browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Avatar

Posted by on janúar 18, 2016

Avatar

Í síðustu viku vorum við bekkurinn að horfa á Avatar í náttúrufræði. Við áttum að fylgjast vel með náttúrunni og hvernig hún virkar. Avatar er næst mesta horfða kvikmynd í sögu kvikmyndahúsa. Hún var lengi vel sú mesta en fyrir skömmu tók nýja Star Wars myndin fram úr henni. Sagt er að Avatar er ein dýrasta kvikmynd sögunnar. Avatar kom út 2009 og það eiga að koma þrjár í viðbót sem sagt samanlagt fjórar kvikmyndir, Avatar myndin er tekin mikið upp á græna tjaldinu. Avatar er mjög fræg fyrir að vera vel gerð og það er mikið gert kringum hana t.d nýtt tungumál, menningin og bara náttúran sjálf. Margir vísindamenn eru búinir að vinna við að gera umgjörðina í þónokkur ár. Myndin er gerð af handriti sem James Cameron skrifaði 1995 .Ég ætla að skrifa aðeins um pandóru og reyna að útskýra hvernig hún virkar.

Pandóra

Pandóra er tungl hjá gasrisa í næsta sólkerfi við okkur. Sólkerfið kallst Alpha Centauri. Ég held að það voru 13 tungl hjá þessum gasrisa, Pandóra er fimmta tunglið í röðinni. Þyngdaraflið er 20 % minna en á jörðunni svo mennirnir verða að hreyfa sig mikið til þessa að þeir haldist í formi. Ég held að gasrisinn hét Polyhemus eða eitthvað í þá áttina.  Pandóra er svipað stór og jörðinn.Loftið hjá pandóru er samsett úr köfnunarefni, súrefni, koltvíoxið (yfir 18%), Xenon (5.5%), Metan og brennisteinn >1%. Mannfólk getur ekki andað eins og á jörðinni af því að það er aðeins og mikið kotvíoxíð fyrir okkur. Á Pandóru er um hverfi ekki ólíkt á jörðunni en samt öðruvísi. Á Pandóru er mikið af trjám og plöntum, mikið á fjöllum, vatni og þar af leiðandi vötnum og fossum. Á Pandóru er planta eða eitthvað yfirnáttúrulegt sem kallst Eywa. Hún er einhvernskonar guð en er samt til í alvörunni. Hún sér um jafnvægi í náttúrunni. Ef dýr deyr fer sálin til Eywa Á Pandóru er mikið af dýrum sem eru allveg lík þeim á jörðu en samt er þau svo mikið ólík t.d mig minni að öll dýr sem voru með lappir voru með sex stykki af þeim, mörg dýranna líta út eins og þær séu frá fornlífsöld.

 

Na´vi

Á Pandóru eru þjóðflokkar sem hegðar sér líkt og fólk á jöðru, þeir líta svipað en samt allt öðruvísi, þeir kallast Na´vi. Þeir eru bláir á litinn og eru með fjóra útlimi og fjóra fingur á hendinni, það sama má segja um lappirnar. Þeir hafa gul augu og sítt hár sem þeir geta tengst Eywa og önnur dýr.Þeir eru á meðaltali þrír metrar á hæð. Hæsti Na´vi sem mældst hefur var 3,9 metrar á hæð. Þjóð flokkurinn sem bíómyndin fjallar aðalega um heitir Omaticaya. Na´vi veiðir sér til matar með hníf og bogum. Örvarnar sem þeir nota er baneitraðar þú deyrð innan við mínótu ef þú færð eitrið í þig.

 

 

Auðlindir

Auðlindir á pandóru eru margar og margar sem eru svipaðar og á jörðunni t.d. tré, og vatn. Efnið sem mennirnir ætluðu að ræna frá pandóru heitir Unobtainium. Þeir ætluðu að nota það í að byggja flugfélar, báta og margt, margt meira. Efnið er lett en svakalega sterkt. Sagt er að Unobtainium geti þolað kjarnorkusprengju.

 

download

 

 

Heimildir

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Na’vi

https://www.pandorapedia.com/navi/life_society/the_navi

Myndir

https://briankoberlein.com/2015/08/17/how-special-is-the-solar-system/

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Na’vi?file=Jake%2527s_speech.jpg

https://en.wikipedia.org/wiki/Unobtainium

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *