browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 4 Hlekkur 6

Posted by on mars 11, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við í kahoot út af því að sumir voru í danstíma. Fyrstu tveir leikirnir í Kahoot fjölluðu um Ísland en við enduðum tíman á því að taka langan Kahoot leik um þjóðerni nokkra leikmenn úr ensku deildinni í fórbolta.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn vorum við í stöðvavinnu. Ég var að vinna með Halldóri Friðriki. Við byrjuðum á stöð 16, við áttum að skrifa hvaða staði væru á UNESCO og af hverju. Við fórum á stöð 12, þar áttum við að skoða frumbjarga lífverur. Við leituðim í bókumm en við fundum ekki samsvörun við lífveruna sem við sáum gegnum smásjánna. Við tókum stöð 5 sem er orð af orði við náðu lausnarorðinu en ég man ekki hvað það var. Hér fyrir neðan sjáið þið stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Vatnssýni – skoðum í smásjá sýni úr lindá annars vegar og hver hins vegar.
 2. Flóra Kerlingarfjalla.  Skoða plaköt og greiningarbækur. plöntuvefsjá NÍ
 3. Þingvellir Lífríki vatnsins.
 4. Þingvellir – framtíð – lesa í Þingvallabókinni.
 5. Orð af orði.  Hugtök og örnefni
 6. Hugtakakort og glósur – betrumbætum og snurfusum.
 7. Frumbyggjar Íslands C. islandicus og C. thingvallensis
 8. Líffræðilegur fjölbreytileiki – verkefni
 9. Barrtré á Þingvöllum!
 10. Þróun afbrigða og tegunda í Þingvallavatni bls. 189 í bókinni Lífríki Íslands.
 11. Naðurtunga
 12. Skoða frumbjarga lífverur sem lifa í vatni – teikna – læra.
 13. Hvað er jarðhiti….jarðhitakort  og  meira hér
 14. Lífríki í vatnasviði Hvítár – teikna og setja upp fæðuvef.
 15. Ýmis fróðleikur um svæðið – valdar bækur til a skoða
 16. Heimsminjaskrá – hvað er UNESCO og hvaða staðir eru á heimsminjaskrá?
 17. Vatnið Vesijärvi – frá þörungasúpu til útivistarsvæðis

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við út að taka myndir.Við áttum að  setja þær inná facebook síðu sem er fyrir náttúrufræðina. Verkefnið var þannig að það væru 3-4 saman í hóp og svo átti að fara út og taka myndir af hugtökum t.d. vistkerfi eða neytendur. það átti að taka 4-5 myndir.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *