browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 5 Hlekkur 6

Posted by on apríl 2, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við aðallega yfir glærupakka um eðlisfræði í virkjunum Þjórsá. Við skoðuðum líka Vatnsfellsvirkjun hvernig hefur áhrif á Þórisvatn. Þegar Vatnsfellsvirkjunin lokar fyrir rennsli frá Þórisvatni, hækkar náttúrulega í lóninu sem veldur því að það breyðist út yfir stærra svæði og vætir meiri gróður.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í stutta könnun úr líffræði og jarðfræði. Mér gekk hræðilega, ömurlega og fáránlega ílla og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég fékk því að mér gekk svo hræðilega, ömurlega og fáránlega ílla. En hvað með það lífið snýst ekki um. Síðan fórum við niður í tölvuver og okkur var skipt niður í hópa. Ég var með Dísu og Sunnevu í hóp. Við vorum með Vatnsfellsvirkjun.

Föstudagur

Á föstudaginn vorum við að klára power-point verkefnið. Ég, Sunneva og Dísa gekk nokkuð vel en við fengum nokkuð mikinn tíma enn það dugði okkur alveg. Svo við kláruðum vekefnið á réttum tíma. Ég ætla að segja nokkunn fróðleik um Vatnsfellsvirkjun.

Vatnsfellsvirkjunn

Framkvændir við virkjuna hófust árið 1999 og lauk árið 2001 og sama ár var virkjuninn gangsett. Afl stöðvarinnar er 90 MW og nýtir hún 65 metra fallhæð. Með tilkomu virkjunarinnar jókst orkugeta raforkukerfisins um 430 GWst á ári. Vatnsfellsvirkjun nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Virkjunin er í rekstri þegar vatni er miðlað úr Þórisvatni yfir í Krókslón. Hún er í fullum rekstri yfir vetrarmánuðina þegar þörf er á miðlun vatns úr Þórisvatni. Samhliða vinnu Vatnsfellsvirkjun ákvað landsvirkjun í sammvinnu við vegagerðina að leggja bundið slitlag á milli Vatnsfell og Búrfellsstöð.

Ég fékk upplýsingar um Vatnsfellsvirkjun og myndina frá wikipedia og landsvirkjun.is

Fréttir

Hrottaleg morð á námsmönnum

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *