og líka hvað fór vel. Við áttum að skrifa hvað um okkur fannst besta myndbandið hjá kollegum mínum. Mér fanst, eins og það kom fram fyrir ofan, myndbandið hjá Birgitt, Sunnevu og Siggu Láru best og mér fannst myndbandið hjá Halldóri Fjalari, Orra og Matta

Orka

Orka getur verið allskonar. Hún er allstaðar t.d. það er til sólarorka úr sólinni, vatnsorka úr vatnin, hreyfi orka þegar við hreyfum okkur, stöðuorka þegar hlutur lyftist þá myndast svo kölluð stöðuorka, það er líka til vind orka úr vindinum, og það má lengi telja en það sem er mikilvægast að vita um orku og það sem Gyða leggur mikla athyggli er að orka breytist, það er ekki hægt að búa til orkur né eyða henni. Mér finnst þetta lang merkilegast um orku.

Fréttir

Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla

Konur andvígari áfengi í búðum

Categories: Hlekkur 5 10. bekkur | Leave a comment

Vísindavikan

Mánudagur

Á mánudaginn var hópurinn minn, sem samanstendur af Mathiai, Sölva, Kristni, Halldóri Friðriki og að sjálfsögðu mér. Svo á mánudeginum ætluðum við að finna hvað við ætluðum að gera í vísindavökunni. Það tók langan tíma að finna hugmyndir sem við vorum sammála um en í endanum á tímanum komust við loks með niðurstöðu. Hugmyndin sem við ætlum að nota heitir ,Hvað gerist ef hveikt er á báðum endum á kerti, ég persónulega kalla hana bara kertavegasalt en kollegar mínir vildu hafa þetta sem fagmannlegt og hægt er. Svo ég neiddist að kalla hana eins og þeir vildu en ekki í mínu bloggi, þar ræð ég hvað hún heitir og Kertavegasalt. Ef þú villt skoða myndbandið sem við fygldum eftir er það mögulegt hér

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var tvöfaldur tími svo við nýttum tíman í að gera tilraunina. Okkur gekk bara frekarvel til að byrja með en þegar leið á komu nokkur vandamál.

Nr. 1  tilraunin næstum klúðraðist þegar Sölvi var að setja naglan í gegnum kertið og næstum því eyðilagði það

Nr. 2  Ég tók of margar myndir og of mörg myndbönd svo það var erfitt fyrir greyði Mathias, sem klipti myndbandið,  og það tók hann tíma að velja myndir sem við ætluðum að nota

Nr. 3 Við héldum að tilraunin væri eyðilögð þegar kertið vildi ekki gera það sem það átti að gera ( útskýring hvernig tilraunin virkar hér fyrir neðan

Nr. 4 Eyðilögðum næstum því bækurnir hennar Gyðu, vegna vaxins. Það lak næstum á þær

Nr. 5 Mathias gerði of margar stafsettingarvillur í myndbandinu. Hann reyndi að bjarga því en þið munuð taka eftir því í myndbandinu. Hann gerði þó vel og það var fyndið eftir allt saman.

Ég held að  ég sé búinn að telja öll vandamálin en þetta var virkilega gaman og ég held að við lærðum mikið af þessu. Ég er líka bara að grínast með þessi vandamál, þau komu vissulega upp en þetta var ekki svo mikið mál. Okkur gekk bara mjög vel og þetta var mjög skemtilegt, því miður er þetta síðast vísindavakan mín í Flúðaskóla. :(

Fimmtudagur

Það var ekki skóli vegna þess að það voru foreldraviðtöl.

Kertavegasalt

Við byrjuðum að finna öll áhöldin, færð að sjá þau í myndbandinu. Síðan hitaðum við vatn og heltum því í glas og settum nagla í það. Þegar naglarnir voru nóu heitir rákum við naglan í gegnum miðjuna á kertinu. Settum kertið í milli tveggja bakka, eða eitthvað í þá áttina ég veit ekki hvað þetta heitir, allveg nó að nota stór glös en við vildum gera þetta stórt. Síðan kveikir maður á báðum endum á kertinu og bíður.

 

Hvað gerist ?

Við sáum þriðja lögmál Newtons, sem er fyrir hverja aðgerð þá kemur jafn mikið öfugu viðbragði. Fórmúlan er F ab = – Fab. Þannig að þegar kertið var kveikt á einum endanum þá sáum við hvað einasti vaxdropi er aðgerð og hvert skipti sem endin fór upp sáum við öfug viðbragð.

Myndbandið má sjá hér

Hvaða tilraun fanst mér best frá kollegum mínum

Mér fanst tilraunin hjá þeim Sunnevu, Sigríði Láru og Birgit. Ég vil hrósa þeim fyrir hugmyndar aflið. Því mér hefði ekki dottið þessa tilraun í hug. Tilraunin var mjög cool. Hún heitir Diy hologram. Hún virkar þannig að þau búa til einhvernskonar þrívíddar þríhyrningur og leggja það ofan á síma. Þau kveikja á einhverju myndbandi og ljósið býr til einhvenskonar hologram. Þær prófuðu nokkur efni til að búa til skálina sem er þrívíddar þríhyrningur, þær prófuðu gler, CD hulstur, gler og plexi gler. CD hulstið virkaði best samkvæmt þeim. Þú getur séð tilraunina Hér

 

Heimildir

Mynd 1

Fréttir

Þrjátíu ár liðin frá Challenger-slysinu

 

Categories: Hlekkur 4 10. bekkur | Leave a comment

Avatar

Avatar

Í síðustu viku vorum við bekkurinn að horfa á Avatar í náttúrufræði. Við áttum að fylgjast vel með náttúrunni og hvernig hún virkar. Avatar er næst mesta horfða kvikmynd í sögu kvikmyndahúsa. Hún var lengi vel sú mesta en fyrir skömmu tók nýja Star Wars myndin fram úr henni. Sagt er að Avatar er ein dýrasta kvikmynd sögunnar. Avatar kom út 2009 og það eiga að koma þrjár í viðbót sem sagt samanlagt fjórar kvikmyndir, Avatar myndin er tekin mikið upp á græna tjaldinu. Avatar er mjög fræg fyrir að vera vel gerð og það er mikið gert kringum hana t.d nýtt tungumál, menningin og bara náttúran sjálf. Margir vísindamenn eru búinir að vinna við að gera umgjörðina í þónokkur ár. Myndin er gerð af handriti sem James Cameron skrifaði 1995 .Ég ætla að skrifa aðeins um pandóru og reyna að útskýra hvernig hún virkar.

Pandóra

Pandóra er tungl hjá gasrisa í næsta sólkerfi við okkur. Sólkerfið kallst Alpha Centauri. Ég held að það voru 13 tungl hjá þessum gasrisa, Pandóra er fimmta tunglið í röðinni. Þyngdaraflið er 20 % minna en á jörðunni svo mennirnir verða að hreyfa sig mikið til þessa að þeir haldist í formi. Ég held að gasrisinn hét Polyhemus eða eitthvað í þá áttina.  Pandóra er svipað stór og jörðinn.Loftið hjá pandóru er samsett úr köfnunarefni, súrefni, koltvíoxið (yfir 18%), Xenon (5.5%), Metan og brennisteinn >1%. Mannfólk getur ekki andað eins og á jörðinni af því að það er aðeins og mikið kotvíoxíð fyrir okkur. Á Pandóru er um hverfi ekki ólíkt á jörðunni en samt öðruvísi. Á Pandóru er mikið af trjám og plöntum, mikið á fjöllum, vatni og þar af leiðandi vötnum og fossum. Á Pandóru er planta eða eitthvað yfirnáttúrulegt sem kallst Eywa. Hún er einhvernskonar guð en er samt til í alvörunni. Hún sér um jafnvægi í náttúrunni. Ef dýr deyr fer sálin til Eywa Á Pandóru er mikið af dýrum sem eru allveg lík þeim á jörðu en samt er þau svo mikið ólík t.d mig minni að öll dýr sem voru með lappir voru með sex stykki af þeim, mörg dýranna líta út eins og þær séu frá fornlífsöld.

 

Na´vi

Á Pandóru eru þjóðflokkar sem hegðar sér líkt og fólk á jöðru, þeir líta svipað en samt allt öðruvísi, þeir kallast Na´vi. Þeir eru bláir á litinn og eru með fjóra útlimi og fjóra fingur á hendinni, það sama má segja um lappirnar. Þeir hafa gul augu og sítt hár sem þeir geta tengst Eywa og önnur dýr.Þeir eru á meðaltali þrír metrar á hæð. Hæsti Na´vi sem mældst hefur var 3,9 metrar á hæð. Þjóð flokkurinn sem bíómyndin fjallar aðalega um heitir Omaticaya. Na´vi veiðir sér til matar með hníf og bogum. Örvarnar sem þeir nota er baneitraðar þú deyrð innan við mínótu ef þú færð eitrið í þig.

 

 

Auðlindir

Auðlindir á pandóru eru margar og margar sem eru svipaðar og á jörðunni t.d. tré, og vatn. Efnið sem mennirnir ætluðu að ræna frá pandóru heitir Unobtainium. Þeir ætluðu að nota það í að byggja flugfélar, báta og margt, margt meira. Efnið er lett en svakalega sterkt. Sagt er að Unobtainium geti þolað kjarnorkusprengju.

 

download

 

 

Heimildir

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Na’vi

https://www.pandorapedia.com/navi/life_society/the_navi

Myndir

https://briankoberlein.com/2015/08/17/how-special-is-the-solar-system/

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Na’vi?file=Jake%2527s_speech.jpg

https://en.wikipedia.org/wiki/Unobtainium

 

 

Categories: Hlekkur 4 10. bekkur | Leave a comment

Vika 1 Hlekkur 4

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við að horfa á Avatar. Við eigum að nota alla vikuna og líka smá af næstu viku í að horfa á hana. Ég hafði séð hana í bíó fyrir mörgum árum. En myndin fjallar í stuttu máli um fyrveandi hermann, Jack Sully sem fer á tungl sem mennirnir eru að hernema af innfæddum sem kallast Navi. Þeir réðust á tunglið sem heitir Pandora. Þeir eru að leita af einhverjum jarðefnum sem þeir geta notað. Allavegana Jack átti bróðir sem dó í tilraunastarfsemi þar sem mennirnir nota DNA úr innfæddum til að búa til sína eiginn. Síðan tengja þeir heilan á tilraunamönnunum við Navi en þeir kalla þá Avatar. Það tekur langan tíma að búa til nýjan en af því að Jack er bróðir bróður síns þá geta þeir notað sama Avatarinn. Markmið Jack var að kanna heimkynni Infæddra og segja upplýsingar til hershöfðimgjas.

Miðvikudagur 

Héldum við áfram með myndina ,náðum langt með hana af þcí að það var tvöfaldur tími, Við eru orðin meira en hálfnuð með myndina.

Fimmtudagur

Var ekki tími af því að náttúrufræði var fellt niður vegna þess að .að var kynning eftir hádegi, við erum í tíma eftir hádegi. Kynningin var um fjármál. Skelvileg kynning, lærði ekki neitt, en þetta var ekki leiðinlegt og myndböndin voru fyndin en samt, ég meina common læra hvað kostar af spara og hverju maður þarf að fórna,

Categories: Hlekkur 4 10. bekkur | Leave a comment